3.5.2007 | 23:14
Flokkur óákveðinna
Kannski á Samfylkingin talsvert inni hjá "óákveðnum" kjósendum. Að minnsta kosti er hún oft á tíðum ansi óákveðinn stjórnmálaflokkur. Ég á þó frekar von á að óákveðnir kjósendur velji ákveðinn flokk á endanum, þó einhverjir skili alltaf auðu.
Samfylkingin er opin í báða enda og hefur reynt að mynda sér stöðu á miðjunni. Það hefur ekki tekist sem skyldi. VG eru með skýra stefnu í flestum málum, en Samfylkingin reynir að hafa "alla góða". Nýlegt dæmi er atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði, en þar vildu Samfylkingarmenn í bæjarstjórn ekki hafa skoðun á stærsta ákvörðunarmálinu. Atkvæðagreiðslan minnir um margt á íbúakosningu um flugvöll í Vatnsmýri sem gerð var undir stjórn R-listans og Ingibjargar Sólrúnar. Ekki var farið eftir niðurstöðum þeirrar kosningar var hunsuð. Í báðum tilfellum var mjótt á mununum og fróðlegt verður að sjá hvernig framhaldið verður hjá Alcan. Það að taka ekki afstöðu tryggir ekki stöðu á miðjunni.
Stjórnmál snúast um að stjórna, leiða og taka af skarið. Leiðtogar eiga ekki að láta skoðanakannanir stjórna sér eða að minnsta kosti að hafa skoðun.
Eitt stærsta framfaraskref íslenskra stjórnmála er EES samningurinn sem tryggir stöðu Íslands á stærsta markaðssvæði okkar; Evrópu. Þá sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi. Hún sat hjá og tók ekki afstöðu.
Nú síðast var Ingibjörg Sólrún spurð hvernig hún hyggðist fjármagna aukin útgjöld sem boðuð eru af hálfu Samfylkingarinnar. Svarið var: Með hagvextinum. Nú er það svo að hagvöxtur verður ekki úr engu. Hagvöxtur er heldur ekki eingöngu framleiðniaukning, heldur heildar vöxtur hagkerfisins eins og hann er mældur hverju sinni. Fjölgun á Íslandi getur framkallað hagvöxt, en sá hagvöxtur þarf ekki að skila auknum afgangi í ríkiskassann. Fleira spilar inní. Ingibjörg gefur sér viðbótarhagvöxt sem ekki felur í sér auknar álögur vegna menntamála, heilbrigðismála eða annara útgjaldaliða ríkissjóðs.
Hvaðan á þessi hagvaxtarauki að koma?
Því er ósvarað, en hjásetan skilar okkur skammt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2007 kl. 08:55 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Eyþór, það fer í Íhaldið að Samfylkingin hefur verið að vaxa jafnt og þétt í þessari kosningabaráttu, þrátt fyrir útröluraddir margra. Nú verður flokkslínan að hefja aftur árásir á Samfylkinguna eins og gert var í upphafi. Þú veist vel að Samfylkingin er með vel útfærða stefnu í öllum málaflokkum. Samfylkingin er ekki já/nei flokkur sem sér hlutina svart/hvíta, þess vegna hefur þurft tíma til að kynna stefnumálin - það er að skila sér eins og þú finnur.
Það er margt hægt að gera annað en að bræða ál sem skapar okkur velmegun og hagvöxt (ekki það að ég sé á móti slíkri starfsemi), við erum búin að setja nógu mörg egg í þá körfu, þurfum að byggja undir smáfyrirtæki og sprotafyrirtæki, ég hvet þig til að kynna þér stefnu Samfylkingarinnar og þú getur byrjað á að lesa tillögur Samfylkingarinnar á Sprotaþingi sem féllu nú vel í jarðveg þeirra sem eru að byggja upp ný fyrirtæki og standa að nýsköpun. Þú getur byrjað þinn lestur hér.
Eggert Hjelm Herbertsson, 3.5.2007 kl. 23:30
Veit lítið um þessa „óákveðnu“ kjósendur. Þykist samt sjá að kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru fyrirsjáanlegri en kjósendur Samfylkingar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði um niðurstöðurnar í Kraganum var að nú myndu örugglega nánast öll blogg Sjálfstæðismanna fjalla um Samfylkinguna - Mér sýnist það vera að ganga eftir. Nokkuð gaman að spá í þetta, sérstaklega þegar maður hefur þá stöðu að vera frjáls og óháður
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:34
Reynslan/Sagan segir að óákveðnir kjósendur skila sér ekki eða illa til Sjálfstæðisflokksins. Þeir eru strax komnir í hús kjósendur þess flokks í fyrstu könnunum. Frekar að raunfylgið sé minna en fram kemur í skoðana könnunum. Þetta segir sagan. Ég segi ekki meir.
En mér sýnist stjórnin falla. Enda bendir hnútukastið í Forsetann til þess að ritstjórar Moggans séu að gera klárt fyrir hasar eftir kosningar. Það skyldi þó aldrei fara svo, að Ólafur Ragnar þurfi að taka upp símann og skamma ritstjórann, einsog Kristján Eldjárn gerði víst einhvern tíma!
Auðun Gíslason, 4.5.2007 kl. 00:40
Var þetta ekki annars það sama og Steingrímur var að segja í Kastljósinu í gær?
Velferðapakki upp á 30 miljarða og hann ætlar að fjármagna hann með hagvextinum.
Senda þetta fólk á námskeið í hagfræði eða eithvað. Þetta er allavega ekki alveg að ganga upp í mínum augum.
Hjalti G. Hjartarson, 4.5.2007 kl. 11:30
Nú virðist sem íhaldið sé farið að óttast Samfylkinguna á nýjan leik eftir að hún hefur farið að sækja í sig veðrið rétt fyrir kosningar.
Ekki gleyma því að EES samningurinn varð fyrst og fremst til fyrir tilstuðlan og framtíðarsýn Alþýðuflokksins sem kom honum í gegn með aðstoð D-lista. Hingað til hefur D-listi ekki svo glatt viljað bendla sig afrek ríkisstjórnarinnar milli 1991-95.
Það er vissulega freistandi fyrir D-lista að stjórna 4 ár í viðbót með B-listann í rassvasanum, held hins vegar að best fyrir þjóðina væri að S og D myndu koma sér saman um stjórnartaumanna. Held að þjóðin myndi gjarnan vilja fá frið í nokkur ár frá Framsóknarflokknum.
Einar Þ. Eyjólfsson, 4.5.2007 kl. 12:50
Sæll Eyþór
á eftirfarandi slóð má sjá hvernig Rauðgrænu flokkarnir standa sig hér í Noregi, flokkar sem segjast vera í foristu í umhvefisvernd, er þetta ekki það sem fólk á íslandi má eiga von á komist þessir flokkar til valda, tómt ráðleysi, bara talað fallega, en ekkert gert.
http://www.sb.no/apps/pbcs.dll/article?AID=/20070504/NYHETER/105040182/1012/BILDEGALLERIER
Anton Þór Harðarson, 4.5.2007 kl. 13:55
Niðurstöður íbúakosningar um flugvöll í Vatnsmýri voru þær að 18,3% Reykvíkinga á kjörskrá vildi að flugvöllurinn færi burt. Þess vegna var ekki farið í að undirbúa flutning vallarins.
Voðalegur titringur er þetta annars hjá íhaldinu þegar glansmyndin er að klikka...
Björn Davíðsson, 4.5.2007 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.