Þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn...

...í miklum mæli í gær. Eftir 16 ár treysta kjósendur Sjálfstæðisflokknum langbest til að fara með stjórn landsins inn í framtíðina. Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín unnu pólítískan sigur. Stjórnin hélt velli, þótt Framsókn komi afar illa út úr kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn getur myndað tveggja flokka ríkisstjórn með þremur framboðum og "kaffibandalagið" á sér eingöngu framhaldslíf í minnihluta.

Úrslitin á Suðurlandi voru afgerandi og reyndar þingsætin alveg eins og ég hafði spáð fyrir um á tali við menn í gær. Sjálfstæðisflokkurinn endurheimti styrk sinn og 4 menn, Samfylkingin missti 2, Framsókn náði 2 og Frjálslyndir og VG fengu 1 hvor. Þar með er staðfest sú mynd sem við sáum í síðustu sveitarstjórnakosningunum og hlýtur þetta að vera verulegt áfall fyrir Samfylkinguna í kjördæminu.

Eina konan sem nær inn er Björg Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokki og er hún ennfremur eini þingmaðurinn af Suðurnesjum.

Sjálfstæðisflokkurinn í Árnessýslu hefur styrkt sig verulega í sessi með þessum kosningum og sveitarstjórnarkosningunum fyrir ári. Þetta fyrrum vígi Framsóknar var orðið höfuðvígi Samfylkingar sem var stærsti flokkurinn í kjördæminu á þingi og víða í sveitarstjórnum. Þetta hefur nú alveg snúist við - sem betur fer fyrir kjósendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til hamingju með sigurinn

Heiða Þórðar, 13.5.2007 kl. 13:43

2 Smámynd: Sigurjón

Til hamingju við Sjálfstæðismenn allra sveita.  Skál!

Sigurjón, 13.5.2007 kl. 14:07

3 Smámynd: Auðun Gíslason

"Þjóðin kaus Sjálfstæðisflokkinn...."  Þetta er auðvitað rangt!  36% þeirra sem kusu, kusu Sjálfstæðisflokkinn.  Við hin, sem kusum eitthvað annað, tilheyrum líka þessari þjóð!  Og líka þeir sem ekki kusu! 

Auðun Gíslason, 13.5.2007 kl. 17:41

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Rétt er að hafa í huga,að ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta kjósenda að baki sér og SF og VG hafa 5% meira fylgi en Sjálfstæðisfl.Þjóðin virðist samk.þessum tölum vera að kjósa vinstri stjórn.

Kristján Pétursson, 13.5.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband