16.6.2007 | 14:42
Miðbær Selfoss - einstakt tækifæri sem þarf að ígrunda vel
Það er ekki á hverjum degi sem nýr miðbær er mögulegur í vaxandi sveitarfélagi. Víðast er það svo að miðbær viðkomandi bæjar er fastmótaður og erfitt að ná utan um hann. "Nýi miðbærinn" sem átti að verða í Reykjavík er að uppistöðu Kringlan og Borgarleikhúsið. Tómarúmið sem varð til við gríðarlegan vöxt höfuðborgarsvæðisins nýttist svo Kópavogi og Smárlind.
Selfoss hefur afskaplega sjarmerandi bæjarstæði með Ölfusánni og brúnni yfir hana. Miðbær Selfoss hefur byggst upp við brúarsporðinn og þar standa sögufræg hús sem vert er að hlú að. Einkaaðilar hafa sýnt framsýni og áræðni með því að kaupa upp hús og lóðir á svæðinu, en sveitarfélagið er þó stærsti lóðarhafinn þegar bæjargarðurinn er meðtalinn.
Hugmyndir um nýjan miðbæ á Selfossi hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Fyrir nokkru var talsverð umræða um byggingu 16 hæða bygginga sem síðar var horfið frá. Nú hafa komið fram hugmyndir um háreista fjölbýlishúsabyggð sem vert er að skoða vandlega áður en lengra er haldið. Íbúar eru ekki allskostar sáttir við framkomnar hugmyndir og er rétt að gefa þeim sjónarmiðum gaum. Stefnt var að því að keyra hugmyndirnar í gegn á fundi skipulags- og byggingarnefndar í vikunni, en á síðustu stundu ákvað vinstri meirihlutinn að fresta málinu.
Í dag er einstakt tækifæri til að byggja fallegan miðbæ á Selfossi. Þetta tækifæri ber að nýta af kostgæfni. Miðbæjarfélagið hefur varað við því að með framkomnum hugmyndum sé stórfellt skipulagsslys yfirvofandi. Það er því rétt að ígrunda málið vel áður en lengra er haldið.
Rýmt fyrir nýjum miðbæ á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 860664
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Þekki ekki til á Selfossi en er sammála þér með að það borgi sig að skoða svona mál vel áður en vaðið er af stað, sérstaklega þegar um ræðir svæði sem fólki þykir vænt um. Annars vildi ég óska þér til hamingju með nýja starfið þitt. Gangi þér vel með það og allt annað.
Thelma Ásdísardóttir, 16.6.2007 kl. 14:51
Já, maður er ótrúlega spenntur og kvíðinn með framtíð bæjarins okkar. Hræðilegt að sjá hann núna, eins og stór sprengja hafi lent oní honum miðjum. Er smeik með framhaldið, finnst eins og vaðið verði fram með vald og hroka en ekki hlustað á okkur íbúana, vonandi að Samfylkingar menn í bæjarstjórn virkji nú íbúalýðræðið og gefi okkur séns á að gera athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 14:54
Á Íslandi kemur rigningin lágrétt vegna roksins og það er eftil vill þess vegna sem regnhlífanotkun ar ekki útbreyddari en raun ber vitni. Þá skín sólin einnig lágrétt á okkur vegna hnattstöðu landsins. Hverskonar byggingar hærri en tvær mynda ískaldan skugga í norðanáttinni og ættu ekki að verða byggðar ef landrými er nægilegt. Bæirnir tveir austan Hellisheiðarinnar, Hveragerði og Selfoss njóta sín enn vegna lágreystra fallegra húsa og óskandi verður þeirri byggingastefnu haldið óbreyttri.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 16.6.2007 kl. 15:53
Standa ekki 3 fjölbýlishús þarna auð nú þegar?
Af hverju þarf að byggja fleiri steypuklumpa ef svo er.... væri ekki nær að gera eitthvað fallegra við þetta svæði, eitthvað sem sýnir hvar miðbærinn er þarna, eitthvað menningarlegra og meira rekstrar og verslunartengt?
Ég held að fólk flytji ekki út á land til að búa í blokkum.... nóg byggt af þeim í Reykjavík, enda minna um lóðir í miðborginni.
Hvaða mikilmennskubrjálæði er í gangi þarna?????
Eva Þorsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 18:58
Áhugaverður pistill, Eyþór. Þrír punktar hjá þér slá mig.
1. Einn er að frasinn með nýja miðbæ Reykjavíkur náði aldrei fram að ganga. Kringlan er og verður aldrei miðbær, heldur bara shopping mal.
2. Brúarstæðið hjá Selfossi er einstakt, það er rétt, enda svona aðkomur meira og minna horfnar í beinnarlínumentaliteti vegagerðarinnar. Það er ekki bara á Íslandi sem vegagerðir ráða örlögum bæja. Það er um heim allann. Nýja brúin mun stórskemma Selfoss, sérstaklega þar sem kúnnarnir munu sniðganga bæinn á hraðleið til að whatever. Það verður enginn miðbær án umferðarinnar.
3. Háhýsi á Selfosi er hlægileg minnimáttarkennd. Það er ekki nokkur ástæða til að byggja hátt á Selfosi og mun stórskemma þá samfélagsgrunnmynd sem fyrir er.
Kveðja
Ólafur arkitekt.
Ólafur Þórðarson, 17.6.2007 kl. 00:46
Vonandi verða byggingar á Selfossi áfram smáar í sniði og snyrtilegar sem fyrr. Selfoss er bær sem ég vil búa í til framtíðar, ef þetta verður þannig.
Sigurjón, 17.6.2007 kl. 02:28
Smáar í sniðum átti þetta að vera.
Sigurjón, 17.6.2007 kl. 02:31
Sá þátt í sjónvarpinu fyrir mörgum árum, en þar var sýnt fram á það á vísindalegan hátt, að stórhýsi magna upp vind. Þess vegna er allt grátt og dautt í kringum blokkir og eina lífið er rusl sem snýst í hringi. Ég hélt að á Selfossi væri ráð að byggja lágt, enda vindur ekki eitthvað sem okkur vantar þar.
Var að skoða teikningu af miðbænum í Dagskránni að mig minnir og sýnis mér þessi miðbær vera allt sem okkur vantar ekki á Selfoss.
Jón Lárusson, 18.6.2007 kl. 11:30
Komst í ham við að lesa þetta, enda legið á mér um nokkurn tíma að blása út um þetta mál. Taldi hins vegar þetta of mikinn texta fyrir athugasemdakerfið og textaði því um þetta hjá mér http://jonl.blog.is/blog/jonl/entry/241688/. Þetta er hins vegar mál sem þarf að huga að og ekki má rasa um ráð fram hvað þetta varðar.
Jón Lárusson, 18.6.2007 kl. 11:53
Maður stoppar á Selfossi til að hangsa, skreppur úr bústað til að versla og vill geta rölt, borðað ís og skoðað fólk. Blokkarbrölt er allra síst til bóta á þessum stað. Aðkoman að bænum er einstök, áin, brúin og Guðni úti í garði að slá. Það vantar bara ísensku útgáfuna af Puerto de Mogan (de Gran Canaria) hinum megin við brúnna til að gera þetta að "must" stoppi.
Ég, 20.6.2007 kl. 12:38
Þeir vilja eyða peningum í nýjan miðbæ ,en vanrækja þorpin við ströndina,Stokkseyri og Eyrarbakka.
Það er til skammar áhuga og afskiptaleysi Árborgar þar.
Ruth, 21.6.2007 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.