Vatnajökulsþjóðgarður (6x stærri en Luxembourg)

Eitt af stóru málunum sem Alþingi samþykkti á síðasta þingdegi fyrir kosningar voru lög um Vatnajökulsþjóðgarð. Með þessu erum Íslendingar að stíga stórt skref í átt að skipulegri friðun víðernis, en jafnframt að tryggja skipulegt aðgengi sem raskar ekki náttúru um of. Þjóðgarðar hafa verið gerðir víða um lönd og á engan er hallað þegar rifjað er upp stórvirki Teddy Roosevelt fyrir rúmum 100 árum. Þá var náttúruvernd komin skammt á veg, en Teddy var mikill náttúruunnandi og framsýnn. Með þessum lögum er Ísland komið á heimskortið með einn af stærri þjóðgörðum heims, reyndar þann stærsta í Evrópu. Landsvæðið er sex sinnum stærra en stóhertogadæmið Luxembourg, en þar býr hálf milljón manna.

Vatnajökull NASA

Gott er að muna það fyrir kosningarnar í vor að það er ríkissjórn hægrimanna sem náði þessu máli í gegn um Alþingi. Full samstaða var um málið á þingi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Lofsvert, en umfram allt: Til hamingju Íslendingar!

Ólafur Als, 18.3.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband