Þetta er mjög ósanngjörn spurning Geir!

Geir Haarde spurði Steingrím J. Sigfússon hvort hann vildi endurvekja eignaskattinn sem hefur nú verið afnuminn. Þá svaraði Steingrímur eitthvað á þessa leið: "Þetta er mjög ósanngjörn spurning Geir því það er miklu erfiðara að segjast ætla að hækka skatta en standa í því að lækka þá ekki"

Spurningunni var aldrei alveg svarað, en eins og menn vita vill Steingrímur hækka fjármagnstekjuskattinn um 40%. Sennilegast bíða fjölmargar og fjölbreyttar skattahugmyndir handan við hornið ef vinstri stjórn tekur við eftir helgi.

Sannleikurinn um sanngirnina er sá að þó spurning þessi sé Steingrími og Ingibjörgu erfið, þá er hún langt frá því að vera ósanngjörn.
Hún er þvert á móti bæði sanngjörn og nauðsynleg fyrir kjósendur sem þurfa að búa við næstu ríkisstjórn - hver sem hún er - í fjögur ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er hárrétt athugað Hallur. Að því gefnu reyndar að hún standi við stóru orðin. . .  

hr. politiskurrettrunadur - þetta er ekki rétt eftir tekið hjá þér, en hins vegar hárrétt að fólk heyrir mismunandi boðskap, en rétt skal vera rétt.

Steingrímur staðfesti enn og aftur hann hefur í hyggju að hækka fjármagnstekjuskatt á fyrirtæki úr 10% í 14%. Það er heil 40% hækkun sem myndi leiða til þess að flest stóru fyrirtækin færu úr landi með lögheimili sitt. Honum fannst ósanngjarnt af Geir að krefja sig svara um aðrar skattahækkanir, en hann hefur gagnrýnt ýmsar skattalækkanir svo sem lækkun tekjuskatts, afnám eignaskatts og afnám sérstaks tekjuskatts ("hátekjuskatts).

Annað hvort:

a) Meinti Steingrímur ekkert það sem hann sagði á þingi um skattalækkanir

eða

b) Hann vill hækka skatta

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.5.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég vil benda ykkur á að lesa vel grein Indriða H.Þorlákssonar,fyrrv.ríkisskattstjóra á vefsíðu hans.Þar er gerð greinargóð skýring á hækkun skatta í tíð þessarar ríkisstjórnar og staðfestir þar með greinar Stefáns Ólafsson um sama málefni.Málæði Hannes Hólmsteins Gissurasonar um rangfærslur Stefáns á síðum Moggans eru því orðnar ansi léttvægar.

Kristján Pétursson, 11.5.2007 kl. 21:55

4 identicon

Hugmyndir VG um 14% fjármagnstekjuskatt er nóg fyrir mig til að ákveða að greiða þeim ekki atkvæði mitt.  Svo er væntanlega með aðra sem spáð hafa í skattamál fyrirtækja.  Held stundum að annað hvort lifi menn á annarri plánetu eða langi ekkert endilega að fá völdin.  Er það ekki bara akkilesarhæll VG ? 

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:53

5 Smámynd: Norðanmaður

Eyþór. Þú ert að einfalda þetta. Þú leggur þetta fram eins og Geir vilji llækka skatta, og Steingrímur vilji bara hækka skatta ! !

  Þetta er mikil einföldun hjá þér. Steingrímur er að tala um skattalækkun fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu, ertu á móti því?? Eða Geir???

Norðanmaður, 12.5.2007 kl. 00:27

6 identicon

Mörgum spurningum var ekki svarað í þættinum í kvöld.

Þórhallur spurði Ingibjörgu hreint út, reyndar tvisvar, hversu mikið útrýming biðlista og fjölgun hjúkrunarrýma á 18 mánuðum myndi kosta.  Tvisvar fengum við einhverja ræðu, en engin svör.

Steingrímur var spurður hvers konar iðnað hann meinti, þegar hann lýsti því yfir að það væri hægt að búa til hundruð starfa úti á landi í stað álframleiðslu.  Hann taldi upp nokkur fyrirtæki með 5-15 starfsmönnum hér og þar um landið sem nú þegar eru starfrækt, en að öðru leyti vék hann sér undan því að svara.  Eini græni iðnaðurinn sem minnst var á í þessu samhengi var möguleg starfsemi Yahoo hér á landi, en þær upplýsingar komu frá Geir.

Persónulega er ég orðin hundleið á að heyra endalaus loforð um hversu mikið eigi að gera og bæta, en aldrei nokkurn tímann er hægt að útskýra hvernig eigi að fjármagna það.

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband