Öldruðum á ekki að refsa fyrir vinnu sína

Um helmingur fólks á aldrinum 65-71 hefur áhuga á að vinna. Skortur er á vinnuafli og sýnir mikil fjölgun erlends vinnuafls það hvað gleggst. Samt er það svo að eldri borgarar hika við að taka að sér störf, þar sem svo örlítið situr eftir þegar upp er staðið. 

Í dag mega eldri borgarar aðeins vera með 25 þúsund krónur á mánuði, eða 300 þúsund á ári áður bætur eru skertar. Þykir mér þetta lág skattleysismörk og þó var þetta enn verra hér áður fyrr, en lágmarkið var hækkað í vetur. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að fólk hefur oft ekkert upp úr því að taka að sér störf á efri árum. Í landi þar sem skortur er á vinnuafli og annar hver maður á aldrinum 65-71 vill vinna á að hvetja og auðvelda fólki að leggja sitt af mörkunum. Það er enda margsannað að maður er manns gaman og gildir það ekki síður við störf en leik. Hér þarf ríkið að sjá að sér.   

Refsum fólki ekki fyrir að vinna, þó það sé komið á eftirlaunaaldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þið höfðuð tíma til að breyta, en gerðuð ekkert, því miður er ykkar tími búinn.

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 14:35

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Tómas, þó ýmislegt hafi verið gert (t.d. að hækka þessi mörk lítillega) þarf að gera meira. Þetta mál á ekki að snúast annað en að koma því í höfn, hvar í flokki sem menn kunna að vera. Ég er fylgjandi því að létta byrðarnar og ef þú ert það líka erum við sammála.

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.3.2007 kl. 15:15

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg er sammál þessu og þetta á ekki að vera poltiskt alls ekki ,þetta er nauðsin og þarf að hækka mjög mikið skattleisismörkin okkar sem viljum vinna///Halli Gamli xd

Haraldur Haraldsson, 16.3.2007 kl. 15:35

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tommi, víst hafa þeir gert helling, ekki segja þetta, ég mæli þetta best á eigin skinni, lifi drauminn

Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 15:40

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Er reyndar alveg sammála ykkur að sum mál eiga að vera hafin yfir pólitískt þras.

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 16:27

6 identicon

Auðvitað á þetta mál að vera hafið yfir pólitískt þras, en skyndilegur áhugi sjálfstæðismanna á því svona rétt fyrir kosningar bendir til þess að það sé það alls ekki.

Grétar Amazeen (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 18:50

7 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Heyr heyr!!!

Meðan að atvinnuástandið er svona eins og það er í dag, vantar fólk til starfa þá er allra hagur að leyfa eldri borgurum að vinna eins og þeir vilja án þess að skerða ellilífeyrinn. Er viss um að allir flokkar geti sameinast um það eftir kosningar í síðasta lagi.

Ágúst Dalkvist, 16.3.2007 kl. 23:01

8 Smámynd: Rúna Baldvinsdóttir

En hvað með öryrkja, þeir eru flestir vinnufærir en verða að lifa á mökum sínum vegna óréttlátra skattareglna.

Rúna Baldvinsdóttir, 17.3.2007 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband