Æi..á nú að kenna Mogganum fylgistapið?

Guðmundur Steingrímsson hefur nokkurt nef fyrir því spaugilega og skemmtilega sem er að ske hverju sinni. Ég les oft bakþanka hans sem eru smellnir. Nýjasta aðhlátursefnið eru fréttaskýringar Moggans. Um allnokkurt skeið hefur fylgi Samfylkingarinnar farið minnkandi. Margir hafa leitað skýringa á fylgistapinu og hefur það kannað og greint. Helst eru það konur sem hafa ákveðið að kjósa stóra vinstri flokkinn, frekar en Samfylkinguna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur komið með skýringar á vanda Samfylkingarinnar við hin ýmsu tilefni og nefnt þá þingflokkinn til sögunnar. Ennfremur að Samylkingin sé of pólítísk. Jón Baldvin Hannibalsson hefur lýst því yfir að Samfylkingunni hafi mistekist. Kannanir staðfesta loks ítrekað að flokksbrotið VG er stóri vinstri flokkurinn á Íslandi.

Ingibjörg hefur verið erlendis undanfarið bæði þegar stjórnarskrármálið var í kreppu og svo eins á síðustu dögum þingsins þegar 50 mál voru á dagskrá. Össur er kemur þar í staðinn, þó ekki sé hann vara-formaður. Hún sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu með fyrirsögninni "Slúður á forsíðu" sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar er hún þó ekki ekki að grínast þar sem hún átelur Morgunblaðið fyrir "ómálefnanlegar árásir á Samfylkingarfólk" og sér ekki skoplegu hliðar málsins sem aðrir samflokksmenn hennar hafa skemmt sér yfir. 

Agnes Bragadóttir er reyndur blaðamaður og sá hún um fréttaskýringu Morgublaðsins um stjórnarskrármálið. Greinar Agnesar vekja oft eftirtekt, enda hefur hún stundað rannsóknarblaðamennsku umfram marga aðra í stétt sinni. Vegið er að heiðri Agnesar með aðdróttunum Ingibjargar Sólrúnar. Mæli með Reykjavíkurbréfi dagsins í dag fyrir Samfylkingarfólk í leit að skýringum á stöðunni, fremur en að reyna að skjóta sendiboðann.

Nú er það svo að Morgunblaðið er nokkuð lýðræðislegt blað. Þar geta allir komið að greinum, bæði lesendabréfum, aðsendum greinum (sem og dánarfregnum og afmæliskveðjum). Þar geta allir menn bloggað á vef blaðsins eins og á gummisteingrims.blog.is og það hefur stutt við bakið á málum óháð flokkslínum. Þar má nefna umdeilda atkvæðagreiðslu um álver í Hafnarfirði á vegum Samfylkingarinnar. Þar er kosið um notkun Alcan á lóð sem bæjarfélagið hafði selt Alcan. Hafnarfjörður er í SV kjördæmi, einmitt sama kjördæmi og Guðmundur Steingrímsson, en hann skipar að eigin sögn baráttusætið: 5. sætið, en Samfylkingin er með um 20% í kjördæminu.

Skemmtilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Ef slakur árangur Samfylkingarinnar er Mogganum að kenna, þá ætti Ingibjörg kannski að spyrja sig að því hverjum ágætur árangur Samfylkingarinnar í kosningunum 2003 hafi verið að þakka eða kenna? Nema góður árangur sé henni að kenna en slæmur árangur einhverjum öðrum að kenna.

Björg K. Sigurðardóttir, 18.3.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Æi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.3.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þið eruð hrædd við ISG því ef hún kæmist að yrði hún við völd í 12 ár hið minnsta. Ótrúlegt hvernig sjálfstæðismenn og allir fjölmiðlar tengdir sjálfstæðismönnum hafa verið að gagnrýna hana heiftarlega á undanförnum dögum. Meira að segja hefur gagnrýnin gengið svo langt að ekki sé hægt að treysta henni sem allir vita að gjörsamlega út í hött. Manneskjan stjórnaði borginni í 12 ár við mjög góða orðstír.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.3.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Guðjón Sigurðsson

ÆÆÆ nu þykir mer Ingibjörg Solrun leita langt yfir skamt hun (IBS) verður að fara að lita i eigin hætta að kenna öllum öðrum um ofarir Samf. i skoðunarkönnunum.Gæti eg treyst henni fyrir loforðum sem hun gefur þegar þessi ISG. sagði fyrir borgarstjornarkosningar 2001 að mig minnir EG Byð MIG EKKI FRAM TIL næstu Alþingiskosningar.

Guðjón Sigurðsson, 18.3.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Ólafur Als

Mikill er máttur sjálfsblekkingarinnar þegar dagfarsprútt og skynsamt fólk á borð vid Þórdísi og margir fleiri ætla gagnrýni Sjálfstæðismanna eða Morgunblaðsins slakt gengi Samfylkingarinnar. Er ekki kominn tími til þess að Samfylkingarfólk hysji upp um sig brækurnar og stöðvi flóttann yfir á vinstri kantinn.

Árin voru að vísu ekki 12 hjá Ingibjörgu en hver man ekki eftir gagnrýni á Sjálfstæðisflokkin og hans málflutning í borginni. Um síðir breytti hann áherslum sínum, hætti marg umtöluðu argaþrasi og R-listinn missti meirihlutann.

Ólafur Als, 18.3.2007 kl. 21:31

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fyrirgefðu Þórdís, en hvað er það í fari ISG sem ber að hræðast?? ekkert að mínu mati, nema aðeins ef finnst nóg af ævintýragjörnu fólki sem ekki hugsar um afleiðingu þess að kjósa hana til valda, hún er bara alls ekki fær um að stjórna landinu eða leið hóp fólks sem ætlast er til að vinni saman sem heil, hún er ekki sameiningartákn, heldur minnir mann alltaf doldið á bitra kellingu, sorry bara mín skoðun og hef haft hana lengi

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2007 kl. 21:58

7 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er ekkert að því að fólki finnist hún súr og leiðinleg, hver hefur sína skoðun á því.  En stanslausar og lymskulegar árársir á hana og áhuginn á henni á forsíðum blaða og umræðuþátta eru að mínu mati rannsóknarverðar. Ég er ennþá sannfærð um ástæðuna þar til annað kemur í ljós. Auðvitað hefur svona áróður áhrif en efllaust þarf hún að líta í eigin barm eins og allir.   Gaman að mér skyldi vera svarað svona beint.  Takk Ásdís og Ólafur

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.3.2007 kl. 10:46

8 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég sagði aldrei að fylgistap Samfylkingarinnar í könnunum væri "fréttaskýringum" Moggans að kenna. Hvaða rugl er það? Ég hef aldrei kennt fjölmiðlum um eitt eða neitt varðandi það.

Ég var bara að benda á að þetta væru ekki vandaðar "fréttaskýringar" sem slíkar í Mogganum. Þær væru mjög litaðar af skoðun blaðsins, ákaflega augljóslega, og að mér persónulega þætti skynsamlegra -- án þess að ég hafi nokkuð um það að segja -- að slíkt efni í blaði sé frekar kallað dálkar eða pistlar.

Mér finnst Mogginn haga sér svipað og ef pistlarnir mínir -- þar sem ég held oft alls konar kenningum fram -- væru settir á forsíðu Fréttablaðsins og kallaðir "fréttaskýring".

Guðmundur Steingrímsson, 19.3.2007 kl. 11:58

9 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Verð að taka undir orð Guðmundar Steingrímssonar hér að ofan.

Les alltaf bloggið hans og finns yfirleitt gaman að. Ég gat ekki skilið, út frá blogginu hans, að hann hafi verið að kenna mogganum um fylgistap samfó heldur aðeins verið að gera grín að mogganum.

Við sjálfstæðismenn megum ekki falla í sömu gryfju og samfylkingarfólk. Við verðum að þola það þó við séum gagnrýndir og það sé gert grín að okkur. Að gráta yfir því er ekki til að auka fylgið.

Lærum af mistökum samfylkingarinnar

Ágúst Dalkvist, 19.3.2007 kl. 12:54

10 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Það  verður  helst að kenna  einhverjum  um ófarirnar og  Mogginn er tilvalinn í  svoleiðis, það er erftt að  tilheyra hverfandi  stjórnmálaafli

Gylfi Björgvinsson, 19.3.2007 kl. 13:14

11 Smámynd: Þórður Runólfsson

Já allt er nú farið að kenna. Líklega er hægt að læra þetta hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Enn reynst getur erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. En hvað með fylgisaukningu, er ekki byrjað að kenna hana? það er nokkuð sem þyrfti að kenna Samfylkingunni. Allavega nokkuð sem ekki þarf að kenna Vinstri Grænum .

Þórður Runólfsson, 19.3.2007 kl. 13:23

12 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mér finnst það þó skárra hjá Samfylkingarfólki að kenna Mogganum um í stað þess eins og einn "kunnningi" minn gerði á laigardaginn, hann sagði að að Samfylkingin væri á niðurleið vegna þess að hann væri svo lítill flokkur og fámennur!!!!!

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 13:27

13 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Af hverju eru menn svona hörundsárir þegar ISG er gagnrýnd? Hefur hún bara ekki boðið uppá þetta?  Hvernig í ósköpunum stendur á því að VG eru orðnir svona mikið stærri en Samfylkingin?  Flokkur sem ætlar að banna allt og stöðva allt en kemur aldrei með neinar lausnir. Segir það ekki mikið um ISG sem leiðtoga?  Að vera undir í baráttunni gegn VG!   Slakur árangur og ekkert annað.  Það veit samfylkingarfólk og þetta er auðvitað pirrandi fyrir það.   Skiljanlega. 

Örvar Þór Kristjánsson, 19.3.2007 kl. 16:23

14 Smámynd: Ólafur Als

Ekki er á umhverfisofstækið bætandi. Vatnsafls- eða gufuaflsvirkjun sem nærir álver er vogarskálslóð, þó lítið sé, í áttina að minni mengun í hinu stóra samhengi. Virkjun neðarlega í Þjórsá kann ad reynast hagkvæm, fela í sér lítil spjöll og ef unnin í sátt við Sunnlendinga, hið besta mál. Að lokum vil ég hvetja Samfylkingarfólk til þess að koma sér upp úr skotgröfunum og hefja sókn til vinstri með það að markmiði að leggja forræðisdrauginn að velli.

Ólafur Als, 19.3.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband