Gróðurhúsaloftegundir og áhrif þeirra

Heimildarmyndir um hlýnun jarðar spretta nú upp víða. Fræg mynd Al Gore um "inconvenient truth" vann meira að segja Óskarinn. Tímanna tákn. Heimildarmynd sú sem Rúv sýndi í kvöld var af öðrum meiði. Þar var á nokkuð sannfærandi hátt sýnt fram á að hlýnun jarðar sé ekki af völdum CO2 heldur sólarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er sagt, en myndin gerði þessu góð skil.

Umræðan um orsök og afleiðingu mun sjálfsagt verða vaxandi á næstu árum, enda um fátt meira talað en orku og hlýnun jarðar.

Gróðurhúsalofttegundir eru staðreynd, en hversu mikil áhrif þær hafa á hlýnun jarðar er enn umdeilt. Best er samt að láta jörðina njóta vafans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Loksins fékk maður að sjá og heyra öfgalausa umfjöllun, vel rökstudda og sannfærandi.

Helgi Kristinn Jakobsson, 19.6.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

"Best er samt að láta jörðina njóta vafans"

Með þessu ertu að dæma tvo miljarða rafmagnslausra manna til áframhaldandi fátæktar. Það er einfaldlega engin þekkt leið til að þetta fólk komist úr fátækt sinni án þess að það fái að nýta olíuna og kolin sín.

Björn Lomborg færir sterk rök fyrir því í bók sinni að jafnvel þó að manngerð hlýnun reyndist vera vandamálið, ætti frekar að styðja fátækar þjóðir til að komast úr örbyrgðinn heldur en reyna að forðast hlýnun sbr. Kyoto. Þá væru menn í stakk búnir til að takast á við hugsanlegar afleiðingar hlýnunar vegna efnahagslegs styrks. Sjá http://www.lomborg.com

Finnur Hrafn Jónsson, 20.6.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband