Verdur það Þorlákshöfn?

Michel Jaques, forstjóri Alcan Primary Metal Group segir Þorlákshöfn vera áhugaverðan kost. Ólafur Áki bæjarstjóri er stórhuga og hefur lýst yfir áhuga á fá áliðnað í Þorlákshöfn. Höfnin í Þorlákshöfn hentar vel og er auðvelt að stækka hana. Þá er landsvæði í Ölfusinu gríðarmikið. Margir Sunnlendingar hafa talið eðlilegt að orka sé nýtt í héraði. Hér eru líka ákveðin umhverfisrök þar sem styttri lagnaleiðir gæti minnkað raforkulínur.

Álver eru og verða umdeild, en það er ekki ólíklegt að áliðnaður skjóti rótum í Þorlákshöfn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Verdur?  Hvað þýðir það?

Annars er gaman að heyra af þessum hugmyndum og að flytja einhver atvinnutækifæri austur fyrir fjall.  Þá er nú gott að búa á Selfossi!  Kveðja frá sambæjarmanni. 

Sigurjón, 21.6.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú orðið svo varðandi hinar ýmsu stóriðjuhugmyndir í Þorlákshöfn, að við sem höfum fylgst með þeim öllum frá 1974 eða svo brosum nú bara í kampinn. Ekki það að okkur ætti að vera hlátur í hug nema síður væri, en það hafa dúkkað hér upp nokkuð reglulega, stórar hugmyndir og plön og hvort sem það er nú tilviljun eða eitthvað annað, þá hafa þessar uppákomur oftar en ekki tengst kosningaárum.

Það er nú sennilega ástæða þess að menn brostu bara enn og aftur góðlátlega núna á vordögum þegar upp komu þessi áform um "Áltæknigarð" og hugsuðu með sér "enn ein andskotans froðan". Ég hef nú sagt lengi, að fyrst Framsóknarmönnum á Suðurlandi tókst með einhverjum óskiljanlegum hætti að missa frá sér, í einhverri togstreitu í flokknum og þvert gegn öllum reglum í markaðsfræðunum, á síðustu metrunum, (menn voru í gamni og alvöru búnir að taka skóflustunguna) Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkrók að þá eru okkur allar bjargir bannaðar.

Allt sem upp hefur komið í umræðuna síðan hefur reynst endalaust þvaður og atkvæðakaup. Nú síðast er sveitarfélagið sjálft búið að setja peninga og hagsmuni sveitarfélagsins undir í ævintýramennsku við hörvinnslu, sem ekki ætlar nú í gang einusinni þrátt fyrir miklar byggingar og hundruð milljóna, (72 milljónir úr vösum bæjarbúa)

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.6.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Það þarf greinilega að kjósa fleiri konur í sveitarstjórnir hér á landi.  Þær kunna heimilisbókhald og koma með nýtt sjónarhorn sem augljóslega vantar.  Er karlpeningurinn svona álgeldur ?

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 23.6.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er alveg hægt að fallast á það Ingibjörg að fleiri konur mundu gera gagn þar, held það sé ekki spurning.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.6.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband