Uppskeruhátið

Það er nokkuð ljóst að nýja ríkisstjórnin verður víða í hlutverki hins góða jólasveins. Ríkissjóður stendur vel og hefur aldrei verið auðveldara að styðja við bakið á góðum málum svo sem á sviði samgangna og gagnvart þeim sem standa höllum fæti. Helsta vandamálið er velmegunin og uppgangurinn í þjóðfélaginu þar sem útgjöld valda spennu og verðbólgu. Það er því öllum ljóst að það verður "árangur áfram" eins og einn flokkurinn auglýsti fyrir kosningarnar. Framsóknarmönnum þykir sjálfsagt súrt í broti að fá ekki að útdeila ávöxtunum, en svona getur farið. Þeir eiga samt heiður skilin fyrir að skila góðu búi og eiga að halda því fast að fólki kinnroðalaust.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dr Banco Vina  E.D.R.V

Dr Banco Vina E.D.R.V, 24.5.2007 kl. 20:31

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég hef alltaf verið tortrygginn út í jólasveina  Treysti þeim ekki.

PS, til hamingju með að vera kominn á fjögur hjól á ný.

Ingi Geir Hreinsson, 25.5.2007 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband