Krónikan um Krónikuna - sagan öll

Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur keypt Krónikuna og mun leggja hana niður. Að sögn kunnugra var verulegt tap eða 2 milljónir á hverju eintaki. Níu blaðamenn munu ganga til liðs við DV, en fyrir eru 12. Talsvert. Ekkert hefur breyst síðan síðast utan að salan hafi verið enn slakari en talið var. Sennilega hefur kaldur veruleikinn breytt afstöðu utgefandanna sem nú ákváðu að ganga alla leid. Samkeppni við netið og fríblöð veldur hér miklu. Sjö bloð komu út og nú er Kronikan öll.

Nú er spurningin hvaða áhrif kaupin hafa á DV?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Hvaða áhrif? 21 blaðamenn í stað 12?

Krónikkan er byggð á ágætri hugmynd, en var gefin út hraðar en menn höfðu tíma í til að skrifa almennilegar greinar. Gæði hafa nefnilega ekki með hraðtímann að gera nema að þau slakast eftir því sem tíminn verður of lítill eða mikill.

Svo varhún líka of "commercial" til að geta flokkast undir menningarlega þenkjandi blað á borð við sum frá New York eða London.

Samt keypti ég hana, síðast fyrir um 3 vikum. Það hefur ekki dugað. En innihaldið þótti mér frekar skylt við dægurblaður.

Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 17:41

2 Smámynd: Brynjólfur Þór Guðmundsson

Tólf blaðamenn? Hvað er þá allt hitt fólkið sem ég sé fyrir framan mig á hverjum degi?

 Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttastjóri DV og áskrifandi að Krónikunni.

Brynjólfur Þór Guðmundsson, 29.3.2007 kl. 19:05

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hvað verður um lausnina á krossgátunni sem átti að koma í næsta tölublaði - ég bara spyr !!!!

Þorsteinn Sverrisson, 29.3.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Þórir Óskar Guðmundsson

er það ekki hver útgáfa he he

Þórir Óskar Guðmundsson, 30.3.2007 kl. 00:26

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ótrúlegt að Kronikan skuli hafa lagt upp laupana.  Þeir fóru af stað með hástemmdar yfirlýsingar og fyrirkomulag og svo bara búmm, attbú.  Ekki langur líftími blaðsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband