1.12.2007 | 21:56
Um "kynhlutlausari" liti
Ég var svo heppinn að hafa komið í fatabúðir í austur Evrópu og upplifað skóbúð í austur Berlín fyrir fall múrsins. Það sem einkenndi "úrvalið" var einhæfnin. Allir voru eins. Ekkert val. Sumum fannst þetta vera fyrirheitna landið. Flest var nokkuð sem kalla mætti "kynhlutlaust" að mestu.
Heilbrigð börn fæðast annað hvort sem drengur eða stúlka. Fljótlega koma fram mismunandi hegðunarmynstur og eru margir á því að þær séu eingöngu uppeldislegar. Þekkt hefur verið um aldir að drengir vilja frekar blátt en bleikt öfugt við stúlkur. Þeir sem aðhyllast innrætinguna sem skýringu telja þetta hefjast við fæðingu þegar börn eru færð í lituð föt og hafa nú fengið talsmann á Alþingi eins og menn þekkja.
Jafnrétti er góð hugsjón sem við erum sammála um sem takmark. Menn eiga að fæðast jafnir. Menn eiga að hafa jöfn tækifæri til náms, vinnu, kosninga og skrifa svo eitthvað sé nefnt. Hlutur kvenna á vinnumarkaði hefur aukist mikið og er það talið til marks um aukið jafnrétti.
Talsmaður "kynhlutlausari" lita á fæðingardeildum vill klæða börnin í hvítt eða eitthvað annað sem minnir ekki á kynferðið. Með öðrum orðum fresta eða koma í veg fyrir að þau séu kyngreind. Þetta á að stuðla að auknu jafnrétti.
Ef hér væri fundinn lykillinn að auknu jafnrétti kynjanna væri réttast að gera eftirfarandi breytingar:
(a) Banna bleikan varalit
(b) Banna blá og bleik föt
(c) Breikka rauða krossinn í íslenska fánanum (og hætta í leiðinni að nota kross)
(d) Lita Viðskiptablaðið (það er bleikt) í "kynhlutlausum" lit svo sem ljósgráum
En kannski vilja kynin frekar þessa liti genetískt?
Að minnsta kosti bendir þessi rannsókn breskra vísindamanna til þess. . .
Hér er svo skýrslan:
http://download.current-biology.com/pdfs/0960-9822/PIIS096098220701559X.pdf
...ennfremur:
http://download.current-biology.com/pdfs/0960-9822/PIIS096098220701559X.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 860752
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- nr123minskodun
- sisi
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Vinstri grænn væri ágætur litur ef hann væri ekki svona hlutdrægur. Grænt gæti dugað þar sem framsókn er dauð og á því ekki að geta gert kröfu á einkarétt þess litar. Kolbrún ætti svo sjálf að fara að ganga í felulitum, svo hún hætti að verða fyrir augum fólks og pirra það með hysterískri smámunasemi sinni og réttrúnaði.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2007 kl. 22:44
Eyþór. Alltaf gaman að sjá menn rifja upp úr fornsögunum. Við hér í kjördæminu höfum þig með múrinn og fótlagaskóna, Guðna og Bjarna með Njálu og Reykvíkingar hafa BB með Rússagrýluna.
Yljar manni alltaf um hjartatussuna að sjá þessar gömlu löngu dauðu lummur rifjaðar upp, sérstaklega í skammdeginu þegar gnauðar svolítið á upsum og barlómur Samtaka Atvinnulífsins er í hámarki í mesta góðæri sem þekkst hefur í vestrænu þjóðfélagi. Mér finnst bleikur litur fallegur innan ákveðins ramma en ég hef aldrei hrifist af bláum lit. Mér hefur alltaf fundist hann hrökkva einhvernveginn undan, lýsast og dökkna of auðveldlega eftir birtustigi í umhverfinu. Þ.e. of tækifærissinnaður.
Þórbergur Torfason, 1.12.2007 kl. 23:47
Gott að sjá ,að þið sjálfstæðismenn,samþykkið allt ,ef að það er titill ,á bakvið ákvörðunina
Halldór Sigurðsson, 2.12.2007 kl. 00:46
Það mætti athuga hvort ekki sé skaðlegt fyrir börn að bera stelpunöfn. Geta ekki nöfn eins og Kolbrún, Sóley eða Katrín stuðlað að dúllulegu uppeldi? Er ekki hætta á að börn sem bera stelpunöfn verði síður hvattar til dáða eins og börn sem bera strákanöfn?
Af hverju ekki að skýra strák t.d. Sóley eða stelpu Hallgrím. Er þetta ekki mál sem hann Kolbrún gæti vakið máls á?
Benedikt Halldórsson, 2.12.2007 kl. 02:28
Svona svo við tökum mið af því sem þú ræddir í seinustu bloggfærslu þá er ákveðin forsenda sem verður að vera fyrir hendi til þess að þeir litir sem eru settir á ábreiður barna núna séu til þess líklegir að þeir hjálpi til við að börnin gangi upp í ákveðin kynhlutverk.
Sú forsenda er að nokkurra daga gömul börn geri greinarmun á litum og að þau geti tengt ákveðna liti við ákveðin kyn og ákveðin kynhlutverk. Nú er ég bara á fyrsta ári í leikskólakennaranáminu en það hefur algjörlega farið framhjá mér bæði í náminu og í minni starfsreynslu og minni persónulegu reynslu að svona ung börn séu kominn með vitsmunaþroska á því stigi sem Kolbrún Halldórsdóttir virðist gera ráð fyrir að þau hafi. Ég er reyndar mjög ánægður að sjá að kjörnir fulltrúar okkar séu að gera sér grein fyrir því að börnin skipta máli en akkúrat þetta málefni held ég að sé betur til þess fallið að skapa einhverjum sjálfskipuðum 'baráttumönnum' trúvægi heldur en að gagnast þeim sem þeir vilja telja okkur trú um að þeir séu að berjast fyriri.
Egill Óskarsson, 2.12.2007 kl. 02:47
Benedikt kemur með gott innlegg og hugsanlega próminent baráttumál í hugsjónaþurrðinni. Baráttusöngurinn gæti verið "Boy named Sue." með Johnny Cash. Svo má taka fyrir hjól með stöng og stangarlaus, þau gætu minnt á kynhlutverk og stéttarstöðu. Ég mun samt ekki forma það að ganga í háhæluðum skóm.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2007 kl. 09:53
Bíddu hefur komið fram þingsályktunartillaga eða frumvarp á alþingi um að banna hitt eða þetta eða boða ákveðna liti? Er það þitt mat?
hee (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 17:14
"Þekkt hefur verið um aldir að drengir vilja frekar blátt en bleikt öfugt við stúlkur."
Já, er það? Hefur það verið þekkt "um aldir"? Hvar þá? Ég vona að Eyþór deili heimildum sínum með lesendum. Og er það sem sagt málið að drengirnir á fæðingardeildinni velji sjálfir bláa litinn, eða hvar kemur vilji barnanna inn í þetta?
Sú "aldagamla" hefð að klæða drengi í blátt og stúlkur í bleikt var ekki fastari í sessi en svo, að í byrjun tuttugustu aldarinnar í Bandaríkjunum var mælt með því að klæða drengi í bleikt og stúlkur í blátt. Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef séð mælti Ladies Home Journal t.d. með þessu í júní 1918. Röksemdafærslan var eitthvað á þá leið að bleikt væri "sterkari" litur og því við hæfi drengja, en blátt fínlegri litur og því meira við hæfi stúlkna.
Svala Jónsdóttir, 2.12.2007 kl. 19:33
Börn hafa verið klædd í hina ýmsu liti en heimildir eru fyrir því að drengir hafi verið klæddir í blátt og stúlkur í bleikt á miðri 19du öld, meðal annars í Frakklandi. Hvort litavalið sé genetískt eða áunnið skal ég ekki dæma, en sé ekkert að því að börn séu klædd í liti eftir kyni hver sem tískan kann að vera í litavali. Litlaus veröld er frekar dauf. Annars hefði ég haldið að önnur mikilvægari mál mættu vera á dagskrá en litaval ungbarna.
En hvað finnst þér Svala um klæðnað kynjanna almennt? Ætti að takmarka pils og kjóla til að minnka kyngreiningu?
Eyþór Laxdal Arnalds, 3.12.2007 kl. 10:49
Það mætti nú vera meira litaval á fötum drengja en er í dag. Það er erfitt að finna föt á ungadrengi sem eru ekki blá ljósblá dökk blá eða í þeim dúr.
Það er hins vegar ögn meiri litadýrðin í fataúrvali stelpna.
Mér finnst fallegt að sjá stráka í rauðu, gulu og appelsínugulu. Strákurinn minn á meira að segja hvíta og bleika nike skó sem faðir hans keypti og fólk hefur hneykslast á en honum finnst þeir flottir og það skiptir öllu. Hann er engu minni gaur. Hann elskar bílana sína appelsínugulu peysuna sína með bleiku stöfunum og svo margumtöluðu skóna sína. Svo ekki sé nefnt háhæluðu skór mömmu sína sem gefa frá sér flott hljóð.
Afhverju ekki að nota liti eins og gulan, ljósgrænan, hvítan off white og rauðan það er fyrir bæði stráka og stelpur. sleppa þessum bleika og bláa lit og láta hann bara bíða þangað til að börnin koma heim af fæðingardeildinni. Annars finnst mér ekkert að því að stelpur séu í bláu og strákar í bleiku.
Ég held að litavalið sé ekki áunnið. meira svona hvað finnst barninu fallegt hverju sinni.
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.