Hátíð lýðræðisins - Framsókn í Höfn?

Í dag eru allir Íslendingar jafn valdamiklir. Hvert atkvæði vegur jafn þungt. Hver og einn atkvæðabær maður ræður næsta Alþingi - hver sem hann er. Margir fara í sparifötin og fólk er ögn kurteisara á þessum hátíðisdegi; kjördegi. Í Tryggvaskála hefur verið margt um manninn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn býður upp á kosningakaffi. Ég skrapp yfir í Höfn þar sem Framsókn hefur sína kosningaskrifstofu og heilsaði upp á Framsóknarmenn. Það hefði einhvern tíman þótt tíðindi að Framsókn væri með kosningamiðstöð sína í húsnæði sem hýsti áður hlutafélagið Höfn, þó Krónuhús sé kallað. Nú er spurning hvort Framsóknarfylgið skili sér í höfn.

Samfylkingarfólk kom til okkar og spáði í spilin. Lýðræðið er góður siður sem er ekki sjálfsagður. Góð kjörsókn á Íslandi er styrkur okkar hvar sem menn setja x á blað.

Eitt eru allir sammála um: Þetta eru spennandi kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sæll  Eyþór  og  til hamingju  með  daginn Ég  verð  að taka undir  með  síðasta  ræðumanni  í  sambandi við  að  allir  hafi  jöfn  völd  það er nefninlega  ekki svo  enn allir  eru sammála um  að  þyrfti að vera  Fyrir  mér  er það  mannréttindamál  að  jafna þetta og það sem  fyrst  Enn ég  óska  ykkur  skemmtilegri  kosningavöku

Gylfi Björgvinsson, 12.5.2007 kl. 19:36

2 Smámynd: Guðrún

jább þær eru það

Guðrún, 12.5.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Sigurjón

Spennandi kosningar sem fóru vel að mínu mati.  Ég myndi vilja að landið allt verði eitt kjördæmi.  Skál!

Sigurjón, 13.5.2007 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband