Saga af flugvelli

Þegar Bretar komu til Íslands í maí 1940 lögðu þeir áherslu á gott flugvallarstæði og varð Kaldaðarnes við Ölfusá fyrir valinu. Mikil flóð í ánni urðu svo til þess að flugvöllurinn lagðist af og var starfssemin flutt til Keflavíkur. Nú eru aftur uppi umræður um flugvallarstarfssemi í nágrenni Selfoss.

Í fyrsta lagi var samþykkt merk ályktun á ársþingi Sambands Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS) um alþjóðaflugvöll á Suðurlandi. Ég sat í samgöngunefnd ásamt Elliða Vignissyni og öðru góðu fólki, en Elliði leggur út af ályktuninni á bloggi sínu í dag, reyndar með þeim formerkjum að flugvöllurinn verði á Bakka.

Í annan stað hefur D-listinn í Árborg talið rétt að huga að framtíð flugmála í tengslum við Selfoss og í Sveitarfélaginu Árborg. Það skýtur skökku við að sjá niðurstöðu starfshóps um flugvallarmál sem í raun lokar á þennan möguleika í nágrenni við Selfoss.
Um þetta má lesa í fundargerð bæjarráðs frá því í morgun.

Þá hafa ýmsir aðilar í flugrekstri sýnt því áhuga að færa starfssemi sína til Árborgar. Er bæði um að ræða aðila sem eru með starfssemi á Keflavíkurflugvelli og á Reykjavíkurflugvelli. Staðssetning á Suðurlandi hentar æ betur til ferðmála. Þá er þrengt að starfssemi í Reykjavík og aðstöðugjöld í Keflavík eru há.

Það skyldi þó aldrei vera að í framtíðinni verði alþjóða- og ferðamálaflugvöllur í Árnessýslu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kjartan Ólafsson reifaði þá hugmynd að Selfossflugvöllur yrði stækkaður og gerður að varaflugvelli fyrir Kelfavíkurflugvöll.

Það er því miður ekki hægt því að Selfoss og Miðnesheiði eru á sama veðursvæði. Þegar Keflavíkurflugvöllur er lokaður í suðlægum áttum vegna þoku eða of lélegra lendingarskilyrða eru svipuð veðurskilyrði á Selfossi.

Þá er Reykjavíkurflugvöllur hins vegar opinn vegna þess að Reykjanesfjallgarðurinn með sín 6-700 metra háu Lönguhlíð og Bláfjöll virka eins og varnargarður og jafnvel sést til sólar hlémegin.

Ómar Ragnarsson, 8.11.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Það væri nú fínt að fá varaflugvöll, hérna í nágrennið.  Þú og Jörundur yrðuð flugvallastjórarar!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 10.11.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband