Er fasteignaverð að rjúka upp?

Eftir kyrrstöðu á síðasta ári bendir fernt til þess að nú sé breyting að verða á fasteignamarkaðnum:

1) Veltan hefur nær tvöfaldast síðustu mánuði...

2) Meðalverð á m2 hefur náð sér á strik og er á uppleið...

3) Íbúðalánasjóður og bankarnir hafa komið með útspil á síðustu dögum - eftir að þessar mælingar voru gerðar sem að ofan greinir.

4) Væntingavísitala Gallup hefur aldrei verið hærri á Íslandi frá upphafi mælinga......

(línurit fengin af www.fmr.is)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Frábært, hvað græði ég þá mikið á mánuði?

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Virðist vera það sama upp á teningnum núna og um vorið 2004.  Markaðurinn fer af stað mun fyrr en spár gera ráð fyrir, og það fyrst og fremst vegna væntinga að virðist.  En fólk er ekki svo mikið að kaupa vegna verðþróunar hinsvegar, virðast mun frekar vera væntingar til annarra aðstæðna í þjóðfélaginu. Sem sagt trú á áframhaldandi stöðugleika.  Jú, að sjálfsögðu hefur það líka mikil áhrif að það er hægt að fjármagna dæmið.

Baldvin Jónsson, 16.3.2007 kl. 16:38

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Þú minnist á útspil Íbúðalánasjóðs sem reyndar er útspil félagsmálaráðherra sem setur reglugerð um hámarkslán og lánshlutfall

En það verður að halda því til haga að því miður hefur það engin áhrif á fasteignamarkað á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík að afturkalla lækkun ríkisstjórnarinnar á lánshlutfalli úr 90% í 80%, en ríkisstjórnin lækkaði hlutfallið í fyrrasumar.

Hins vegar skiptir þetta miklu máli fyrir landsbyggðina.

Því miður þá skerðir viðmiðun við brunabótamat og lóðamat lánshlutfallið í nær öllum viðskiptum á höfuðborgarsvæðinu.

Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2006 voru einungis 40 raunveruleg 90% lán veitt á höfuðborgarsvæðinu vegna þessarar takmörkunar á brunabótamati.

Þá voru einungis 103 raunveruleg 80% lán veitt á síðustu 6 mánuðum ársins, eftir að lánshlutfall var lækkað í 80% vegna þessarar takmrökunar brunabótamatsins.

Í ljósi þessara staðreynda er ljóst að framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og framkvæmdastjóri ASÍ eru gersamlega úti á túni þegar þeir leyfðu sér að halda því fram að þessar hækkanir hafi þensluhvetjandi áhrif.

Hallur Magnússon, 16.3.2007 kl. 19:27

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

18 miljónir eða 90% er það sem íbúðalánasjóður er að bjóða, ég get nú ekki séð hvernig það á að hafa áhrif á íbúðaverð eða þenslu.

Í látunum síðustu 2 ár eru það bankarnir sem bjuggu til lætin með lánum sem námu allt að 100% og nánast ótakmarkaðri lánsfjárhæð.  Þeir voru með þessu að reyna yfirbjóða íbúðalánasjóð út af markaðnum svo að þeir gætu stjórnað honum og notað hann til að ávaxta sitt pund á kostnað húsnæðiseiganda.

Það er algerlega fáránlegt að kenna íbúðalánasjóði um hækkun fasteignaverðs, við ættum heldur að horfa á fasteignasala og bankana í þessu samhengi..

Eiður Ragnarsson, 16.3.2007 kl. 19:53

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég held að bankarnir séu að neyðast til að opna aftur hirslur sínar fyrir væntanlegum íbúðarkaupendum.

Ástæðan?

Ef fasteignaverð heldur ekki áfram að hækka, þá fara þeir sem eru með 90 og 100% lán (sem oft eru kominn í 110% núna) að sjá sér hag í að hætta að borga af lánunum, flytja út og leigja.

Ég skoðaði sjálfur dæmi um daginn, raunverulegt dæmi.

Par hafði tekið lán upp á 10,9 millj fyrir 17 mánuðum. Á þessum 17 mánuðum höfðu þau borga 800þ af láninu og það stóð í 11,7 milljónum. Þau voru með annað lán upp á tvær komma eitthvað, voru búin að borga af því 256þ á 12 mánuðum og lánið hafði hækkað um 160þ kall.

Þegar ég reiknaði dæmið, lagði saman hækkunina á lánunum auk verðbótana, þá kom í ljós að kostnaður fólksins af húsinu (lítil íbúð í blokk) var 127.000kr á mánuði sl 12 mánuði í forma afborgana og verðbóta. Þá var allur hinn kostnaðurinn eftir. (ég var að spá í að kaupa og ganga inn í þessi lán). Fólkið skuldaði samt bara 70% af uppsettu verði. Ég gat fengið nýlega íbúð sem var jafn stór, leigða fyrir 100.600 krónur á mánuði. En þá var ekkert viðhald, engir fasteignaskattar, engar tryggingar og ekkert vesen. Ein tala á mánuði og málið var dautt.

Þegar fólk áttar sig á að lánin hækka hraðra en húsnæðið, þá hrynur spilaborgin og bankarnir verða stærstu fasteignaeigendur norðan Alpafjalla, hús sem þeir neyðast til að kaupa á uppboði.

Júlíus Sigurþórsson, 16.3.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband