Tvöföldun Suðurlandsvegar þolir enga bið

Þetta skelfilega slys er áminning um að ekki er hægt að bíða, fresta eða hika við að tvöfalda Suðurlandsveginn. Tvöfaldur vegur með aðgreindar aksturstefnur er lykilatriði. Fólk er sammála um þetta forgangsmál, enda skrifuðu 25 þúsund manns undir áskorun til Alþingis fyrir áramótin um tvöföldun 2+2. Allir sveitarstjórnarmenn á suðurlandi eru sammála um þetta. Þó að 12 ára vegaáætlun hafi ekki verið lögfest er unnt að ráðast í þetta mál af hálfu samgönguráðherra með heimild í lögum.

Nú þarf að bretta upp ermarnar og bjóða út hönnun vegarins og að niðurstaða sé komin fyrir kosningar

Ég votta aðstandendum konunnar sem lést í umferðarslysinu samúð mína.

 


mbl.is Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auvitða á að gera þetta og það strax,ekki með hraða sem virðist vera á Reykjnesbraut mlli Rvikur og Hafnafjarðar,hefi aldei vitða annann eins tima og fari hefur i þann veg,hlitur að vera heimsmet!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 21.3.2007 kl. 17:44

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sammála þér Eyþór, Það er ótrúlegt að hægt sé að hunsa 25.000 manna undiskriftarlista og þá ráðamenn á Alþingi sem barist hafa fyrir tvöföldun suðurlandsvegar. Fjöldi bíla sem aka þessa leið hefur aukist gríðarlega að undanförnu og ekkert bendir til annars en svo verði áfram. 

Mig langar að benda á athyglisvert blogg sem Grímur Gíslason skrifaði fyrir skömmu um þessi mál, og vona ég að ekki þurfi mörg mannslíf í viðbót til að Sturla og félagar hans á hinu háa Alþingi átti sig á hversu mikilvæg tvöföldunin er fyrir sunnlendinga, Austfirðinga, og alla þá sem aka þurfa þessa leið. 

Ég votta aðstandendum konunnar sem lést í umferðarslysinu alla mína samúð.

Grétar Ómarsson, 21.3.2007 kl. 17:45

3 Smámynd: Ómar Eyþórsson

Auðvitað er löngu orðið tímabært að tvöfalda Suðurlandsveg. Það sem er verst í þessu er að svona skelfileg slys efla umræðuna um stundarsakir og síðan fellur þetta allt saman í gleymskunnar dá, því miður. Vegakerfið og umferðarmenningin hér á landi kostar okkur alltof mörg líf á ári. Votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda innilega samúð mína.

Ómar Eyþórsson, 21.3.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Halldór Borgþórsson

Ég er alveg sammála þér, löngu orðið tímabært að tvöfalda veginn.  Vegurinn ber engann veginn þá umferð sem þegar er orðinn

Ég votta aðstandendum samúð mína.

Halldór Borgþórsson, 21.3.2007 kl. 21:15

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Sorglegt og ég tek undir: fyrir kosningar

Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 21:37

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Auðvitað á að tvöfalda bæði Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Get ekki skilið af hverju vegurinn í Svínahrauni var ekki lagður tvöfaldur. Hitt bara asnaskapur.

Vonandi mun ríkistjórnin taka tilboði Faxaflóahafnar um að fara strax í Sundabraut - strax!

Hallur Magnússon, 21.3.2007 kl. 22:04

7 Smámynd: Ester Júlía

Votta aðstandendum þeirra látnu innilegustu samúð mína.    Löngu löngu tímabært að tvöfalda Suðurlandsveg.  Maðurinn minn lenti í mótorhjólaslysi árið 1986 á næstum sama stað og dauðaslysið var í dag.  Í því slysi rákust saman rúta og tvö mótorhjól    (fjórir strákar) það létust  tveir og hinir ( m.a. maðurinn minn ) stórslösuðust.  

Ester Júlía, 22.3.2007 kl. 00:40

8 identicon

Ég er nú gamall Hvergerðingur og ég man eftir þessu slysi "86 eins og það hafi gerst í gær því þekkti þessa stráka sem dóu.

Votta aðstandendum samúð mína vegna slysins sem varð í dag.

Já það  er alveg ömurlegt ástand á þessum vegi  sértaklega eftir að þeir breyttu honum í 2+1 á köflum með Vírunum á milli (ostaskerunum) því einbreiði vegurinn er svo mjór að það er með ólíkindum að þetta hafi verið samþykkt af þeim sem tóku verkið út á sínum tíma, er það ekki vegagerð ríkisins sem tekur verkin út? Annars hef ég sjaldan hlegið jafn mikið og þegar vegamálastjóri sagði í útvarpsviðtali í rúv um daginn að það væri bara verra að tvöfalda veginn því þá myndaðist bara helmingi meiri hálka á veginum.

 

Glanni (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 01:12

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Votta aðstandendum innilega samúð mína. Sammála ykkur öllum varðandi mikilvægi aðgerða í þessum málaflokki.

Heiða Þórðar, 22.3.2007 kl. 01:25

10 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll og þakka þér fyrir þessa baráttu fyrir tvöföldun þessa vegar. Það er ekki svo að ég aki hann mjög oft. En sonur Hanners Kristmundssonar sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir tvöföldun brautarinnar var uppeldisfélagi minn - og það var mikill missir fyrir þau hjón þegar hann lést - ekki svo löngu eftir að þau fluttu frá Akureyri í Hveragerði. Þessi vegur er okkur íslendingum til skammar - ekkert flóknara en það.

kv,

þorleifur.

Þorleifur Ágústsson, 23.3.2007 kl. 10:46

11 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Sæll og þakka þér fyrir þessa baráttu fyrir tvöföldun þessa vegar. Það er ekki svo að ég aki hann mjög oft. En sonur Hannesar Kristmundssonar sem hefur verið ötull baráttumaður fyrir tvöföldun brautarinnar var uppeldisfélagi minn - og það var mikill missir fyrir þau hjón þegar hann lést á þessari leið - ekki svo löngu eftir að þau fluttu frá Akureyri í Hveragerði. Þessi vegur er okkur íslendingum til skammar - ekkert flóknara en það.

kv,

þorleifur.

Þorleifur Ágústsson, 23.3.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband