Gróa á Húsavík

Ég hef enga trú á þessum heimildum Skúla Thoroddsen, enda sanna nýleg dæmi að ekki er verið að hygla ákveðnum kaupendum. Þó ég myndi treysta Kjartani Gunnarssyni vel til verka í starfi hjá Landsvirkjun sem öðru, hef ég enga trú á þessari sögu. Þó er ég tiltölulega auðtrúa að eðlisfari.

Í gær var seldur hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Selt var hæstbjóðanda í opnu og gagnsæju ferli þar sem bjóðendur og ráðgjafar voru viðstaddir. Verulegt yfirverð var greitt fyrir hlutinn. Þessi gjörningur stangast 100% á við kenningar Skúla.

Svona yfirlýsingar án rökstuðnings eru ekkert annað en dylgjur sem ekki eru boðlegar framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, hvort sem er 12 dögum fyrir kjördag eða á öðrum tímum.


mbl.is Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Til að auðvelda söluna ætlar Landsvirkjun á næstunni að gera upp reikninga sína í dollurum, hér dugar ekki ónýtur gjaldmiðill eins og íslenska krónan" Hvaða rugl er þetta í manninum? er hann alveg genginn yfir um. Landsvirkjun gæti verið einkavædd í hlutum svona eftir 10 ár. Ég er ekki viss um að það sé pólitískur vilji til þess nema hjá okkur í SUS. 

Þessi ummæli Skúla eru greinilega af pólitískum toga. Hann er að reyna að hræða landsmenn svona rétt fyrir kosningar.

Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 19:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ha, ha ég hélt að þú værir að tala um Gróu gömlu á Hóli .. heima á Húsavík.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2007 kl. 19:45

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Geir lýsti því yfir fyrir 1-2 árum að einkavæðing (les sala til einkavinahóps) LV væri á dagskrá. Er þetta eitthvað nýtt? Skil annars ekki umræðuna nema verð á rafmagni sé hátt til almennings, en það er það greinilega ekki.

Svo varðandi gjaldmiðilinn, þá má minna á hótanir Björgólfs um að flytja starfsemina úr landi ef þeir fá ekki að nota EU í stað krónunnar...

Varla er mann að dreyma svona fréttir? Þessi þankagangur er alveg fyrir hendi.

Ólafur Þórðarson, 1.5.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Og við eigum að leyfa fyrirtækjum að gera upp í öllum þeim myntum sem þeir svo framarlega vilja. Evrum, Dollurum, Yenum eða Tyrkneskum Lýrum. Svo framarlega að þeir telji fram hér á landi. Það myndi reyndar af stöðugleika áhrif á efnahaginn ef fjármálafyrirtækinn myndu hætta að nota krónur. Krónan myndi reyndar falla í verði lítillega en það yrði af hinu góða fyrir útflutningsgreinar og ferðaþjónustu í landinu. 

Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Spurning hvort valdið sé ekki að fjarlægjast atkvæðin og nálgast dollarann?

Ólafur Þórðarson, 1.5.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband