Til hamingju með daginn

Davíð Oddsson á afmæli í dag 17. janúar. Það var gaman að sjá myndir af ferli Davíðs í þætti Egils Helgasonar í gær og í 24 stundum í morgun. Óhætt að segja að á þeim öllum er Davíð hrókur alls fagnaðar. Davíð var þáttakandi og forgöngumaður í miklum þjóðfélagsbreytingum og svo var viðeigandi að sjá mynd af Davíð með Ronald Reagan í Höfða þar sem upphafið að endalokum kalda stríðsins hófst.

 Til hamingju með daginn Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú berð honum kveðju mína en ég bloggaði gott og gamalt um drenginn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 11:35

2 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Davíð hefur alltaf verið minn uppáhalds stjórnmálamaður og því skrifaði ég grein um hann á síðunni minni.

Ég hefði nú komið suður í afmælið, hefði ég vitað fyrr að það væri opið almenningi, en ég bið fyrir kærri kveðju til frænda míns, Davíð Odssonar og vona að afmælisdagurinn hans verði sem ánægjulegastur.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 17.1.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Eyþór minn til hamingju með sextuga goðið þitt, þó svo að ég hafi, telji og muni ætíð halda því fram að viðkomandi afmælisbarn hafi verið og verði áfram svo dóminerandi að enginn ykkar. Sjálfstæðismannana sé með snefil af kjarki til að svo mikið sem andmæla einhverju af hans oft á tíðum BULLI, flestir er starfað hafa með viðkomandi eru svo lafhræddir. Rumski þetta GOÐ ykkar, sé einhver af ykkur að rembast við að koma með Sjálfstæða skoðun á einhverju máli. Þarf hann varla að bylta sér, þá mígið þið niður eins og lúbarin hundspott. Það er einfaldlega lýðræðinu óhollt að hefja 1. sterkan einstakling svo mikið upp til skýjanna. Með þessari athugasemd minni er ég alls ekki að gera honum neitt illt, eingöngu að færa í bundið mál það sem stendur ykkur fyrir þrifum.

Eiríkur Harðarson, 17.1.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyllsta ástæða er að vara við yfirgengilegri og gagnrýnislausri persónudýrkun. Margar þjóðir hafa farið flatt á því. Stalín er ekki hér!

Sitt hvað bendir til að dýrðarljóminn af fyrrum forsætisráðherra sé byrjaður að dofna og skal engan undra.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband