Þingvallastjórnin með sterkan stuðning

Það er allt sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fæðast í dag eftir stutta meðgöngu. Stjórnin verður með mikinn og sterkan þingmeirihluta að baki sér, en jafnframt er ljóst að mikill stuðningur er meðal almennings við stjórnina. Óvísindaleg könnun bloggsíðu vorrar sýnir yfir 70% stuðning við stjórnina, en 146 hafa greitt atkvæði er þetta er ritað. Þetta er svipað hlutfall og Gallup mældi jákvæða í garð stjórnarþáttöku Sjálfstæðisflokks. Fráfarandi ríkisstjórn hafði oftast meirihlutastuðning almennings, en undir það síðasta fór hann undir sameiginlegt fylgi flokkanna tveggja. Ætla má að sú stjórn verði með stuðning 2/3 kjósenda til lengri tíma litið. Slík stjórn á að geta komið mörgum góðum málum í gegn og það sem skiptir ekki minna máli; geta tekið á erfiðu málunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þingvallastjórnin??? ... þú meinar Baugsstjórnin, ekki satt?

Jóhannes Ragnarsson, 22.5.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Einar Þór Strand

Það sem er slæmt við þessa stjórn er að hún getur í raun komið lögum í gegnum þingið með aðeins einum þriðja þingmanna eða 21.  Þetta sýnir að það er mauðsinlegt að breyta stjórnarskránni þannig að það þurfi meirihluta þingmanna til að setja lög, í dag 32, annað er í raun ólög.

Einar Þór Strand, 22.5.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Gaman að sjá baráttuna um nafnið á stjórninni. Fylgjendur eru þjóðlegir og tala um Þingvallastjórn, andstæðingar gera grín og tala um Baugsstjórn. Ætli Baugsstjórnin verði ekki ofaná, hitt er algjörlega húmorslaust.

Guðmundur Örn Jónsson, 22.5.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband