Guðni snemma á ferðinni

Þrjú hundruð Framsóknar-heimili vöknuðu snemma að morgni 1. maí. Síminn hringdi samtímis á fjölda bæja um gjörvalt Suðurland og hljómaði rödd varformanns Framsóknarflokksins úr þeim öllum. Framsóknarmenn hafa tekið tæknina í notkun í smölun atkvæða sem öðru og var símboði notaður með rödd Guðna þar sem hann hvatti sitt fólk til dáða. Eitthvað var boðinn stilltur vitlaust í þetta sinnið og fór sendingin því 12 tímum of snemma út.

Flestir tóku þessu þó vel, enda alltaf gaman að heyra í Guðna. Sagt er frá þessu á vefsíðunni www.horn.is sem birti afsökunarbeiðni ráðherrans.

Fylgið hefur heldur farið upp hjá Framsókn við tiltækið samkvæmt nýjustu tölum úr Suðurkjördæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hahaha!  Mér hefði í það minnsta brugðið verulega við hefði ég vaknað snemma að morgni við röddina í Guðna...

Sigurjón, 9.5.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Það er ótrúlegt hvað þeir reyna og gera ekki fyrir atkvæði.. Það væri gaman að gera þetta sjálfur.. taka upp kveðju og senda vinum og vandamönnum öllum á sama tíma.

- Guffi

Guðfinnur Sveinsson, 9.5.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband