Átta vikur til kosninga: Straumurinn liggur til Sjálfstæðisflokssins

Í síðustu viku var haldinn neyðarfundur með kosningastjórum Samfylkingar. Ekki er ólíklegt að Framsókn haldi sinn eftir helgi.

Nýja Capacent könnunin er gerð 8.-13. mars, eða skömmu áður en stjórnarskrármálið var flautað af velli og sett aftur í nefnd. Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig og er nú í 40% fylgi. Tveir "stóru" flokkana koma skuggalega illa út: Framsókn og Samfylking og eru ekki svipur hjá sjón. Framsókn er að fá 6,9% og tapa því meira en helmingi þingmanna sinna. Verða örflokkur ef svona fer. Það sem er verra er að "trendið" er niður á við. Ekki er staðan miklu betri hjá Samfylkingunni sem er með 20% fylgi, en þar hefur 1 af hverjum 3 kjósendum flokksins snúið sér annað. Frjálslyndir eiga á hættu að þurrkast út, eru með minna en 5%. Umhverfisframboðið virðist andvana fætt.

"Stóra stjórnarskrármálið" virðist hafa skaðað þá mest sem mest og harðast beittu sér í slagnum. Lítið heyrist í Siv þessa dagana, en hún var herská á flokksþinginu. (...hvernig var það var hún ekki að hóta stjórnarslitum?)

Samfylkingin veit ekki í hvern fótinn hún á að stíga; vildi fyrst hjálpa til við að koma á ákvæðinu, var svo á móti því og er nú með þá kenningu að þetta hafi verið plott hjá ríkisstjórninni!? Því miður er ekki verið að kanna trúverðugleika Alþingis, en hann ku vera í sögulegu lágmarki í nýlegri könnun. Ekki hefur það batnað. ´

Vika getur verið langur tími í pólítík. Átta vikur eru það líka. Framsókn, Samfylkingin, Frjálslyndir og Óstofnaður "Íslandsflokkur" geta sjálfsagt lyft grettistaki, en eitt er víst að draumurinn um tveggja flokka vinstri stjórn er úti. Stóri vinstri flokkurinn getur ekki treyst á að Samfylkingin skili nægjanlegu fylgi úr þessu.


Valkostirnir eru skýrir:
Tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokk, eða þriggja flokka vinstristjórn kaffibandalagsins.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er virkilega fyrirkvíðanlegt að fá þriggja flokka vinstri stjórn eftir festuna og öryggið í stjórn lands og þjóðar í sextán ár.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2007 kl. 00:13

2 identicon

Hvað fékk Siv til að rugga bátnum svona rækilega um daginn? Get ekki varist því að velta fyrir mér hvort eitthvert valdabrölt sé í gangi í bakherbergjum Framsóknar og þessi uppákoma hjá Siv og svo viðbrögð flokksfélaganna séu ein britingarmynd valdabaráttu. Spyr sú sem ekki veit enda hvorki innvígð né innmúruð í Framsóknarflokkinn

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 00:52

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú gefur EKKERT val.

Sigfús Sigurþórsson., 17.3.2007 kl. 00:57

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sætt hjá þér að kalla VG hérna stóra vinstriflokkinn   Gerir það augljóslega til að stríða Samfylkingunni, sem er reyndar ekki vinstri flokkur skv. almennum skilningi þess.  En ástæðan Hjördís fyrir því að Eyþór minnist lítið á VG hérna er líklegast sú að D og VG er líklegasta stjórnarsamsetningin miðað við núverandi tölur.  Hver myndi trúa því?  Myndi reyndar væntanlega henta D samt mun betur að fara í stjórn með Samfélaginu þar sem að þeir hafa sýnt ítrekað að þeir eru jafn leiðitamir og Framsókn (sem stendur fyrir æða áfram og þroskast ekkert að virðist) hafa verið hingað til.  D veit sem er að meðan að það eru a.m.k. tvær fylkingar innan S og þær alveg jafn spenntar fyrir völdum þá væri væntanlega auðvelt að ná D málum í gegn í þeirri stjórn.  En miðað við skrif EYþórs hérna um S þá sýnist mér D og VG líklegri kostur í núverandi stöðu.

Baldvin Jónsson, 17.3.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband