25.3.2007 | 14:05
300
Nei ég er ekki að tala um bíómyndina, heldur umdeildan afmælisþátt Spaugstofunnar. Það er flestum ljóst að í gær hafa verið brotin lög um þjóðsöng Íslendinga.
Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkisútvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni.
3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:
,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "
Ég ætla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði auglýsingar og viðskipti um álver í Hafnarfirði. Þáttinn er enn hægt að sjá um allan heim hér.
Nú er að sjá hvort að þetta muni eiga sér eftirmála eður ei.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Oft má satt kyrrt liggja.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2007 kl. 14:06
Það er eitthvað búið að breyta þessu núna, ég ætlaði að horfa á þetta því ég missti af þessu í gær en það er búið að stytta þáttinn um helming á vefnum. því kemur aldrei að þjóðsöngnum. En mér finnst þessi þjóðsöngur ekki það heilagur að ekki megi snúa út úr honum.
-gunni
Gunnar Pétur Garðarsson, 25.3.2007 kl. 14:39
sammála þér Eyþór, svona á ekki að fara með þjóðsönginn okkar.
Halli
Hallgrímur Óli Helgason, 25.3.2007 kl. 15:07
Gunni málið er að nú líka að þetta varðar við lög og þau á ekki að taka léttúðlega...
Margrét Elín Arnarsdóttir, 25.3.2007 kl. 15:59
Eg er kanski ekki sammlála ykkur,veggna þess að að þessir menn eru sértsaða þjóðarinnar/Auðvitað er þetta lögbrot/en við verðum að horfa fram hjá þvi i þetta skifti bara ámyning!!!! ekkert annað/Þeir eru óborganlegir!!! Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 25.3.2007 kl. 16:02
...svona á ekki að fara með landið okkar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.3.2007 kl. 17:36
Það er ekki betra að brjóta lög, bara af því einhver annar hefur gert það áður. Í nútímanum er orðið allt of fátt sem borin er virðing fyrir og allar hefðir foknar út í bláinn, því finnst mér skilda okkar að bera virðingu fyrir þjóðsöngum okkar. Vona að þetta hafi verið mjög vanhugsað hjá strákunum og þeir biðjist forláts.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 17:37
Æi... Oft ágætis blogg hér hjá Eyþóri ... en þetta finst mér hallærislegt ... að tengja grín í Spaugstofunni við viðskipti og auglýsingar - hvert er Eyþór að eygja sig með svona innleggi. - Sýnir bara sérlega sára hlið.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.3.2007 kl. 18:10
Ég er 100% sammála þér Eyþór, svona á allsekki að fara með þjóðsöng íslendinga, lanndinn hefur nú sett fram hvartanir erlendis ef ekki hefur verið farið rétt með hann, meyra að segja á íþróttamótum erlendis, og það þykir mér líka gott að sé gert.
Sigfús Sigurþórsson., 25.3.2007 kl. 18:47
Sæll Helgi Jóhann, takk fyrir athugasemdina.
Ég veit ekki hvort að þú sást þáttinn, en þar var snúið út úr þjóðsöngi Íslendinga svo um munar. Kannski finnst þér það allt í lagi, en lögin frá 1983 eru skýr: "Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð."
- hvað var gert? Svar: Þetta var þverbrotið
Svo er það hitt sem líka er bannað:
"Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "
Það er ekki víst að þú hafir veitt því eftirtekt, en framundan eru kosningar um álver í Hafnarfirði. Þessar kosningar eru í brennidepli og varða milljarðaviðskipti. Ef þetta er í lagi, þá er ekkert að marka þessi ágætu lagasetningu um lagið og textann.
En setjum sem svo að þetta væri löglegt:
Finnst þér við hæfi að nota þjóðsönginn í þessa baráttu?
Finnst þér við hæfi að Ríkisútvarpið ohf. sem er í eigu íslenska ríkisins skuli standa að þessu?
Kannski eigum við ekki að hafa áhyggjur af graffíti á veggjum, misnotkun á þjóðsöngnum eða þjóðfána.
Kannski er það bara gamaldags að vera að spá í þetta.
En eigum við þá ekki að breyta lögunum (sem eru ekki gömul) - var það ekki gert með vændið á "nó tæm"?
Eyþór Laxdal Arnalds, 25.3.2007 kl. 18:47
Mér finnst alltaf jafn skrýtið þegar að lög eru brotin að fólk fer að telja upp sérstöðu brotamannsins og jafnvel réttlæta dómgreindarskortinn. Ég þarf samt að fara láta kíkja á mig því að mér fannst þátturinn svo leiðinlegur og sá alversti af hinum 299. En er ekki komið gott af Spaugstofunni í bili. Það hlýtur að vera hægt að finna sér vinnu annarsstaðar og jafnvel við eitthvað annað.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:36
Mér þykir þeir nú skemmtilegir og allt það, en svona gera menn ekki. Punkturinn um auglýsingahliðina á þessu finnst mér aðalatriðið.
Leiðinleg þessi vinstri slagsíða á þeim. Þeir hljóta að hafa einhver skotfæri á stjórnarandstöðuna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 20:44
Sæl frænka - gaman væri að heyra hvernig þú manst aðdragandann.
Hér er saga lags, ljóðs og laga:
http://is.wikipedia.org/wiki/Lofs%C3%B6ngur
og svo er þetta að finna hér:
http://eng.forsaetisraduneyti.is/state-symbols/icelandic-national-anthem/history
og hér...
http://www.forseti.is/Forsida/Fanimerkithjodsongur/Islenskithjodsongurinn/Logumthjodsonginn/
Ef ég man rétt voru talsverðar umræður um hvort festa ætti "Lofsönginn" í sessi sem lögformlegan þjóðsöng Íslendinga. Var ekki umræða um að taka upp nýjan og "sönghæfari" sterk?
Það varð þó niðurstaðan. Þetta eru lögin, þótt sumum þyki 2ja ára fangelsi í strangara lagi.
Sambærileg lög eru þó víðar.
Eyþór Laxdal Arnalds, 25.3.2007 kl. 20:49
voru ekki lög líka brotinn þegar hann var spilaður á ofur hraða í Þýskalandi?
Hlöðver Ingi Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 21:37
Eitthvað verður nú að vera ósnertanleg "heilagt" ekki satt hefði viljað heyra eitthvert annað lag við þennan texta
Gylfi Björgvinsson, 25.3.2007 kl. 22:45
"Okkar á milli í hita og þunga lagsins"
Smá hugleiðing um þjóðsönginn eða frekar um lög hann varðandi.
http://kjarvald.blog.is/blog/kjarvald/entry/157427/
Kjartan Valdemarsson, 25.3.2007 kl. 23:12
Ég sá þetta ekki en mér sýnist á öllu að Spaugstofan hafi notað þjóðsönginn til að sverta álverið og stóriðjustefnuna. Ég get ekki ímyndað mér neitt fallegra en að nota þjóðsönginn okkar, eða fánann, til að reyna að bjarga landinu.
Villi Asgeirsson, 26.3.2007 kl. 02:22
Kjánalög.
Hvet tónlistarmenn til að spila sem flestar útgáfur a la Jimi Hendrix. Það er alls ekkert óvirðing við landið að spila einhverjar útgáfur af þjóðsöngnum, við búum nú ekki í einhverju herveldi með gæsagangi í bakgrunni.
Minnir mig á einhverja lagasetningu sem bannar fólki að rúlla tunnu niður brekku.
Kaninn hefur lengi verið að berjast í að fá það í lög að refsa fólki fyrir að brenna fánann. Þó ég mæli ekkert frekar með því að brenna fána nema ærin ástæða sé til vegna skoðana eða þ.h. þá er nú óhæft að þjóðfélag fari út í afturför sem lýsir sér í tilbeiðslu á fánum, heilagleika á söngvum og útskornum tréguðum.
Ólafur Þórðarson, 26.3.2007 kl. 03:13
Þetta er akkúrat það sem þjóðin þarf að fara að velta sér uppúr nú þegar styttist í kosningar og sér maður hvern stjórmálamanninn sjá tilefni til að skrifa um spaugstofuþátt laugardagsins. Kannski er rétt að refsa þeim hjá Spaugstofunni fyrir þetta og dæma á meðan forstjórar olíufélaganna ganga lausir. Ég vona bara að formkröfur ákæru á Spaugstofuna verði ekki uppfylltar svo þeir sleppi með skrekkinn líka. Væri bara tær snilld enda tel ég engann hafa borið skaða af uppátækinu og sjáfur hafði ég gaman af.
Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:19
Er þetta ekki bara skólabókardæmi um það sem er kallað 'civil disobedience'? Þó það sé vissulega hægt að segja að maður eigi alltaf að virða þau lög lands sem eru í gildi, þá er hægt að færa jafn sterk rök fyrir því sem um ræðir ef lögin eru óréttlát og/eða enginn skaði hlýst af.
Spurning hvort þetta nái að flokkast undir málfrelsisskerðingu? Ég sé að minnsta kosti ekki mun á þessu og 'guðlasti' þeirra fyrir 10-12 árum.
Sveitavargur, 26.3.2007 kl. 09:34
Ég missti af þessum þætti og hef greinilega misst af miklu. En er þetta ekki óþarfa viðkvæmni ? Lög eru lög, rétt er það. Og þjóðsöngurinn er sennlega eina lagið sem til eru sérstök lög um. Æ ég veit það ekki. Mér finnst þessi þjóðsöngur ekki það merkilegur að ekki megi grínast aðeins með hann. Það er varla hægt að syngja þetta fyrir venjulegan mann. Mér finnst miklu alvarlega þegar verið er að misþyrma landinu okkar. En lög eru lög og lag er lag.
Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð!
Vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá.,
Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá
Jakob Smári Magnússon, 26.3.2007 kl. 09:59
Hm.. að það skuli vera brot á lögum að leika sér með þjóðsönginn svolítið, er grátlegt. Það á að breyta lögunum, svo einfalt er það. Mér finnst þetta helber hégómi og þjóðarrembingur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 10:36
Voðalega tekur fólk þetta hátíðlega og frekar sérstakt að umræður um siðferði og lögbrot í tenglum við íslenska þjóðsönginn skuli eiga sér stað á þessari síðu. Þar fyrir utan var textinn djöfulli góður og margt gott sem þar kom fram. Raunar það eina broslega í öllum þættinum.
Svo spyr síðueigandi á einum stað:
"Finnst þér við hæfi að Ríkisútvarpið ohf. sem er í eigu íslenska ríkisins skuli standa að þessu?"
Eyþór, erum við að tala fyrir endurvakningu útvarpsráðs og ritskoðun stjórnmálaflokka?
Ágúst Bogason, 26.3.2007 kl. 10:42
Það verður ekki annað sagt, en þessi spaugstofuþjóðsöngsumræða, angi af hefðbundinni, inngróinni íhaldshræsni. Ég ráðlegg "hinum hneyksluðu" að taka frekar þátttöku Íslands í Íraksstríðinu til umræðu í lagalega samhengi.
Jóhannes Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 12:29
Brot eða ekki brot. Eftirmáli eða ekki eftirmáli. Skandall eða ekki skandall. Heilagt eða ekki heilagt. Við hæfi eða ekki, þetta var drepfyndið atriði.
Minni líka á að t.d. Þjóðsöngvar Bandaríkjanna og Bretlands, og án efa þjóðsöngvar annara landa hafa verið ýmist spilaðir á annan hátt en upphaflega var gert ráð fyrir.
God save the queen einhver?
Svo finnst mér að ef það eigi að vera svona heilagt að spila þjóðsönginn í upphaflegri útgáfu þá verðum við að kæra hvern einasta mótshaldara í sundi, frjálsum, handbolta, blaki, Ólympíuleikum og hreinlega allsstaðar þar sem Íslendingar hafa keppt í íþróttum síðustu 50 árin eða svo.
Þar hefur þjóðsöngur okkar verið spilaður í röngum tóntegundum, of hratt og verið styttur niður í "Ísland þúsund ár" - búið. Að ekki sé minnst á það sem að oifan hefur verið talið upp.
Útlenskar sinfóníur hafa ýmist ekki þindarkraft, nennu eða tíma til að spila þetta lag svo vel fari.
B Ewing, 26.3.2007 kl. 12:29
Upprunaleg útgáfa er fjórrödduð. Því er klárlega ólöglegt að flytja hann sem einsöng.
Elías Halldór Ágústsson, 26.3.2007 kl. 13:22
Er hér ekki verið að kasta steini úr glerhúsi?
Sigfús Þ. Sigmundsson, 26.3.2007 kl. 15:54
Sammála Sigfús, þetta er grjót úr glerhúsi.
Ibba Sig., 26.3.2007 kl. 16:35
Forvitnilegt ef Spaugarar hefðu mælt fyrir Álverinu - hver hefðu vidbrögðin orðið þá?
Ólafur Als, 26.3.2007 kl. 17:41
Það er alveg ótrúlegt að menn skuli vera fara á límingunum yfir þessari snildar list sem Spaugstofumenn fluttu þjóðinni á laugardagskvöldið síðasta.
Eyþór, þú ættir að vita það sem listamaður að þetta var bara tær list. Ein flottasta útsending á þjóðsöngnum, ever.
Svo verða menn að átta sig á um hvað er verið að syngja í hinum eiginlega þjóðsöng okkar íslendinga. Er verið að syngja um Ísland eða er verið að syngja um Guð?
Þetta er sálmur og það er verið að syngja um Guð. Orðið Ísland kemur tvisvar fyrir í fyrsta versi. Tvisvar fyrir í öðru versi og það er ekki fyrr en í þriðja og síðasta versinu sem farið að fjalla um þjóðina og þá í næst síðustu setningunni.
Það er ekki verið að lofsyngja landið okkar í þessum þjóðsöng heldur Guð og ekki hvaða guð sem er heldur guð kristinna manna. Hvers eiga allir hinir íslendingarnir að gjalda sem eru ekki kristnir?
Boðskapur Spaugstofunnar var skýr og hitti beint í mark og sérstaklega með valinu á laginu við textan.
Spurningin sem sat eftir í huga mér eftir að hafa heyrt þetta var þessi:
Hvers er Ísland?
Dante, 26.3.2007 kl. 21:34
þjóðsöngurinn okkar er flottur en það er nú margt bannað lögum samkvæmt. til dæmis er bannað með lögum að stofna heimili án þess að eiga mjólkandi kýr...
Bjarni Harðarson, 26.3.2007 kl. 22:52
Ég vil vekja athygli á því að þjóðsöngsversjónin sem allir þekkja og er flutt af sinfóníuhljómsveit í lok dagsrár Sjónvarpsins um helgar er EKKI upprunaleg gerð þjóðsöngsins. Upprunalega gerð lagsins var fyrir kór. Þessi lagagrein um þjóðsönginn er svo þröng og út í hött að það er óhjákvæmilegt að hún séu brotin ef flytja á lagið á annað borð. Það er t.d. strangt til tekið ólöglegt að flytja þjóðsönginn sem einsöngslag eins og þegar hefur verið bent á hér á athugasemdunum. Svo er þetta alveg ómögulegur þjóðsöngur, bæði lag og texti og ætti að leggja hann af sem fyrst. Þjóðir hafa oft skpt um þjóðsöng. Héðan í frá getur enginn tekið þennan þjóðsöngstexta alvarlega, þökk sé Spaugstofunni. Þjóðsöngshugtakið sjálft er reyndar bara tímaskekkja og bölvuð vitleysa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 27.3.2007 kl. 17:38
Mæli með þessum nýjum lögum sem fyrst:
,Alþingismenn skal ekki kynna eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu mannlegu gerð. Ekki er heimilt að nota alþingismenn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "
Þá vonandi myndum við losna við þessar stjúpid egó auglýsingar úr stjórnmálunum, gagnlegri væru nú svona lög en lögin um lagið.
Ólafur Þórðarson, 27.3.2007 kl. 23:14
Úps, glemdi einu: Gekk yfir á rauðu ljósi um daginn.
Bestu kveðjur
Veffari.
Ólafur Þórðarson, 27.3.2007 kl. 23:15
Þessi lög voru sett eftir að Hrafn Gunnlaugsson og Guðmundur Ingólfsson voru, að mati meirihluta alþingis og þannig obba þjóðarinnar, búnir að misþyrma þjóðsöngnum með því að útsetja hann í djassstíl. Lög 1983/7 áttu að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig. Þessi lög eru því orðin 24 ára gömul og farin að rykfalla. Allir búnir að gleyma og Árni Johnsen í fjölmörg skipti búinn að raula þjóðsönginn í sinni útsetningu. Umræða síðustu daga sýnir að þjóðin virðist umburðalyndari nú í garð þjóðsöngsins en þegar bíómyndin Okkar á milli var í bíóhúsum landsmanna.
Bestu kveðjur í Sandvíkurhreppinn Eyþór!
Lýður Pálsson, 28.3.2007 kl. 08:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.