Betur má ef duga skal

Meðtöl segja aðeins litla sögu, en benda þó til þess hvar skóinn kreppir. Samræmd próf eru heldur ekki alvitur mælikvarði á nemendur eða skóla en eru þó eina mælistikan sem við höfum í dag.

Það að nemendur í Suðurkjördæmi skuli koma svona ítrekað illa út úr samræmdum prófum hlýtur að kalla á nokkra naflaskoðun. Ýmsar kenningar eru uppi um að kennarar annars staðar skekkji niðurstöður með því að halda slökum nemum frá prófum. Þetta er ósannað með öllu. Þá eru sumir sem telja að sumstaðar sé námið miðað við samræmd próf en ekki við þekkingu. Þetta er líka hæpin kenning.

Öll viljum við bæta grunnskólana sem eru þungamiðjan í rekstri sveitarfélaga og undirstaða allrar menntunar á Íslandi. Grunnurinn skipir miklu hvort sem hús er byggt að nám grundvallað.

Sú staðreynd að meðaltalið sé lægst í öllum greinum í Suðurkjördæmi á að hvetja sveitarstjórnarmenn, kennara, nemendur og foreldra til að taka nú höndum saman. Notum þetta gula spjald til að efla skólana okkar.

Betur má ef duga skal.


mbl.is Einkunnir hæstar í SV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband