8.5.2007 | 00:23
Hver hefði trúað því?
Steingrímur J. Sigfússon var í kynningarþætti Sjónvarpssins í kvöld sem fjallaði um VG. Steingrímur ræddi um atvinnumál og sagði eitthvað á þessa leið: "hver hefði trúað því fyrir 15 árum að tölvuleikjafyrirtæki væri eitt helsta útflutningsfyrirtækið, hver hefði trúað því fyrir 20 árum að stoðtækjaverkstæði Össurar Kristinssonar væri orðið það sem það er, hver hefði trúað því að bjórverksmiðja á Árskógsströnd væri..." og fleira var tínt til.
Góð spurning Steingrímur: Hver hefði trúað því?
Sprotafyrirtækin hafa vaxið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur trúað því að fólkinu sé best treystandi að efla atvinnulífið, en ekki stjórnmálaflokkunum. Steingrímur hefði örugglega ekki trúað þessu, enda hefur hann ekki lagt áherslu á að skapa þessum atvinnuvegum skilyrði.
Steingrímur var eins og menn muna á móti sölu bjórs.
Steingrímur studdi hins vegar fiskeldi og minkaeldi eins og lesa má um hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 860689
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Þetta er sérstaklega skemmilegt þetta með bjórinn, þar sem Steingrímur Jóhann Sigfússon var á móti því að lögleiða bjór hér á landi á sínum tíma. Bjórverksmiðjan á Árskógsströnd er hins vegar allt annað mál, að hans sögn.....
Bergur Þorri Benjamínsson, 8.5.2007 kl. 00:33
Steingrímur held ég að sé ágætis kall. Ef þetta er það stærsta sem hægt er að hanka hann á þá myndi ég segja hann hafa óvenju hreinan skjöld. Tuðið í honum getur reyndar gengið helst til langt, en það er líka nóg af rolum á þingi til að vega á móti
Haukur Viðar, 8.5.2007 kl. 00:39
Steingrímur J. hefur ekki trú á neinum atvinnurekstri, sem er ekki undir handarjaðri hins opinbera. Þess vegna er þjóðhagslega hagkvæmt að halda honum og flokki hans utan ríkisstjórnar.
Gústaf Níelsson, 8.5.2007 kl. 00:48
Hann gæti hæglega orðið næsti forsætisráðherra þrátt fyrir allt. Ingibjörg utanríks og Steigrímur J. forsætis ásamt Ögmundi menntamála og fleiri skemmtilegum. Þjóðin er búin að fá nóg af góðærinu. Það eru alltof margir sem hafa það gott og þetta gengur ekki svona lengur.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 01:19
Er þetta nú ekki einhver misskilningur með sprotafyrirtækin. Eitt og eitt hefur jú vaxið en hefur þeim fjölgað? Það held ég ekki.
Auðun Gíslason, 8.5.2007 kl. 01:29
Er möguleiki fyrir svona drykkfelda þjóð , eins og okkur Íslendinga, að fara fram á ríkisrekinn drikkjuskóla fyrir ungmennin okkar, þar sem þau eru siðuð til í meðferð víns og áfengra drikkja. þá verði haldin fullkomin skrá yfir áhættu einstaklinga og aðhald algjört. SÁÁ verði svo meinað að taka sömu drykkjumenn, inn í meðferð sína, oftar en þrisvar sinnum. Ofdrykkjufólkið, fengi aftur á móti starf, við hæfi, við framleiðslu á eðalvínum undir stjórn ríkisins, í verksmiðju þartilgerðri. þar verða menn að vinna sína vinnu, og hækka í tign og launum eftir framistöðu. Eða er ekki svo, að ríkið framleiðir drykkjufólkið og hjúkrar því líka. Það er enn þá einhver veikur hlekkur í öllu þessu. Drykkjuskóli fjölskyldunnar. það hljómar einkennilega.
Högni Hilmisson, 8.5.2007 kl. 02:11
Ef fólkinu í landinu er best treystandi til að efla atvinnulífið, af hverju er þá verið að pota þessum álverum niður í hverju héraði í óþökk svo margra?
Stefna Sjálfstæðis og Framsóknar í atvinnumálum sýnist manni aðallega snúast um það að elta uppi einhverjar gerræðislegar stóriðjuhugmyndir sem líta ekki einu sinni vel út á pappírum og enn verr í raun. Aðrar leiðir hafa lítið sem ekkert verið skoðaðar þrátt fyrir að bent hafi verið á þær. Það má heldur ekki gleyma því að núverandi ríkisstjórn á líka stóran þátt í því hvernig komið er fyrir landsbyggðinni sem hún reynir svo að bjarga með tvíeggjuðum aðgerðum. Mér finnst alla vega ekki við hæfi að halda því fram að það sé hlustað á fólkið í landinu þegar það er ekki gert. Aldrei. Ever!
Ég tek undir með Hauki, ef það versta sem hægt er að hanka hann Steingrím á er þetta (og það að draga upp eldgömul ummæli í málum sem eru löngu búin bendir eindregið til a.m.k. smá málefnaskorts), þá er hann bara í fínum málum hjá guði og mönnum!
Anna, 8.5.2007 kl. 08:02
Eyþór, þú ættir nú að vita betur sjálfur, en nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hefur verið næst "eyðurmerkurástandi" seinustu 7 árin á Íslandi. Hægt er að telja a fingrum annarrar handar ný fyrirtæki sem má flokka sem tæknifyrirtæki sem eiga vaxtarmöguleika. Auðvitað hafa orðið til ný barkarí og sjoppur, og eignarhaldafélög osfrv., en raunin er að síðan internetbóla sprakk á Íslandi þá hefur ekkert gerst. Íslendingar hafa einfaldlega ekki náð að vinna sig út úr því "mindsetti" sem skapaðist eftir að bóla sprakk og það hefur einfaldlega ekki komið fram í sviðsljósið nein raunveruleg stefna um að bæta úr þessum málum. Flestir aðilar sem hafa einhvern efnivið í sér að verða frumkvöðull með stóru F-i, hafa verið sogaðir upp af bönknum, og er það ein af helstu ástæðunum fyrir velgengni þeirra. Þar er að gerast nýsköpun innanborðs og calculated risk taking. Flest af þessum sprotafyrirtækjum sem eru á lífi í dag og eru að gera það gott, eiga uppruna sinn fra því fyrir 2000, eins og t.d. ccp, hafmynd, caoz. Þannig ekki lita Sjálfstæðisflokkinn þeim fagra lit sem þú gerir í bloggi þínu - þú einfaldlega veist betur og jafnvel þó að það seu að koma kosningar þa verðurðu að halda andliti, til að teljast trúverðugur til lengri tíma.
óskilgreindur, 8.5.2007 kl. 10:06
Já einmitt, þetta er alt ykkur að þakka.. Það er nú varla hægt að hugsa sér meiri sjálfumgleði!
Eitt af þeim fyrirtækjum sem Steingrímur taldi upp var CCP. Ég veit ekki hversu vel að þér í þeirra sögu þú ert Eyþór, en óhætt er að fullyrða að CCP á Sjálfstæðisflokknum ekki baun að þakka.. hvað þá Latibær.. Ríkisstjórninni hefur verið slétt sama um bæði þessi fyrirtæki þangað til þeim fór að vegna vel.. þá skyndilega er þetta árangur ykkar!??
Þvílík hræsni..
Gaukur Úlfarsson, 8.5.2007 kl. 12:03
Ég hefði nú haldið að svona skynsamur maður eins og ég veit að þú ert skuli fara fram með svona fleipur. Hvernig eiga sprotafyrirtæki eða útflutningsfyrirtæki almennt að geta rekið sig í landi þar sem gjaldmiðillinn er stórkostlega ofmetinn, vextir þeir hæstu í heimi og fjármagni sem veitt er til nýsköpunar er í orði en ekki á borði? Þegar menn þurfa að veðsetja alla hluti til að eiga einhvern möguleika á aðgengi að fjármagni, þrátt fyrir að hugmynd hafi kannski hlotið verðlaun. Stoðkerfið og tengsl við fjármagnskerfin fyrir frumkvöðla er ekki til að hvetja til nýsköpunar. Það hefur síst lagast í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Hver man t.d. lengur eftir Framtakssjóðunum sem stofnaðir voru vegna sölu á hlut ríkisins í FBA? Hvar skyldi það fjármagn hafa lent? Ekki minnist ég þess að það haf nýst til verkefna í nýsköpun. Líklega er það fjármagn enn í vörslu Kaupþings og Landsbankans og var kannski alltaf hugsað til að styðja við "einkavinavæðingaráformin".
Hagbarður, 8.5.2007 kl. 12:25
Svona aðeins til að bæta við og kannski líka til að upplýsa þig að þá hafa nágrannar okkar í austri, þ.e. Norðmenn og Danir náð yfirburðarstöðu í heiminum varðandi fiskeldi (Norðmenn) og Danir í að framleiða minnkaskinn. Kannski væri það fróðlegt fyrir okkur að íhuga afhverju við höfum náð svona skammt eða afhverju þessir hlutir hafa ekki gengið hjá okkur þrátt fyrir að við höfum eiginlega flest það sem þessar þjóðir hafa ekki. Við hefðum getað gert þetta að arðbærum atvinnurekstri hér, en okkur auðnaðist ekki gæfa til þess. Danir hafa lítið af hráefnum til að ala minkinn, kaupa það hér á landi. Norðmenn hafa aldrei haft jafn sterka sölu- og markaðsfyrirtæki í sölu á fiski eins og við, en samt stjórna þeir heimsframleiðslunni og eiga fjölda fyrirtækja m.a. í Skotlandi og í Chile. Bendi þér t.d. að skoða Cermaq í Noregi, kannski til að fá hugmyndir. En afhverju skyldum við ekki getað höndlað þetta og gert þetta arðbært ef skilyrðin hér eru jafngóð eða jafnvel betri? Ég ætla að leyfa þeim sem lesa þetta að velta því fyrir sér. En sjálfur held ég að svarið sé t.t. einfalt.
Hagbarður, 8.5.2007 kl. 12:47
Það væri gott ef Steingrímur J væri sá eini til að vera ósamkvæmur í málflutningi sínum. Einhvern tíman hefur það verið talið þroskamerki að geta skipt um skoðanir.
En sú forsenda að sjöllum sé bestir í því að hafa stjórn á sköttum og ríkisbákninu er einfallega röng, forsenda sem sést í skoðanakönnun hér vinstra megin. " vinstri skatta og skuldir". Staðreyndin er að sjallar hafa bara staðið sig vel í því að halda sköttum háum samanber þessi hér frétt http://di.se/Index/Nyheter/2007/05/08/232383.htm?src=xlink
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:43
Og ekki gerir helvítis minkurinn neitt annað en óskunda.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:11
Sæll Eyþór.
Þar sem þú hefur góða og mikla reynslu af rekstir sprotafyrirtækj, þá vildi ég fara fram á við þig, að þu segðir okkur fáfróðu svolítið af reynslu þinni af rekstri Os. Skjá1 og Islandssíma. Það væri sérstaklega fróðlegt að þú geindir einnig hvernig stuðnigur Sjálfstæðisflokksins eða manna sem starfa á hanns vegum nýttist þér við rekstur framangreindra félaga.
Hvet þig einnig að koma með greiningu á fiskeldi, og segja okkur frá hvernig hægt sé að stunda útflutingsframleiðslu eða vera í samkeppnisframleiðslu með dæmalausum okurvöxtum, sem fynnast ekki á byggðu bóli. Þar af leiðandi ranga gengisskráningu.
haraldurhar, 8.5.2007 kl. 16:27
Fæ ekki betur séð en að Eyþór sér kjaftstopp..
Gaukur Úlfarsson, 8.5.2007 kl. 17:46
Blessaður Gaukur: Takk fyrir athugasemdirnar.
Ég er sannfærður um að sprotafyrirtæki njóti þess best að Sjálfstæðisflokkurinn verði í næstu ríkisstjórn. Lækkun skatta á fyrirtæki og einstaklinga hefur hjálpað til við fjárfestingar, þó betur megi gera. CCP er frábært fyrirtæki í stjórn mjög hæfra einstaklinga sem ég þekki vel til. Margt hefur verið félaginu mótdrægt, en annað hefur gengið upp. Há laun og háir vextir auk sterks gengis krónu hafa reynst fyrirtækinu erfið. Sama er að segja um mörg önnur fyrirtæki sem hafa tekjur erlendis frá og útgjöld á Íslandi, hvort sem um er að ræða útgerð, Latabæ eða CCP.
Lágir skattar vega eitthvað á móti, enda hefur íslenskt áhættufé og tengsl við alþjóðlega fjárfesta hjálpað til. Öflugir bankar og fjárfestar eru verðmætur grunnur til að efla sprotafyrirtæki á Íslandi á næstu árum.
Stórátak í menntun á Háskólastigi er hinn burðarásinn sem stendur eftir stjórn Sjálfstæðisflokksins og liggur til grundvallar nýrra sprota.
Það sem liggur fyrir á næstunni er fyrst og fremst að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki, en jafnframt að minnka þensluna sem hefur verið talsverð á síðustu misserum. Þar treysti ég Sjálfstæðisflokknum best til að minnka ríkisútgjöld og óarðbærar fjárfestingar.
Meðgjöf frá ríkinu til nýrra atvinnuvega er EKKI besta leiðin til að efla þá. Dæmin sanna hið gagnstæða.
Styrkir hins opinbera veikja.
Öflugt samkeppnisumhverfi er rétta leiðin. Sumt hefur þegar verið lagað, en nú er að ganga lengra eins og ég talaði um hér að ofan.
Það að dásama ríkisstyrki og ríkisstyrkt minnkabú eins og gert er hér að ofan, er fyrir ofan minn skilning.
haraldurhar: sveigjanleiki í gjaldeyrismálum og nú sá möguleiki fyrirtækja að gera upp í erlendri mynt auðveldar rekstur sem byggir á erlendum tekjum. Fyrirtæki, einstaklingar og heimili taka í vaxandi mæli lán í erlendri mynt. Það er frelsi. Vilt þú kannski frekar hverfa aftur til gjaldeyrishafta?
Hátt gengi hefur orsakast af háum vöxtum. Aðhald í ríkisfjármálunum er lykillinn að því að unnt sé að lækka vexti á eðlilegan hátt.
Hverjum treystir þú til þess?
Eyþór Laxdal Arnalds, 8.5.2007 kl. 18:18
Eftir að hafa lesið bloggið hans Gauks Úlfarsson er mér það enn ljósara en áður að sprotafyrirtækjum er ekki búin neitt annað en eyðimerkurganga undir stjórn djélistans. Um daginn var haldin ráðstefna um þessi mál þar sem voru sérfræðingar af ýmsu tagi. Þar kom fram að fjöldi sprotafyrirtæka og frumkvöðlastarfsemi hefur skroppið saman eins og lungað í BB í tíð núverandi ríkisstjórnar!
Auðun Gíslason, 8.5.2007 kl. 19:16
Lífið getur verið ansi flókið. Þeir sem mótmæla fyrir framan álverin drekka kók úr áldósum.
Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 19:50
Það er afar fyndið hversu eðlilegt vinstrimönnum þykir að Ríkisvaldið skuli verja þeim peningum sem það hefur tekið með valdi af almenningi, í að styrkja einhver fyrirtæki sem alþingismönnum þykir líklegt að eigi eftir að græða í framtíðinni.
Þegar og ef ég reisi jarðsprengjuverksmiðju í Arnarfirði þá ætla ég ekki að fara fram á að stjórnvöld gefi mér pening, það væri gjörspillt hugmynd. Hinsvegar fer ég fram á það að stjórnvöld heimti ekki af mér alla gróðann og haldi uppi fáranlegum tollareglum eða virði fáránlegar alþjóðasamþykktir sem vega gegn almennri skynsemi.
Það væri þvílík frekja í CCP mönnum að telja það hafa verið skylda ríkisvaldsins að eyða fjármunum í þá. Þeir væru annars líklega (eða réttara sagt án minnsta efa) á hausnum ef þeir hefðu endað á spenanum. Alþingismenn eru eðli máls samkvæmt óhæfir til þess að meta svona hluti, það er því óheyrilega óhagmkvæmt að stunda svona vitleysu, sem gæti sett þjóðina á hausinn og orðið til þess að Íslendingar glötuðu sjálfstæðinu.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:58
Það er skemmtilegt að lesa þessi mótsvör og mörgum þeirra er ég sammála.
Ég get fallist á þær leikreglur að ríkið skipti sér ekki af atvinnulífinu en þá finnst mér líka að ríkið eigi ekki heldur að standa í risa atvinnu lausnum í formi álvera, svo ekki sé talað um náttúruspjöllin sem það veldur. Ef ekkert er við að hafast fyrir austan, ef engum dettur neitt í hug, þá hefur fólk alltaf kost á því að flytja, frekar en að því sé sköffuð mengandi verksmiðja á kostnað allra annara landsmanna.
Hvað viðkemur því að vera stimplaður vinstrimaður, þá er ég óflokksbundinn áhugamaður um pólitík og einsog sést á svari mínu hér að ofan, þá hallast ég líka lengst til hægri. Þessi flokkun á vinstri og hægri er orðin svolítið sjúskuð og má í því sambandi benda á að stóriðjustefna íhaldsins minnir meira á gömlu Sovétríkin en á nútíma frjálshyggjuflokk.
Gaukur Úlfarsson, 8.5.2007 kl. 22:32
Sæll Eyþór.
Það er mér hulin ráðgáta hvernig þú getur látið út úr þér setninguna, að það komi sprotafyrirtækjum best að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd. Mér er nær að halda að öll þau fyrirtæki sem þú hefur komið að og stofnað hafi verið stofnuð á meðan Sjálstæðisflokkurinn hefur haldið um stjórnvölinn. Undirritaður hef á sl. áratug komið nálægt fjárfestingum í sprotafyrirtækjum, í formi hlutafjársframlags, og það fé er að mestu tapað. Flest þessi fyrirtæki hafa runnið út á chasi, áður en þau næðu að sanna sig, og hefur stuðnigur Nýsköpunarsj. og annara framtakssjóða ekki nægt til að koma þeim á beinu brautina. Eins og þú veist mætavel að eftir intenetbóluna, og bakslagið 2001 var nánast ómögulegt að ná hvorki í hlutafé né lánsfé til þessara fyrirtækja, svo mað tali nú ekki um styrki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki á neinn hátt stutt við bakið á þessum fyrirtækjum nema síður sé. Þú er væntanlega ekki búinn að gleyma hvernig sumir þeirra létu út í Línunet, sem ég hef alltaf haldið að hefði verið þjóðþrifafyrirtæki, og stuðlað að ómældum möguleikum varandi þessa samskiptatækni.
Rétt segiru varðandi okurvexti og rangskráningu á genginu, að menn geta bara tekið erlend lán, en eins og þú hefur kannski kynnst, þá bjóðast mönnum sjaldan hagstæðustu lánin, sem skulda mikið og hafa rýr veð.
Að mínum dómi hefur verið arfaslök stjórnun á efnahagsmálum undanfarin ár. Hef reynda haft þá skoðun að láta Sjálfstæðisflokkinn hafa fjármálaráðuneyti, se ekki góður kostur. Hún byggir ekki á því að menn sem aðhyllast Sjálfstæðisflokkinn sé verri eða óhæfari menn, heldur það að þegar svona stór flokkur fer með fjármálinn, þá hafi hann svo marga munna að metta, og ´se svo heftur í ákvarðanatöku því ef hann ætlar að taka á málum þá sé alltaf flokksfélagar sem þurfi að taka á.
1 Ríkisútgjöld sem hlutfall af vergri landsframleiðslu nemur nú 42% aukning um 6% á sl. kjörtímabili.
2. Havöxtur þegar kominn niður fyrir núll.
3. Viðskiptahalli við útlönd sem nemur um 20% af Landsframleiðslu
4. Stýrivextir 14.25 eru 9% hærri en í US. og um 11% hærri gagnvart evrusvæðinu
5. Verðbólga um 6% í dag, þó ísl. kr. hafi að meðaltali styrkst sem nemur um 9% frá áramótum.
6. Þegar erl.´fjárfestar og bankar hefja sölu á Jöklabréfunum, má ætla að ísl.kr. falli mjög hratt, en eins og þú veist þá er það trend sem enginn ræður við, má reikna með miklu verðbóluskoti.
Hér hef ég talið upp örfá sem sýna það að óstjórn hefur verið hér á rikisfj. og peningstj. Mér leiðist afskaplega þessi gamla frasaumræða, og finnst hún reyndar þér ekki sæmandi. Hef fylgst nokkuð með þer og þínum störfum á undanförnum árum og stundum verið bara nokkuð stoltur af þér.
haraldurhar, 8.5.2007 kl. 22:53
Það er líka erfitt að stofna iðnað hérna meðan krónan er svona hátt skráð. Kostnaður við að reka heimili og fyrirtæki er alveg úti á kanti og ég satt best að segja veit ekki hvernig þú færð út að sprotafyrirtæki dafni vel hérna Eyþór. Kannski er orðið of langt síðan þú þurftir að reka fyrirtæki í hárri verðbólgu, okurvöxtum og gengi sem sveiflast svo nemur tugum prósenta. Held að verkefni næstu ríkisstjórnar sé að koma lagi á hagkerfið því umhverfið núna er ekki heilsusamlegt fyrir "Sprotafyrirtæki" nema þú teljir þau fyrirtæki sem eru stofnuð en ekki hvað verður um þau. Svo blæs báknið út og starfsmenn ríkis og sveita slá öll met sem prósenta af vinnuafli innan OECD. Hvaða "Hægri Flokkur" státar sig af slíku ríkissukki?
K Zeta, 9.5.2007 kl. 00:26
Tek undir þetta með að ríkisstyrkina. Aldrei gott þegar menn þurfa að vera á jötunni og leiðir yfirleitt til lélegs reksturs. Landsvirkjun og landbúnaðurinn eru ágætt dæmi um fjáraustur með ríkisaðstoð. Tapið á bæ Landsvirkjunar var 80% af tekjum!, sem er Íslandsmet og við erum að greiða árlega með hverju meðalbúi í landinu liðlega 100 millj. Þessu þarf að linna.
Hagbarður, 9.5.2007 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.