Maldon saltið

"Ég elska þig eins mikið og nýtt nautakjöt þarf salt" sagði dóttir ein í ævintýri við pabba sinn. Pabbinn var ósáttur við líkinguna, en áttaði sig síðar - þegar hann fékk ósalt nautakjöt í matinn - að dóttirin elskaði hann sannarlega. Mér datt þetta í hug eftir að hafa fengið frábæra nautasteik í grillveislu í gær. Á borðum voru sósur, en það sem var enn betra: Maldon salt. Af öllu salti er sjávarsaltið alltaf best. Til er mismunandi sjávarsalt, jafnvel rautt og svart, en Maldon saltið finnst mér alltaf best.

Salt jarðar. Salt sjávar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ég er hætt fyrir löngu síðan að nota salt í matinn, nota þess í stað krydd og þá aðeins ef nauðsyn ber til... Rautt kjöt, nei aldei meir.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 10.6.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er salt ekki í öllum tilvikum NaCl og því allt eins, nema kornastærðin?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2007 kl. 15:33

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Þarna næ ég að vera sammála þér.

Eva Þorsteinsdóttir, 10.6.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað er þetta sem þu kallar Maldon salt ???/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.6.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Jahá!  Merkilegt alveg  

Ég held þú ættir að semja lag um þetta Eyþór.

Úh úh úh... MALDON SALT (í staðinn fyrir könguló kannski?!)

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 10.6.2007 kl. 20:17

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Hver kostar þenna pistil?

Hver flytur inn Maldon saltið?

Sagði ekki Hannes Hólmi að "hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis..."?

hahaha...

Viðar Eggertsson, 10.6.2007 kl. 22:56

7 Smámynd: Karl Tómasson

Hvernig væri að framleiða Álafosssalt með þremur essum?

Karl Tómasson, 11.6.2007 kl. 00:27

8 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Maldon saltið er langbest. Það er einhvern veginn miklu mildara á bragðið og hefur ekki þetta ramma eftirbragð sem maður finnur svo gjarnan af öðru salti.

Svo skemmir "fílingurinn" ekki fyrir þegar það er mulið í lófanum áður en því er stráð á matinn.

Maldon saltið er í hvítum og grænum kössum og ættu allir þeir sem ekki hafa uppgötvað þessa guðsgjöf að kaupa einn!

Ólafur Örn Nielsen, 11.6.2007 kl. 12:00

9 Smámynd: Sigurjón

Salt er alls ekki í öllum tilvikum NaCl.  Það getur líka verið blanda af þessu og KCl, auk CaCl.  Fleiri tilbrigði veit ég ekki um, en CaCl mun vera mun algengara en KCl.

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband