Einar Oddur kvaddur

Minningarathöfnin um Einar Odd Kristjánsson í Hallgrímskirkju í dag skildi engan mann eftir ósnortinn. Mikill mannfjöldi var samankominn til að kveðja mikinn mann og var fullt út úr dyrum þessar stóru kirkju. Þjóðarsátt var ofarlega í huga allra viðstaddra, enda ekki ómerkur minnisvarði um Einar Odd. Þingmenn úr öllum flokkum kvöddu félaga sinn sem náði að sameina fólk með eftirminnilegum hætti. Það rifjaðist upp fyrir mér hvað Einari Oddi var tíðrætt um að una fólki og öfundast ekki. Einar Oddur undi fólki og unni sinni þjóð. Þingheimur er fátækari við brotthvarf Einars en minningin lifir sterkt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þetta er einmitt það sem mér hefur fundist vanta hjá þessum annars ágæta flokki. Einhvern sem kemur hreint og beint fram fyrir alþjóð, finnst sem þessir stuttbuxnadrengir segi lítið af einlægni þegar þeir eru orðnir þingmenn. Afturá móti er ég virkilega hnuggin yfir því að þessi merki landsbyggðapólitíkus skuli ekki vera á meðal vor lengur.

MEGI MINNING HANS LIFA VEL OG LENGI. 

Eiríkur Harðarson, 25.7.2007 kl. 22:23

2 Smámynd: Sigurjón

Skál fyrir minningu Einars Odds!

Sigurjón, 29.7.2007 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband