Kjördæmaskipan

Kjördæmin sex skiptast í tvær gerðir: Höfuðborgarkjördæmi og landsbyggðarkjördæmi. Endurbætur á kjördæmaskipan leiðrétti að hluta misvægi atkvæða, en sameining kjördæma í þrjú stór landsbyggðarkjördæmi orkar tvímælis. Reynslan af núverandi fyrirkomulagi er komin og eru margir á því að þetta sé óhentugt. Tvær leiðir eru ræddar.

(a) Landið verði eitt kjördæmi

Þessi leið ætti að stuðla að jafnari vægi atkvæða en hættan er sú að landsbyggðin beri skarðan hlut frá borði. Jöfnun væri möguleg með hólfaskiptingu kjördæmisins, en reynslan af jöfnunarþingsætum er misjöfn eins og nýleg dæmi sanna úr Reykjavík norður. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 36,4% og 4 kjördæmakjörna menn, en Samfylkingin fékk 29,2% og þrjá kjördæmakjörnamenn. So far so good. En svo gerist það í "kerfinu" að Samfylkingin hlýtur tvo kjördæmakjörna þingmenn í Reykavík norður. Sjálfstæðisflokkur engan. Eitthvað bogið við kerfi sem jafnar svona.

(b) Kjördæmunum verði fjölgað

Fjölmargir þingmenn hafa undanfarið nefnt nauðsyn þess að minnka kjördæmin og þeim verði fjölgað. Þetta á sérstaklega við um landsbyggðarkjördæmin sem spanna nú mikið landsvæði. Nánd frambjóðenda við kjósendur er minni en áður og áherslumál ólík innan kjördæma. Ein leið væri að fjölga landsbyggðarkjördæmum svo þau væru 6, t.d. Vesturland, Vestfirðir, Norðurland, Austurland, Suðurland og Suðurnes. Þá væri hægt skipta Reykjavík í N, S, V og austur. Kraginn skiptist í tvennt.

Seint verður fullkomin sátt um kjördæmaskipan á Íslandi en núverandi skipulag er umdeilt í öllum flokkum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er rétt að kjördæmaskipanin sem nú gildir hefur annmarka og getur gefið óvæntar niðurstöður. Það var t.d. skaði fyrir Frjálslyndaflokkinn að fá Kristinn H. Gunnarsson, en happ fyrir Sf að fá Ellert B. Schram. Hvoru tveggja að sönnu óvænt og svolítið á skjön. En hugmynd um landið sem eitt kjördæmi er vond. Hún leiðir til miðstýringar og flokksræðis.

Gústaf Níelsson, 14.5.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ágæt hugleiðing Eyþór.

Hef einmitt hugsað mér að reyna að henda mér í lesningu á kosningalögunum til þess að reyna að átta mig eitthvað á þessu jöfnunarkerfi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.5.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef landið yrði eitt kjördæmi væri ekki hægt að hafa venjulegar listakosningar. Sjáum sem dæmi að Sjálfstæðisflokkurinn ákveddi uppstillingu á slíkan lista. Þá væri forysta flokksins að ákveða ca 20 fyrstu menn á lista sem sjálfkjörna. Baráttan væri um hina, sem væru skv skoðanakönnunum í baráttunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég væri persónulega hrifnastur af því að við tækjum upp óhlutbundnar kosningar í tengslum við fækkun þingmanna sem um leið mættu ekki gegna þingmennsku samhliða ráðherradómi. Við það losnuðum við meira og minna við prófkjörin og hver þingmaður ætti sig sjálfur í krafti eigin atkvæða en ekki atkvæða einhverra annarra. Býst t.d. við að einhverjir af þeim sem voru hrifnir af Katrínu Jakobsdóttur hafi ekki beint verið hrifnir af Álfheiðu Ingadóttur. Skil reyndar illa VG, svo ég veit þetta ekki.

Eins væri hægt að skipta þessu upp í minni kjördæmi 2-3 þingmanna og taka samhliða upp ca 20 manna landslista, sem sæi um jöfnunina, en væri persónukjör innan flokka.

Gestur Guðjónsson, 15.5.2007 kl. 00:00

4 identicon

Athyglisvert að þú talar um kosningakerfið en minnist ekki á ójöfnuð á atkvæðisvægi, sem er ókostur kerfisins númer 1,2 og 3. Bæði ólýðræðislegt og óréttlátt.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 00:06

5 identicon

hmm...las greinina aftur og þú minnist á það, biðst forláts :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæll Eyþór,
Það má heyra á mörgum að þeim finnist nýverandi fyrirkomulag á úthlutun þingsæta ekki nægilega lýðræðisleg. Mínar vangaveltur eru frá öðru sjónarhorni, en ég skoðaði niðurstöður mismunandi úthlutunarkerfa, með og án 5% reglunnar, og setti á blað í eftirfarandi pistli "D'Hondt kerfið, 5% reglan og jöfnunarsætin".
kk,
SIJ

Sigurður Ingi Jónsson, 15.5.2007 kl. 01:10

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Eyþór,

Þessa tillögu að kosningalögum sendi ég alþingismönnum síðastliðið haust.

Í tillögunni er landið eitt kjördæmi. Fólk kýs bæði flokka og raðar niður í sætin þeirra. Fólk getur líka kosið einstaklinga þvert yfir flokka og einstaklingar geta boðið sig fram sem óháðir þingmenn. Hvað viltu hafa það betra? 

Haukur Nikulásson, 15.5.2007 kl. 09:12

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mig langar að bæta því við að ég tel að fólk eigi að átta sig á því að verið er að kjósa landstjórn til að stjórna landinu en ekki sveit eða bæ. Þar af leiðandi er hjal um "nánd við kjósendur" í sveitinni þeirra svolítið hjákátleg. Ókostir kjördæmapots og hreppapólitíkur í landstjórninni vegna kjördæmavitleysunnar ætti fyrir löngum að vera öllum ljós.

Til þess að það gangi að hafa landið eitt kjördæmi þarf að færa aukin verkefni, tekjur og ábyrgð i hendur sveitarfélaga.

Haukur Nikulásson, 15.5.2007 kl. 09:23

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Núverandi kerfi var sett á til þess að bæta fyrra kerfi þar sem munur á atkvæða vægi var miklu mun meira.

Í dag er munurinn þessi:

Minnsta fylgi á bak við hvern þingmann er í NV kjördæmi þar sem það er 2347 á kjörskrá á bak við hvern þingmann.

Mesti munur er núna í RVK N þar sem þar eru 3979 manns á kjörskrá á bak við hvern þingmann.

semsagt vægi atvkæða í NV er um 1,69 á móti hverju atkvði í RVK N.

Semsagt mun minni munur heldur en hefur veirð nokkurntíman áður í Íslenskri stjórnmálasögu.

Vil endilega benda á 1. Núverandi kjördæmalög eru bundinn í stjórnarskrá Íslands. Munurinn á þessum lögum og öðrum lögum í stjórnarskránni er að til þess að breyta þessum þarf 2/3 hluta af alþingi að samþykkja breytinguna. 

Fannar frá Rifi, 15.5.2007 kl. 11:02

10 Smámynd: Sigurjón

Ég er sammála Hauki hér.  Hans tillögur eru hvað lýðræðislegastar í mínum augum.

Sigurjón, 15.5.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband