Hvítasunnuhugvekja Össurar, Norðlingaölduveituleyfi og bankamenn á básum

Össur Skarphéðinsson nýr iðnaðarráðherra er með hressa hugvekju á Sunnudegi. Þar spyr hann hví fjölmiðlar spyrji ekki réttu spurninganna og finnst greinilega um of spurt um skrifstofu hans og Norðlingaölduveitu og hvernig taka eigi leyfið af Landsvirkjun. Össuri finnst vanta heppilegri spurningar á fyrstu ráðherrahelginni.

Það sem mér fannst þó enn skemmtilegra var hinn hluti hugvekjunnar sem var um opið rými. Velþekkt er í seinni tíð að menn sem starfa á skrifstofum vinni í "opnu rými". Fundarherbergi eru þá mikið notuð. Össur gerir það að að hugmynd sinni að stjórnarráðið verði stundað í opnum rýmum og ráðherrar skipti með sér verkum. Ætli verði þá ekki minna um plott í "reykfylltum bakherbergjum"? Að minnsta kosti væri þetta nýtt fyrir flesta ráðherrana.

Mér er minnistætt þegar einn ráðherra sem nú er hættur störfum var í heimsókn í banka - líkt og Össur segir frá. Þessi ráðherra var afar hneykslaður á vinnuaðstöðunni og lýsti henn svona:

 "Það er ekki nema von að þeir séu dýrvitlausir þessir bankamenn. Þeir sitja allan daginn og guða á tölvuskjái sitjandi á básum og baula í síma. Það er engin leið fyrir þessa menn að hugsa heila hugsun þegar þeir eru eins á básum eins og beljur í fjósi."

Síðan eru liðin nokkur ár....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband