Vinsældir Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg vann mikinn sigur í maí. Ekki endilega með kosningaúrslitunum, enda dalaði fylgi Samfylkingarinnar frá síðustu kosningum, heldur með því að komast í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Ég er þess fullviss að persónufylgi Ingibjargar muni fara ört vaxandi á næstu vikum og mánuðum. Vinsældir Ingibjargar Sólrúnar höfðu dalað mjög frá því hún var borgarstjóri, en með sterkri og trúverðugri innkomu í stjórnarmeirihluta hefur hún styrkst stöðu sína hvernig til muna. Göðsögnin um að "minni flokkurinn" tapi á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn mun afsannast í eitt skipti fyrir öll.

Þá er ég viss um að áherslur nýrrar ríkisstjórnar með tilstyrk nýs þingmeirihluta muni mælast mjög vel fyrir. Áherslan á börn og eldri borgara er rétt og tímabær. Breytingin á ríkisstjórninni er talsverð og mun Ingibjörg njóta þess. Það er verðskuldað þótt ekki megi gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn lagði upp með svipaðar áherslur á landsfundinum og í kosningabaráttunni. Söngurinn var þá sá að verið væri að "skipta um liti" sveipa Sjálfstæðisflokkinn "bleikum og grænum lit". Nú er annað komið á daginn. Ríkisstjórn undir forystu Geirs H. Haarde gerir málefni eldri borgara og barna að forgangsmáli strax eftir kosningar. Jafnréttismálin eru sett í forgang. Umhverfismálin fá sitt vægi. Þessi samhljómur flokkanna gerir þeim kleift að framkvæma vinsælar aðgerðir.

Það verður erfitt að vera í stjórnarandstöðu á móti þessari stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Held það sé alveg rétt hjá þér, minni flokkurinn mun ekki tapa umtalsverðu fylgi núna.  Annars til hamingju með stjórnina.

Tómas Þóroddsson, 25.5.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sömuleiðis Tommi - þetta verður góð stjórn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 25.5.2007 kl. 22:44

3 identicon

Mér líst vel á þessa stjórn. Þetta verður örugglega stjórn sem þorir að stíga þau skref sem þarf, bæði vegna þess að hún hefur mikinn styrk og vegna þess að það er kröftugt fólk innanborðs

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband