2.4.2007 | 23:41
Tilraunin mikla
Mér fannst Mogginn oft vera hlutdrægur og draga taum vesturlanda á kostnað stjórnvalda í austri. Mér fannst eins og þetta hlyti að vera orðum aukið, ýkt og fært í stílinn. Þangað til ég fór þangað sjálfur; austur fyrir Járntjald. Ég var það heppinn að sjá austantjaldslöndin eigin augum fyrir fall Sovétríkjanna, þá rétt tvítugur. Það er erfitt að gleyma nöturlegu ástandinu í austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu þar sem vöruúrval var ekkert og harðræði var beitt vegna minnstu yfirsjóna. Ég sá leitað á fólki í lestunum, var boðið að hringja til Íslands á geðsjúkrahúsi og sá mat stolið í verslunum af ósköp venjulegu, vel menntuðu fólki. Mér finnst stundum eins og fólk sé búið að gleyma þeirri dýrkeyptu tilraun sem heimskommúnisminn var. Það eru aðeins rétt 16 ár síðan Múrinn féll. Ný kynslóð er að vaxa úr grasi sem þekkir ekki kommúnismann í Evrópu. Þegar ég kom frá Prag fannst mér allt breytt. Mogginn fannst mér frekar vinstri sinnaður og Time lofsöng Gorbasjev - það átti ég erfitt með að skilja. Enn eru menn að vonast eftir sósíalísku Íslandi. Höfum við ekkert lært?
Kannski höfum við það aðeins of gott?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 860780
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Ég er nú einn þeirra sem sjá gott þjóðfélag sem hæfilega blöndu af ríkisrekstri og einkafyrirtækjum, hvort sem við ræðum einkarekstur eða klíkurekstur. Þetta hefur gefist best eins og sýnir sig í þeim löndum sem notast við þessa hugmynd.
Svo eru vandamál Sovét fyrrum mun flóknari en BARA kommúnisminn. Við skulum athuga ýmsa aðra þætti, s.s. að örbirgð í Austur Evrópu sem var jú ástæða byltingarinnar 1917 til að byrja með. Sovétríkin voru t.a.m. líka einangruð og takmörkuð viðskipti við þau, á meðan vesturveldin höfðu fjölbreytt samstarf sín á milli. Kommunismi Sovét virkaði ekki, en það gerr Kapítalismi BNA heldur ekki og þarf ekki að lesa sig mikið til um í Amerískum fræðiritum til að skilja það. Frétaflutningur og fjölmiðlar í molum, algert total failure, það sem ég hef séð sl. 23 ár. Íslendingar í USA taka heldur ekki í mál að umgangast lægstu stéttina, en það hef ég nú gert og hef séð töluvert mikla fátækt í USA og lít ekkert á kapítalismann hér sem neina fyrirmynd fyrir Íslendinga.
Óþarfi líka að láta sér detta í hug að gallar BNA kerfisins séu stjórnvöldum sem slíkum að kenna, heldur er málið hvernig fyrirtækin og gjörspilltir eigendur þeirra hafa tekið yfir stjórn landsins. A la Corporatism, orð sem Ítali einn fann upp ca 1925 plús mínus og notaði sem titil á einni af aðal ræðum sínum. http://en.wikipedia.org/wiki/Corporatism
Þetta tal um að vinstri menn á Íslandi er auðvitað bara rispuð plata; ódýr kosningaáróður og fyrirsláttur. Það er alltaf sama sagan, kommagrýla dregin upp úr pokahorninu ó Sovét sé löngum dauð og ástandið í Rússlandi fyrir neðan allar hellur eftir að kerfið fór úr sovét kommúnisma yfir í helkaldann kapítalisma. Nú hefur frjálsamarkaðstilraunin staðið yfir í 16 ár og Rússar vilja spóla til baka, skoðanakannanir sýna að stór hluti vill heldur úrelta Sovét kerfið -ekki að ég gefi mikið fyrir slíka draumóra.
En að halda fram að VG séu sovét-eitthvað eru einfaldlega ekki rök fyrir fólk á þessari plánetu. Einræðisherrakerfið sem Sovétkerfið breyttist í innan fára ára hefur ekkert með pólitík á Íslandi að gera, sorrý Stína, hvað með Kína? Af hverju er kommúnisminn þar svo góður að við eigum stórt okkar undir þeim? Af hverju er svona frábært að gera business í Kína, sem er Kommúnisminn uppmálaður?
Þannig að þetta hefur kannski ekki svo mikið með vinstri eða hægri neitt að gera, afsakið, nú er ég búinn að flækja kosningabrelluna. Gúd lökk.
Ólafur Þórðarson, 3.4.2007 kl. 04:09
Úhhh... á að nota Rússagrýluna núna? Er svona mikil örvænting hjá íhaldinu Eyþór? Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 3.4.2007 kl. 08:11
Platan verður ALDREI of oft spiluð, fremur en ýmsar aðrar góðar plötur. Má ég svo biðja um aðra "fréttaskýrendur" en veffara, takk fyrir. Ótrúlegt þekkingarleysi hlýtur að valda því að maðurinn áttar sig ekki á því að kapítalismi getur viðgengist víðar en í lýðræðisríkjum. Framan í fulltrúa forsjárhyggjunnar ætti maður sem oftast að veifa Rússagrýlunni, það espir þá og fær þá STUNDUM til þess að sýna sitt pólitíska upplag. En þá þarf maður að vera með þeim SUMUM í einrúmi, en ekki hér á opinberum vettvangi.
Ólafur Als, 3.4.2007 kl. 08:43
Aðgát skal höfð í nærveru sálar, manni getur nú sárnað. Varðandi fréttaskýrandakommentið, þá er betra að roka rök en blammeringar. "Ótrúlegt þekkingarleysi hlýtur að valda því að maðurinn áttar sig ekki á því að kapítalismi getur viðgengist víðar en í lýðræðisríkjum."
Ekki verra að lesa það sem fólk skrifar en að nota fyrirfram bakaða frasa, því hvergi kemur fram að undirritaður átti sig ekki á því að kapítalismi viðgangist víðar en í lýðræðisríkjum. Þvert á móti.
Þér er fyllilega eðlilegt að finna betri fréttaskýrendur og þeir eru vafalaust til enda ég ekki fréttaskýrandi heldur bara venjulegur bjálfi með skoðanir. En það ber merki um þroska að geta svarað fólki án þess að stimpla það á ennið. T.d. "fulltrúa forsjárhyggjunnar," það er víðtækt viðfangsefni og alls ekki með þann eina flöt sem þú sjálfsagt ákveður að horfa á, þ.e. grýluna sem þú segist dást að og er svoldið akkeri hjá XD sem ég kaus reyndar hér á árum áður. Forsjárhyggjan er nefnilega greinileg á alla vanga, vinstri hægri upp og niður. Líttu t.d. í spegil minn kæri.
Ólafur Þórðarson, 6.4.2007 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.