Nýtt Alþingi, reykingar kvaddar, fyrsti bæjarráðsfundurinn og slys á Suðurlandsvegi

Síðasti dagur maímánaðar var fallegur dagur. Morguninn hófst hjá mér á bæjarráðsfundi Árborgar, þeim fyrsta eftir árs frí mitt. Það var góður andi á fundinum, þrátt fyrir ólík stjórnmálaviðhorf. Ísland í dag kom við í blíðunni á Selfossi.

Alþingi kom saman að nýju í höfuðborginni með nýjar áherslur og má sjá nýjar víglínur í pólítik á Íslandi. Sterkur meirihluti ríkisstjórnarinnar virðist líklegur til að ná árangri. Framsókn verður smá stund að ná Steingrími J. í andspyrnuræðum. Um hvað sammælast vinstri-frjálslyndir framsóknarmenn?

Reykingabann tekur gildi á miðnætti og verður söguleg bálför vindlanna haldin á Argentínu fram eftir kvöldi. Ölstofumenn hafa boðað málsókn vegna skerðingar á stjórnarskrárvernduðu atvinnufrelsi.

Skugga bar á daginn með fregnum af alvarlegu umferðarslysi - enn einu sinni - á Suðurlandsvegi. Allt of mörg alvarleg slys verða á þessari leið. Nú reynir á nýjan samgönguráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt /skugga sem við veðum að fyrirbyggja,með 2+2 vegi/HalliGamli

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Sælir Eyþór minn ég óska þér innilega til hamingju með innKomu þína í bæjarstjórn. Samt mættu þessir helv.... ljósastaurar gera eitthvað annað en að vera fyrir manni, sérstaklega þegar maður er við akstur.

Annars hjó ég eftir því að þú ert uppi í skýjunum út af þessu reykingabanni, sem fer að bresta á eftir nokkrar mínútur.  Þó ég reyki þessa nikótín-tjöru-STAURA, Þá er ég bara þrælsammála þér í þeim efnum að banna þá innandyra á samkomustöðum.

Þá tel ég að þessi stefnuræða forsætisráðherra fyrr í kvöld og síðan allar hinar ræðurnar, muni bjóða okkur sem höfum áhuga á stjórnmálum uppá virkilega upplífgandi sjónarspil. Líklega verður samfó að leggast æði lágt í mörgum af sínum áherslumálum, ef ekki á að fara svipað og fór með meirihlutann hér í Árborg sem var undir forystu ykkar sjálfsæðismanna.

Að lokum tek ég heils hugar undir þetta sem gerðist á Suðurlandsvegi þ. e. Þetta óhugnanlega slys. Umferðarslysin eru sko alveg hræðilegt kýli, hjá þjóð sem er jafn rík og maður heyrir um og jafnframt les um, síðan má ekki gleyma að fjölmennari þjóðir hafa mikið öruggari vegi en við.

Kannski væri gott að menn og konur notuðu í meira mæli "innanbæjar" sama ferðamáta og ég. (Vísun í mynd með athugasemd.)

Eiríkur Harðarson, 1.6.2007 kl. 00:30

3 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Hæ Eyþór,

Ég er alveg sammála þér með veginn, en bendi á að umrætt slys varð austan við  Selfoss og þess vegna utan þess kafla sem rætt hefur verið um að tvöfalda. 

Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að tvöfalda í raun allan hringveginn ef vel á að vera.  Eigum við ekki að gera þá kröfu að á 20 ára áætlun vegagerðarinnar verði hringurinn tvöfaldur eða a.m.k. 2+1  sem mér finnst persónulega gera mjög mikið  t.d. á milli Selfoss og Reykjavikur enda keyri ég sjálfur þann kafla oft í viku .

Gunnar Jóhannsson, 1.6.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband