Samstaða, hringlandaháttur og umhugsunarefni frá Capacent Gallup

Var að koma af bæjarstjórnarfundi þar sem margt var á dagskrá. Full samstaða var um tvö mál; ályktun um eflingu löggæslunnar og ályktun um að orkan á Suðurlandi verði nýtt í héraði. Hvoru tveggja góð mál sem full samstaða er um og öllum til sóma.

Annað mál sem okkur í minnihlutanum fannst hins vegar undarlegt var tillaga um ráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa á sama tíma og verið er að vinna að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum. Okkur þótti nógu slæmt að þeir litlu peningar sem renna til íþróttamála í Árborg skuli vera settir í skýrslugerð fyrir milljónir, en þó er sínu verra að ekki sé beðið niðurstöðu vinnuhópsins (og ráðgjafafyrirtækisins Ræktar ehf.) og farið í mannaráðningar.
Hvað liggur á? Til hvers er skýrsluvinnan ef ekki er beðið eftir niðurstöðunni?

Þá var ágæt umræða um flugvallarmál á Suðurlandi. Þó menn væru ósammála var umræðan gagnleg.

En mesta umhugsunarefnið var þó nýtt skipurit sem var borið undir atkvæði. Skipuritið er afrakstur annarar skýrsluvinnu, en í þetta skiptið var Capacent Gallup fengið til að vinna úttekt á framkvæmda- og veitusviði Árborgar.

Mér finnst umhugsunarefni að sjá SVÓT greininguna sem unnin var en þar kom fram hvaða styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri menn sjá.
(Ég tek það fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu ekki að þessari vinnu).

Í SVÓT greining Capacent Gallup (bls. 40) er bent á að einn af styrkleikum felist í góðum starfsmönnum, en ógnanir eru meðal annars "náttúruhamfarir", "mengunarslys" og "pólítískar ákvarðanir". Til veikleika er talinn skortur á pólítískri sýn. Eitt af tækifærunum sem bent er á í SVÓT greiningunni eru "kosningar".

Segir þetta meira en mörg orð.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

SVÓT greiningin er ekki svo langt frá markinu held ég. Afrakstur síðustu kosninga voru náttúrulega hamfarir (náttúruhamfarir) og skítalykt af því öllu (mengunarslys) allt saman afleiðing pólitísks "hanky panky" (pólitískar ákvarðanir), eitthvað sem verður ekki leiðrétt fyrr en í næstu kosningum.

Það að sá sem tapi mestu í kosningum, fari með forsætið í stjórn, er eitthvað sem ekki er hægt að leiðrétta nema í kosningum.

Þannig að greiningin er beint í mark

Jón Lárusson, 15.11.2007 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband