Kolviður mætir

Gott framtak að stofna kolefnisjöfnunarsjóðinn Kolvið. Nú geta allir Íslendingar lagt sitt af mörkum til að jafna kolefnisáhrif sín með því að efla skógrækt til jafnvægis við kolefnislosun.

Vefsíða Kolviðs opnar eftir mánuð, en Kaupþing er þegar farið af stað og búið að "kolefnisjafna" sig. Guðfinna Bjarnadóttir er formaður stjórnar og er sagt að upphaflegu hugmyndina sé að rekja til tónleika Fræbblanna árið 2003 í samvinnu við Landvernd og Skógræktarfélag Ísland. Góðir fræbblar.

Þetta framtak er dæmi um hvað hægt er að gera jákvætt með því að virkja frumkvæði einstaklinga, stofnanna og fyrirtækja. Í stað þess að einblína á ráðstefnur um gróðurhúsaáhrifin er strax unnt að virkja áhuga fólks til góðra verka. Skattar eru ekki eina lausnin þegar kemur að því að móta hegðun fólks. Þessi leið er til fyrirmyndar og á eftir að vekja athygli víða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband