Heilbrigðisráðuneytið og Guðlaugur Þór Þórðarson

Sjálfstæðismenn hafa lengi haft áhuga á að koma að þeim viðamikla málaflokki sem heilbrigðismálin eru. Með nýskipan stjórnarráðsins með nýju ríkisstjórninni verður sú breyting að tryggingamálin skiptast og fara að hluta til félagsmálaráðuneytis. Segja má að þá sé verið að skipta verkefnum sem eru ólík, enda hefur heilbrigðisráðuneytið farið með málefni kaupanda og seljanda í heilbrigðismálum. Kerfið hefur reynst þungt.

Vafalaust má bæta heilbrigðiskerfið stórum, en það hefur reynst mörgum ráðherranum erfitt verk. Með skiptingu verkefna eins og nú er gert má ætla að verkefni Heilbrigðisráðuneytið verði skýrari. Það er óvitlaust að fá ungan og kraftmikinn mann að þessu stóra ráðuneyti. Það er ástæða til að óska Guðlaugi Þór þórðarsyni til hamingju með ráðuneytið sem og verkefnið.

Gangi þér vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband