18.6.2007 | 22:22
Jarlinn af Sigtúnum
Egill Thorarensen byggði sögufrægt hús sem stendur spölkorn frá Ráðhúsi Selfoss. Árni Valdimarsson býr þar nú og hefur hann verið frekar óhress með fyrirætlanir um að byggðar verði íbúðablokkir í kringum hús hans. Reyndar er áformað að fara með götu í gegnum gróinn garðinn hjá honum án þess að hann samþykki það.
Þessi áform eru hluti af þeim hugmyndum sem nú á að keyra í gegn um bæjarkerfið í Árborg. Tillögunni var frestað á fimmtudag þó engar skýringar hafi verið gefnar upp um ástæður frestunarinnar. Mörg óleyst mál tengjast tillögunni, en fleiri en Árni Valdimarsson eru óhressir með hana. Bæjarstjórnarmeirihlutinn keypti nýlega "Pakkhúsið" og "Pizza 67" og er talið að þessi kaup tengist skipulagstillögunni. Engar skýringar hafa þó verið gefnar upp um til hvers bærinn keypti þennan rekstur.
Augljóst er að málið á að fara í flýtimeðferð enda er þegar farið að rífa hús á svæðinu, auk þess sem aukafundur bæjarstjórnar verður haldinn í sumar til að geta gefið út bygginarleyfi. Margt bendir því til þess að menn telji málið í höfn þó það hafi ekki fengið afgreiðslu.
Nú er spurningin hvort málið fari umræðulítið í gegn, eða hvort ráðrúm fæst til að ígrunda það stóra mál sem miðbær Selfoss er.
Menn eins og Egill Thorarensen mörkuðu djúp spor í uppbyggingu Íslands. Hans mætti gjarnan minnast betur fyrir gríðarlegt brautryðjendastarf á Suðurlandi.
Menn eins og Árni Valdimarsson standa vörð um sögu, menningu og almannahagsmuni og eru óhræddi við að tjá sína skoðun.
Það mættu fleiri vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Já ég bíð spennt eftir niðurstöðum ef einhverjar verða. Komst ekki á fundinn í kvöld á eftir að fá fréttir af honum.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2007 kl. 23:25
Ég var búin að kommenta á færsluna þína um þetta mál. Veit ekki hvert það komment fór? - En langar allavega að tjá mig um þetta þó að ég búi víðsfjarri. Málið hreyfir við mér þar sem Egill Thorarensen var ömmubróðir minn. Mér finnst það einum of algengt að fólk geri sig sekt um skammsýni þegar verið er að sýsla með svona ákvarðanir. Gildi sögunnar og þau verðmæti sem þar liggja virðast of oft verða útundan. Með því er ég ekki að segja að það eigi að varðveita og vernda allt en eins og þú bendir réttilega á Eyþór þá markaði Egill djúp spor á sínum tíma og þau hlýtur að verða að varðveita með einhverjum hætti, sögunnar vegna.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:56
Alveg þori ég að hengja mig uppá það, að Egill Thorarensen hefði tekið fagnandi hugmyndum um gríðarlega uppbyggingu á þessu svæði og það er ekkert annað en argasta hræsni að blanda minningu Egils inní þetta lélega einkastríð Eyþórs við að koma sér á framfæri persónulega og slá þarna pólitískar keilur. Það er megn skítalykt af málinu...
Minningu Egils hefur hinsvegar aldrei verið nægur sómi sýndur hér á Suðurlandi. Ef Eyþór hefur hugmyndir að breytingu þar á er það gott mál, til væri ég, en það verður varla með því að friða einhvern bakgarð í Sigtúnum, af því það hentar fasteignasölunni sem þar er, þó Árni vinur minn sé alls góðs maklegur...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.6.2007 kl. 14:46
Tilvalið að halda upp á 60 ára afmæli Selfoss sem er í ár. Kynntu þér málið Hafsteinn.
Eyþór Laxdal Arnalds, 19.6.2007 kl. 17:15
Sæll Eyþór.
Egill kom miklu í verk á sínum farsæla kaupfélagsstjóraferli. Hann var kaupfélagsstjóri frá 1930 stofnári, til dauðadags snemma árs 1961. Honum var falið af sunnlenskum bændum og samvinnumönnum að stýra uppbyggingu KÁ og MBF og gerði það vel. Minnisvarðar um hann liggja um allt Selfoss í formi stórra bygginga eins og mjólkurbússins, Ráðhúss Árborgar, pakkhússins, Sigtúns og fleiri bygginga. En einnig hafa mörg hús sem Kaupfélagið stóð að horfið, t.d. er ekkert eftir af gömlu smiðjunum sem viku fyrir glæsilegri verslunarbyggingu sem nú er Kjarninn á Selfossi. Hin mikla uppbygging á Selfossi er ekki síst grunduð á traustri forystu Egils á sínum tíma og glæstur minnisvarði um hann, sem og dæmi um vel heppnaða uppbyggingu af hendi samvinnufélaga bænda. Fleiri minnisvarðar eru til um athafnir Egils, eins og t.d. endurvakning útgerðar í Þorlákshöfn sem hann beitti sér af alefli fyrir. Annar minnisvarði er kannski umdeildari, hin auða Vesturbúðarlóð á Eyrarbakka.
Kv. Lýður
Lýður Pálsson, 19.6.2007 kl. 22:43
Þessi skítalykt sem Hafsteinn talar um er af fulltrúum meirihlutans. Og afstaða okkar sem berjumst gegn núverandi meirihluta og eyðileggingaráformum hans hér í miðbænum hefur ekkert með pólitískar keilur að gera. Svo er það nú bara lágkúran ein að blanda fasteignasölunni Bakka í þetta mál.
Sigurður Sveinsson, 20.6.2007 kl. 15:55
Þú getur, Sigurður minn, sent alla þína lágkúru til Eyþórs og það er hann sem hér blandar Árna inní þessa umræðu. Það er augljóst öllum sem með þessari umræðu fylgjast að Eyþór er að nota þetta mál sér til framdráttar pólitískt og það sem ég sá af honum í Kastljósi styður það og ég er ekki einn um þá skoðun, það köllum við pólitískar keilur og það er megn skítalykt af málflutningi Eyþórs, sorry...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.6.2007 kl. 00:25
Þú ættir að koma á fundinn á Hótel Selfossi í kvöld, Hafsteinn. Fund sem meirihluti bæjarstjórnarinnar hér þorir ekki að mæta á. Flestir eru sammála um að byggja upp nýjan miðbæ hér. En það sem meirihlutinn er nú að gera eru hrein afglöp og skemmdarverk. Þeim væri nær að viðurkenna það og hlusta á íbúana hér hvort sem þeir heita Sigurður eða Eyþór. Þó við Eyþór séum samherjar í þessu máli erum við algerlega á öndverðum meiði í pólitikinni. Ég hef ekki verið þekktur fyrir ást á íhaldinu í gegnum tíðina. En ég hef heldur ekki mikla ást á þeim sem svíkja umbjóðendur sína og kalla það ábyrga stjórnsýslu eins og Jón Hjartarson. Maðurinn, sem nýlega var krýndur vegtyllunni sem forseti bæjarstjórnar. Rúinn öllu trausti kjósenda sinna og ætti að skammst sín til að segja af sér strax.
Sigurður Sveinsson, 21.6.2007 kl. 02:45
Mér virðist nú af fréttum Sigurður, að eitthvað hafi mönnum verið mislagðar hendur við undirbúning þessa fundar. Ég hef ekkert fylgst með þessu máli nema það sem komið hefur fram opinberlega og fyrir því öllu fer Eyþór þessi og mér finnst bara ekki trúverðugt það sem frá honum hefur komið t.d. hneykslan varðandi leyfi til niðurrifs, (sem komið hefur fram að hans fólk gekk frá). Ég ætla hinsvegar að vona að það náist samstaða um góða lausn varðandi byggingamagn á svæðinu og fyrirkomulag allt, því þetta er auðvitað magnað tækifæri til að gera þarna stórkostlega hluti í að móta nýjan miðbæ á Selfossi.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.6.2007 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.