Reikjavíkurlistinn

Nýr fjögurra til fimm flokka meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur samanstendur af ólíku fólki og verður vægast sagt fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim gengur að ná saman í fyrsta verkefni nýs meirihluta: REI. 

Yfirlýst markmið meirihlutans er að:

"Samstaða sé um það innan nýs meirihluta í borginni að vinna að sameiginlegri niðurstöðu í málinu en ekkert liggi enn fyrir um það hvernig sú niðurstaða verði."

Eða svo sagði Svandís Svavarsdóttir í dag. Jú og "róa þarf umræðuna" sagði hún líka.

Var ekki markmiðið að stöðva sölu á almannaeigum?
Átti ekki að bakka út úr samrunaferlinu og leita allra leiða við það?
Eða er markmiðið núna eingöngu að "ná samstöðu um að vinna að sameiginlegri niðurstöðu"?

Voru það ekki málefnin sem skiptu máli í fyrradag?

Eða voru það völdin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Held að þau eigi hvort annað skilið.  Eiga eiftir að súpa seiðið af því

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 12.10.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Það hefði margt mátt betur fara í þessu máli. 

Júlíus Valsson, 13.10.2007 kl. 00:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Völdin skipta þau öllu máli, ekki spurning. En annars velkominn á svæðið á ný og til hamingju með bumbubúann. 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 00:08

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Getur verið að heldsta verkefni hins nýja meirihluta sé "að róa umræðuna" ?

Ég hlustaði á viðtalið við Svandísi og mikið rétt ! Stúlkan telur það heldsta verkefni valda-ræningjanna "að róa umræðuna" !

Ég veit ekki betur en undanfarna daga, hafi heyrst einna hæst í henni sjálfri. Dagur Bje eignaði Svandísi fall fyrrverandi meirahluta. Af orðum hans mátti skilja, að Svandís hafi talað meirihlutann í hel. Merkja þessi ummæli stelpunnar, að hún sé orðin þreitt í skoltinum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.10.2007 kl. 10:11

5 Smámynd: haraldurhar

Sæll Eyþór.

Er það ekki nokkuð ljóst í þínum augum, sundurlyndi og reynsluleysi fulltrúa sjálfstfl. í frafarandi borgarstjórn felldi sig sjálfur. Flokkadrættir og valdabrölt innan sjálfstæðisfl. eru að gera hann óhæfan til stjórnarsetu. Það liggur í augum uppi að erfitt er að halda úti regnhlifarsamtökum til lengri tíma.  Eg álít að nýr meirihluti muni vinna nokkuð þétt saman, á þeirri forsendu að öll sem eiga hlut að máli eiga sinn pólitíska líf undir að vel takist til út kjörtímabilið.

 Það væri áhugavert að fá þín sjónarmið varðandi átök um völd og frama í borgastjórnarfl. sjálfstæðismanna, og ekki síst í sögulegu ljósi, þegar litið er til vals á þeim sem´á að leiða listann hverju sinni.

kv. h.

haraldurhar, 13.10.2007 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband