Björgólfur gegn Baugi?

Baráttunni um Króníkuna lauk kl. 17 í dag, þegar eigendur hennar tilkynntu DV mönnum að ekki yrði af kaupum. Pétur Gunnarsson vék að þessu á blogginu hér áðan. Sagt er að klukkan 15 hafi eigendur Króníkunnar verið tilbúin í söluna, en Björgólfur eigandi Ólafsfells ehf. hafi komið í veg fyrir það. Ólafsfell sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og á ennfremur 8% hlut í Árvakri hf. og 82% í Vöku Helgafelli hf. Ástæðan er sögð sú að ekki var fallist á að framselja lán upp á rúmar tuttugu milljónir. DV menn hafi þó verið tilbúnir að bæta það upp að fullu. 
Má segja að í dag hafi átakalínan í fjölmiðlum legið um þetta vikurit sem rekið er með tapi.

Stjórnarformaður DV er Hreinn Loftsson...en Árvakur sér um prentun og dreifingu þess

. . . .já þetta er lítið land. . .

 DB

p.s.

bæði Ólafsfell og Helgafell eru á ferðaáætlun Ferðafélags Íslands...
http://www.fi.is/files/FI2007_1312766787.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú algjör synd ef Króniku-útgáfan er einhver andvana fæðing. Ég hef keypt öll tölublöðin og fundist blaðið alveg þrælgott. Það er greinilega erfitt að lifa í þessum fjölmiðlaheimi. Ég vona að það finnist nógu þolinmótt fjármagn til að blaðið fái tækifæri til að sanna sig almennilega.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

séntilmenn linka.

Pétur Gunnarsson, 17.3.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sástu ekki linkinn Pétur? Hann er á nafni þínu.

Eyþór Laxdal Arnalds, 17.3.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

BjörgÓlfur heitir hann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þessi fjölmiðlaeignarhaldssápuóperuleikur eða ritsjóraskiptadúettinn, fer nú að verða eins konar frasi í voru samfélagi sem maður verður óhjákvæmilega ónæmur fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.3.2007 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband