Bjössi í World Class

Mér fannst aldrei gaman í leikfimi, en það hefur breyst með árunum. Einhvernveginn var leikfimin í grunnskólanum lítið spennandi fannst okkur strákunum. Í dag sé ég sömu andlitin mæta - daglega - í leikfimi. Áhugi á líkamsrækt hefur vaxið á sama tíma og miðjan á landsmönnum. Kyrrseta, tölvur og bílar ásamt kalóríríku fóðri hafa aukið fallþunga íslenskra karlmanna gríðarlega á síðustu árum. Sama er að segja um konurnar. Á engan er hallað þegar það er fullyrt að Bjössi í World Class hefur lyft sannkölluðu Grettistaki í líkamsræktarmálum. Hljóðlát bylting hefur átt sér stað og í dag erum við með bestu líkamsrækt sem hægt er að hugsa sér. Flaggskipið er Laugar sem er byggt er við Laugardalslaugina, en sundlaugarnar hafa verið líkamsræktarmiðstöðvar og kaffihús um áratugaskeið. Nú er Björni kominn í víking til útlanda, en enn vantar samt eitt: Betri aðstöðu á Selfossi. Vonandi kemur það.

p.s.

Er kominn í 73 kg eftir 12 mánaða átak. Ætla að halda mér þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hef alltaf verið antísportisti og finnst stundum eins og þetta líkamsræktarkjaftæði sé komið út í öfgar. Það er til millivegur á milli, að hreyfa sig ekki neitt, eða vera alltaf á fullu í ræktinni!

Tel að hreyfing sé af hinu góða.......en það er hægt að stunda hana á margvíslegan hátt og án þess að eyða tíma inni á líkamsræktarstöðvum. Nægur tími fyrir fjölskyldu sína virðist mér að fólk vanti í þessu hraða uppvaxtarþjóðfélagi okkar og ættum við kannski að hugsa um að "fjárfesta" í honum frekar en líkamsræktarkorti..........

Eva Þorsteinsdóttir, 19.5.2007 kl. 19:27

2 identicon

Mér hefur aldrei þótt gaman í ræktinni, en Laugar er allt annað.  Elska að vera þar 

Til hamingju með árangurinn 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 19:52

3 identicon

En hvernig er það, á ekkert að fara að fá sér sítt og munda sellóið ?  Til hamingju með árangurinn !

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Norðanmaður

Til hamingju með góðan árangur í ræktinni Eyþór.  Það þarf mikinn aga til þess að ná svona árangri.  Frábært framtak hjá þér.

Norðanmaður, 19.5.2007 kl. 22:49

5 identicon

Þú keyptir jú Planet City gleymdir bara að borga fyrir hana. Hættu nú!! 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 23:24

6 Smámynd: Guðrún

bara að mæta í Laugar strákur eins og við hin 

Guðrún, 20.5.2007 kl. 14:06

7 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hef nú mætt nær daglega inní Laugar síðasta árið.
Þyngdin hefur eitthvað breyst en aðalatriðið er að mér líður einfaldlega betur og það gerir það þess virði að koma sér á fætur uppúr 6.

Grímur Kjartansson, 20.5.2007 kl. 16:56

8 Smámynd: HP Foss

Jónína.

Kínverskt máltæki segir á þessa leið: þegar allir í kringum þig eru orðnir hálvitar, farðu þá að hugsa þinn gang.

HP Foss, 20.5.2007 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband