Davíð Oddsson, Óðinn og afmæli

Í gær hélt Óðinn upp á 60 ára afmæli Selfoss með hátíðarkvöldverði í Hótel Selfoss. Heiðursgestir voru þau Ástríður Thorarensen og Davíð Oddsson. Þetta kvöld var flestum ógleymanlegt sem sátu enda bæði hátíðlegt og skemmtilegt.

Sjálfstæðisfélagið Óðinn hefur í dag um eitt þúsund félagsmenn og hefur tvöfaldast á síðustu tveimur árum. Í tilfefni af afmæli Selfosskaupstaðar var ákveðið að menn gerðu sér dagamun enda fullt tilefni til.

Davíð Oddsson er Selfyssingur og bjó fyrstu ár sín á Austurveginu en fluttist svo til Reykjavíkur. Nú flytja margir Reykvíkingar austur.

Davíð skilur eftir sig djúp spor hjá íslensku þjóðinni og hefur alla tíð vakið upp sterk viðbrögð hjá fólki. Sagan mun sýna hversu mikið breyttist í frelsisátt á valdatíma Davíðs.

Sumir segja að Davíð sé valdamikill í dag. Sennilega er það ekki allskostar rétt, enda eru völd Seðlabankans afar takmörkuð þó sjálfstæður sé.

Hitt er hins vegar laukrétt að Davíð er áhrifamikill í íslensku samfélagi. Það sést kannski best á því að pólítískir andstæðingar hika við að snúa við mörgum af þeim framfaramálum sem gengu eftir undir stjórn Davíðs. Það eru fáir sem mæla með því Síminn verði ríkisfyrirtæki og fái einokunarleyfi á ný. Þeir eru þöglir sem vildu banna kreditkort og takmarka gjaldeyrisviðskipti fólks. Eignaskattturinn á sér færri talsmenn en áður og fáir vilja tvöfalda skatta á fyrirtækin. Litasjónvarpið verður áfram og fáir vilja Verðlagsráð!

Það er engin tilviljun að framfarir hafi verið miklar á sama tíma og höft viku fyrir frelsi. Þetta gerðist líka í Bretlandi hjá Maggie, í Þýskalandi eftir stríð og annars staðar þar sem ríkis-of-stjórn víkur fyrir frjálsri hagstjórn. Fólkið finnur sinn farveg best.

Óðinn þakkar fyrir Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Guðjónsson

Ekki veit ég nú betur en að sjálfstæðismenn hafi einkavætt símann með þeim hætti að þeir eigi símalínurnar og þar af leiðandi hafi einokun á okkur landsmönnum, þökk sé Davíð. Það hefur nefnilega altaf verið keppikefli Davíðs að koma eigum þjóðarinnar á fáar hendur, reyndar aðeins ef það eru réttu mennirnir.

Magnús Guðjónsson, 11.11.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: Moggabloggarinn

Keli.

Mér finnst úrtakið sem þú notar til að reikna út stöðu launamála í landinu fyrr og nú frekar hæpið svona út frá tölfræðilegum sjónarmiðum. Eitt djobb sem þú varst í einu sinni og svo eitt djobb núna? Hefurðu hugleitt að kannski hafir þú bara verið í einhverri skítavinnu í sumar og að það fyrirtæki borgi kannski bara léleg laun? Þetta segir náttúrulega ekki nokkurn skapaðan hlut um laun eða kaupmátt í landinu og það er aðeins hlægileg afbökunarfýsn sem fær menn til að styðja sig við svona bjánaleg dæmi.

Annað bjánalegt dæmi er þegar þú berð saman vexti á lánum almennt og yfirdráttarvexti. Yfirdráttarvextir eru ekkert hærri hér en í öðrum löndum og fólk á bara ekkert að vera með yfirdrátt nema það velti miklu fé og hafi efni á að borga slíka vexti. Það neyðir enginn íslendinga til að vera allir með yfirdrátt. Fólk getur bara sjálfu sér um kennt ef það svallar í fé sem það á ekkert í og vælir svo undan umsömdum vöxtum.

Kaupmáttur er meiri í dag en fyrir 15 árum. Þetta hafa klárari menn en þú sýnt fram á með ögn vandaðri reikniaðferðum. Þú virðist miða stöðu mála við sjálfan þig fyrst og fremst en varðandi þitt ástand ættirðu frekar að líta til sjálfs þíns en Davíðs Oddssonar. Þú værir líklegri til að finna orsakir vandamála þinna þar.

Moggabloggarinn, 11.11.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heyr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.11.2007 kl. 12:19

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vel skrifað Eyþór. Davíð er okkar fremsti stjórnmálamaður síðustu áratugina og markaði spor með verkum sínum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 11.11.2007 kl. 13:05

5 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Davíð er maður sem að þjóðin fær aldrei fyllilega þakkað og við stöndum í þakkarskuld við hann. Hann var stjórnmálamaður að mínu skapi. Ég naut þeirra forréttinda að hitta hann einu sinni, þá var hann á framboðsfundi á Eskifirði, og auðvitað fór ég og heilsaði uppá frænda minn; Davíð Oddson. Davíð var stjórnmálamaður sem að fylgir samfæringu sinni til að gera það sem hann telur rétt fyrir land sitt. Það gera ekki allir stjórnmálamenn. Ég get ekki lýst því með orðum hve skelfilegt Ísland væri, hefði verið afturhaldsstjórn hér á landi síðasta aldarfjórðunginn eða svo. Mér býður við því þegar menn tala illa um hann og segja að landið sé orðið verra en það var, það eru náttúrulega ummæli sem að ekkert vit er í.

Ég verð að hrósa þér Eyþór fyrir framferði þitt í umdeildu máli fyrir um rúmu ári síðan. Þú komst hreint fram sagðir satt og rétt frá, og fyrir vikið varstu með hreina samvisku. Þetta skortir marga stjórnmálamenn, svo sem Björn Inga Hrafnsson sem að stakk rýtingi í bak okkar Sjálfstæðismanna, í borginni.

Auðbergur D. Gíslason

14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 11.11.2007 kl. 17:45

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Langar bara að segja að þetta var með hugglegri samsætum lengi. Frábær matur, frábær skemmtiatriði og frábært fólk. Pólitíkin var geymd heima.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband