Tvísýn útkoma - D-dagur eða V-dagur?

Sumir segja að D-dagur sé í dag, en aðrir vilja meina að V-dagurinn sé kominn. Það eru að minnsta kosti jól hjá fjölmiðlum sem verða vakandi yfir úrslitunum fram til morguns. Þó kosningaúrslitin verði spennandi og sjálfsagt óljós, er ekki síður tvísýnt hver útkoman verður í stjórnarmyndun.

(a) Ef stjórnin heldur naumt en Framsókn geldur afhroð má búast við skiptum skoðunum innan hennar um framhaldið. Valgerður hefur aftekið stjórnarþáttöku með litlum þingflokki.

(b) Ef stjórnin fellur munu sterk öfl innan V og S lista beita sér fyrir vinstri stjórn. Málefnaágreiningur við "þriðja hjólið" verður þó vandinn. Framsókn vill "ekkert stopp" og eiga erfitt með að samþykkja skattahækkanir. Frjálslyndir vilja takmarkanir gagnvart innflytjendum sem V og S munu eiga erfitt með að sætta sig við. Að sjálfsögðu er þetta aðeins hluti málsins, því áherslur flokkanna þriggja sem kenndar eru við kaffibandalagið eru ólíkar í mörgum málum, en eitt eru þau sammála um; að fella ríkisstjórnina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegan Kjördag

Glanni (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

It's D day. Gleðilega hátíð.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2007 kl. 13:23

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....það er með ólíkindum hvað gulir blýantar eru magnaðir á þessum góða degi.

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband