168 aðfluttir eða 5.535 á ári?

Samkvæmt reiknilíkani Hagstofu Íslands er því spáð að nettófjöldi aðfluttra til Íslands verði 168 manns á ári. Forsendurnar eru eftirfarandi: "Framreikningur þessi er frá árinu 2003. Forsendur hans eru: Meðalævilengd karla árið 2040 verður 80,1 ár og 82,6 ár hjá konum. Fæðingartíðni (lifandi fædd börn á ævi hverrar konu) er meðaltal áranna 1998-2002 eða 1,99. Búferlaflutningar til og frá landinu eru meðaltal áranna 1993-2002 eða 168 manns á ári." Þetta ma skoða á vef Hagstofunnar

Staðreyndin er sú að á síðasta ári skráði Hagstofan sjálf 5.535 aðflutta UMFRAM brottflutta: 2002: 745 2003 : 480 2004 : 968 2005 : 3.742 2006 : 5.535 (Heimild: www.hagstofa.is) Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur hlutfall erlendra ríkisborgara á Íslandi farið úr tæpum 2% í rúm 6% á 10 árum. Þá eru ótaldir þeir sem hafa hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Sagt er að fjölmargir starfi hjá svonefndum starfsmannaleigum sem ekki séu skráðir. Þeir hljóta því að bætast við. Í öllu falli eru miklu meiri breytingar að eiga sér stað á Íslandi en ætla má af mannfjölaspá Hagstofunnar. Á einu ári fjölgar svipað og gert er ráð fyrir á 40 árum í spálíkaninu sem getið er hér að ofan. Við þurfum að vera full meðvituð um þróunina svo við getum brugðist rétt og vel við þessum breytingum. Fyrsta skilyrðið er að vera með sem réttastar tölur þó hraðinn sé mikill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband