Jón hættir - Guðni tekur við - Stjórnarandstaðan verður ræðin

Jón Sigurðsson stoppaði stutt sem formaður Framsóknar. Það var skynsamlegt af honum að bíða ekki lengur með afsögn sem formaður, enda fjarska erfitt að leiða flokk í stjórnarandstöðu utan þings. Guðni Ágústsson tekur nú við þar til nýr formaður er kjörinn.

Þegar þing kemur saman á ný verða þessir þrír forkólfar stjórnarandstöðunnar: Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón Arnar Krisjánsson og Guðni Ágústsson. Allt miklir ræðumenn. Búast má við að stjórnarandstaðan þegi ekki þunnu hljóði heldur verði ræðin.

Spurningin er: Um hvað verða þeir sammála?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Tilfellið er að stjórnarandstaða þarf ekki endilega að vera mikið sammála.  Það eina sem þeir þurfa að gera er að vera á móti stjórninni.

Sigurjón, 23.5.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Ég var að velta fyrir mér bakkelsinu sem stjórnin verður með á fyrsta fundinum. Ég gæti vel hugsað mér vöfflur sem Solla bakaði og ef til dæmis Geir kæmi með pönnukökkur að heiman

Dr Banco Vina E.D.R.V, 23.5.2007 kl. 23:36

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Eyþór.

Ég efa það ekki að okkur Frjálslyndum mun takast að sannfæra nýjan formann Framsóknarflokksins um það að kvótakerfi sjávarútvegs er ónýtt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.5.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband