Faxaflóahafnir, Sjóvá - Vestur- og Suðurlandsvegur

Úspil hafnarstjórnar um fjármögnun Sundabrautar hefur vakið verðskuldaða athygli og á Björn Ingi Hrafnsson hrós skilið fyrir frumkvæðið. Sjóvá hefur áður boðist til að fjármagna Suðurlandsveg, enda er það mat félagsins að það sé brýnt og þjóðhagslega hagkvæmt forgangsverkefni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur tekið hugmyndunum vel og má því ætla að Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verði báðir settir á flýtimeðferð á næstunni. Þessar tvær slagæðar tengja höfuðborgina við landið.

Verður hönnun þessara þjóðvega boðin út fyrir kosningar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ekki spurning að þetta þarf að vera vandað.

Hönnunarferlið er fyrsta skrefið. Það ber að bjóða út. Hönnun myndi aldrei ljúka fyrir kosningar, en ef það er búið að ganga frá útboði varðandi hönnun á tvíbreiðum vegi er ljóst að ekki verði ráðist í bráðabirgðalausnir í takt við það sem þú varar við.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.3.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband