Sturla strand

Eitt stærsta málið sem lá fyrir þinginu náðist ekki í gegn á lokadögum. Samgönguáætlun til 12 ára strandaði eins og frumvarp um sölu bjórs í matvöruverslunum og nokkur önnur mál. Áætlunin er upp á 318,4 milljarða á tímabilinu 2007-2018, en fjögurra ára áætlunin var þó samþykkt. Samgönguráðherra var ekki á staðnum þegar Alþingi var að ljúka störfum, þar sem hann var veðurtepptur í Boston. Miklar væntingar eru til vegamála og var mörgum hugsað til tvöföldun Suðurlandsvegar í dag, þegar honum var lokað vegna ófærðar. Yfir 25 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um þetta mál fyrr í vetur á þessum vef hér. ´

Nú er að sjá hvort að hönnun vegarins verður boðin út fyrir kosningar eins og vonir standa til.

Sturla var strand þar sem hann kom frá kaupstefnu í Florida um skemmtiferðaskip.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Verst með bjór- og léttvínssölu frumvarpið ...

Ólafur Als, 20.3.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Tvöföldun Suðurlandsvegar er mjög þörf framkvæmd og allt gott um hana að segja.  En ég á mjög erfitt að sætta mig við að þurfa að borga í Hvalfjarðargöngin.  Væri ekki þjóðráð að taka ákveðna fjárhæð úr vegaáætlun og greiða Speli út ?  

Halldór Borgþórsson, 20.3.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Stefán Þórsson

Ég sé dulitla kaldhæðni í þeirri staðreynd að Samgönguráðherra sé veðurtepptur...

Stefán Þórsson, 20.3.2007 kl. 22:33

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég e rsammál því að tvöföldun Suðurlandsvegar er brín nauðsin, eeen telur þú að veginum hefði ekki verið lokað núna ef Suðurlansvegurinn væri orðin tvöfaldur?

Sigfús Sigurþórsson., 20.3.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Væntanlega hefur Sturla verið í GSM-sambandi við varamannin Guðjón Guðmundsson svona á milli ræðuhalda,sólbaða og "Pina Colada". Sjáum Sturlu e.t.v í sumar á Flóabátnum Baldri með "touring guide" í Flatey- Breiðafirði.

Sammála Ólafi með bjór-létt frumvarpið. Það var víst Ögmundur vinstri grænn sem stoppaði málið í þetta sinn.

Birgir Guðjónsson, 20.3.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Mér finnst að það eigi að klára Suðurstrandarveg áður en ráðist er í tvöföldun Þjóðvegar eitt yfir Hellisheiði. Suðurstrandarvegur er nauðsynlegt öruggistæki fyrir Sunnlendinga og Reyknesinga.

Því næst er að klára 2+1 og hanna það með tvöföldun í huga. (svo ekki þurfi nú að moka nýjum vegi upp.).

Svo má fara í tvöfaldan veg í Hveragerði, samhliða Sundabraut og tvöföldum vegi AÐ Gatnamótum við Hvalfjarðargöng.

Það ætti að passa passlega við þegar við ljúkum við að greiða þau göng upp. Þá á að hætta gjaldtöku þar svo umferðin gangi betur.

Þá má klára tvöföldun austur á Selfoss, eða að væntanlegum gatnamótum þar sem megin umferðinni verður beint framhjá þjónustugötu okkar Selfyssinga.

Júlíus Sigurþórsson, 20.3.2007 kl. 23:20

7 identicon

Kemur þessari færslu ekki við, en ég vildi láta þig vita að ég hef gaman af því að lesa pistlana þína ...

hins vegar stendur við hlið myndarinnar af þér "hugleiðingar um stjórmál..." ... vantar ekki eins og eitt stykki n þarna?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 00:11

8 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sigfús: Einfaldur Suðurlandsvegur með vegriði hefur ýmsa galla, svo sem í vonskuveðrum. Erfitt að fá sjúkrabíla og dráttarbíla til að athafna sig.
Júlíus: Margt til í þessu. Sem betur fer var ákveðið á síðustu metrunum að setja 200 m. kr. í marglofaðan Suðurstrandarveg sem hefur verið fórnað of oft. Varðandi tímasetningar sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ráðist verði strax í hönnun á framtíðar útfærslu Suðurlandsvegar með því að bjóða þetta út fyrir kosningar og tímasetja brúnna með hliðsjón af byggðaþróun Í upphafi skyldi endinn skoða.
Þorsteinn: Takk fyrir ábendinguna. Búinn að kippa þessu í liðinn

Eyþór Laxdal Arnalds, 21.3.2007 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband