88

Einhver sögulegasta íbúakosning á Íslandi endaði með 88 atkvæða mun. Hársbreidd. Mikil kjörsókn styrkir niðurstöðuna, þótt mjótt hafi verið á munum. Niðurstaðan verður vonandi til þess að meiri sátt verði um stóriðju og virkjanir, en það er táknrænt að Fjarðarál hafi verið opnað í dag - sama dag og Straumsvíkurstækkun er felld með aðeins 88 atkvæðamun í Hafnarfirði. Klofningur sá sem við höfum séð undanfarið er ekki af hinu góða. Endurnýjanlega orkan á Íslandi er stórkostleg og vonandi verðum við samstíga með næstu skref.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sorgleg niðurstaða en henni ber að una.  Tel að einhverjir eftirmálar eigi eftir að verða vegna þessa máls. Gj-rsamlega klofið bæjarfélag.  Það er ljóst að tískufyrirbrigðið "að vera á móti" hafði úrslitaáhrif.  Hræðsluáróður umhverfissamtaka vó þungt og var kosninarbaráttan hörð og óvægin.  Hafnarfjörður er skilinn eftir í sárum.  Íbúalýðræðið virkaði, ekki satt??

Það er á hreinu að við Suðrnesjamenn tökum hlýlega á móti Alcan.  Í Helguvík bíða menn eftir að geta hafist handa og í Reykjanesbæ er bæjarstjórn sem þorir að taka ávkarðanir um mál, enda kusum við hana til þess.

Eins manns dauði er annars manns brauð.

Samúðarkveðjur til Hafnfirðinga.

Örvar Þór Kristjánsson, 31.3.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll bara kvitta fyrir heimsóknina. Já, 88. verður söguleg tala!

Sveinn Hjörtur , 1.4.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við eigum að fara okkur hægt i þessi Alver !!!!ekkert lyggurá/Er það ekki það sem Davið sagði skera niður svona framkvæmdir/og lækka Verðbolguna,minka þennslun þá að kosti atvinuleisi um sinn,og minkandi framleiðslu um sinn,eg helda að þetta seu orð i tim atöluð!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 1.4.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Mig langar líka að vita hver verður næsti meirihluti í Hafnarfirði, varla verður það Samfylkingin,  Samfylkingin og Gissur komu allri ábyrgð af sér og yfir á íbúana. Lögfræðingur fengi hól fyrir að geta gert það án þess að neinum finnist neitt að því.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 02:51

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahaha, sorry, að sjálfsögðu á ég við Lúðvík, ekki Gissur, nema þá Gissurarson.

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 03:15

6 identicon

Hvernig á að jafna viðskiptahallann nema með auknum útflutningi? Kannski að gera eitthvað annað?

Glanni (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 03:29

7 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju hafnfirðingar! Þatta er upphafið á endalokum stóriðjustefnu Sjálfstæðisflokksins sem verður sendur í langt og verðskuldað frí (á eftirlaunum) þann 12. maí þegar Vinstri græn taka við með bætta hagstjórn á öllum sviðum. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 09:47

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Vil einnig lýsa yfir ánægju minni yfir þessari niðurstöðu. Meirihlutinn sýndi af sér mikið þor og áræði að hafna stækkun álbræðslunnar sem hefði verið mikill þrándur í götu eðlilegrar byggðaþróunarí Hafnarfirði.

Til lukku Hafnfirðingar!

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 1.4.2007 kl. 11:42

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Vonandi verður þessi niðurstaða til að greiða fyrir áformum um álver í Helguvík og við Húsavik.

Mjúk lending í efnahagsmálum næst ekki með því að klippa algjörlega á stórframkvæmdir.

En er þessi niðurstaða endanleg? Ingibjörg Samfylkingarformaður sagði að ekki ætti að taka mark á henni ef stækkunin yrði samþykkt. Hún sýndi það einnig í flugvallarmálinu að hún gefur ekki mikið fyrir íbúakosningar. Gæti þá ekki það sama gerst á hinn veginn? Stjórnmálafl sem vill leyfa stækkun óháð niðurstöðu íbúakosningar.

Finnur Hrafn Jónsson, 1.4.2007 kl. 12:47

10 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Það eru í raun 45 einstaklingum sem munar. Þetta er flöt niðurstaða. Núna verða leiðtogar að skera úr um hvað skal gera. Hvort sem menn vilja álver eða ekki í Hafnarfirði þá verða menn að koma með stefnu og taka ákvarðanir. Það er ekki hægt að segja við fólk núna við þurfum að tala um hlutina. Endalaust tal banar ákvörðunum. (Tal í bana). Nú verða menn að koma með skoðun og framkvæma nóg komið af talíbönum..

Svanur Guðmundsson, 1.4.2007 kl. 14:27

11 Smámynd: Hlynur Hallsson

Svanur hittir sjálfan sig í fótinn með þessari "lýðræðistúlkun" sinni og " tal í bana" tali. Ekki vera tapsár.) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.4.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband