23.1.2008 | 23:10
Sammála Ingibjörgu...
Þeir sömu sem segja að málefnum hafi verið fórnað í nýjum meirihluta í Reykjavík fannst samt allt í lagi að hafa ENGAN málefnasamning í fjögurra-flokka samstarfi "Tjarnarkvartettsins".
Margir þeirra sem tala um baktjaldamakk nú töldu það eðlilegt að stofna REI lista með Birni Inga í mótmælaskyni við REI mál (unnin af Birni Inga)
Reyndin er sú að lítið lifir eftir af kosningaloforðum víða og virðast völdin skipta mestu í dag.
Nærtækt dæmi er í Árborg þar sem vinstri meirihluti þriggja flokka tók við fyrir ári. Þar komu VG inn til að styðja Framsókn og Samfylkingu. Kjósendur höfðu hafnað þessum flokkum og Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4 bæjarfulltrúa í stað 2ja áður og fyrri meirihluti tapaði mjög stórt.
VG fengu forseta bæjarstjórnar og hafa á einu ári gengið á svig við flest kosningaloforð sín.
Samfylkingin fékk bæjarstjórastólinn og voru 3 bæjarstjórar á launum um tíma í Árborg.
Framsókn náði að halda áfram að vera í meirihluta sem var þeirra helsta markmið.
Reynslan í Árborg er svipuð og reynslan af öðrum fjölflokka meirihlutastjórnum: Lítið gerist og fátt er ákveðið nema hvað bæjarstjórarnir hafa verið 1 á ári, eða 3 á þremur árum.
Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að svona hringl setji pólítíkina niður.
Það getum við verið sammála um.
(Man samt ekki eftir því að hún hafi sagt þetta um vinstri meirihlutann í Árborg
- eða upphlaupið hjá Degi og félögum á Tjarnarbakkanum)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Góðir punktar Eyþór. Ég skrifaði aðeins á hliðstæðum nótum hér og hér og tengdi á þessa færslu í þeirri síðari. Gaman að þessu :)
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 23:44
Var ekki REI gjörningurinn að mestu Vilhjálms. Það vildi bara svo vandræðalega til að hann var búin að gleyma því. Flestir Sjálfstæðismenn sem ég hitti eftir að þeir misstu völdin játuðu að allt það klúður væri algjörlega á ábyrgð flokksins. Óeining og mikið sundurlyndi, ekkert rætt við samstarfsflokkinn dögum saman. Tilkynnt niðurstaða án þess að hafa hann með í ráðum.
Nú mætir Villi aftur, brögðóttur og klækjóttur, aftur til leiks, en vængbrotinn og nær því engu flugi. Hræðir Ólaf með því að segja að Svandís sé líkleg í tangó. Hann verði að stökkva um borð frekar en að missa af lestinni. Gleymir að spyrja Ólaf hvort að hásetarnir á bátnum hjá honum ætla að róa.
Allir sjá að verðandi borgarstjóri er ekki hraustlegur og hefur í raun ekkert umboð kjósenda með þessi nokkur þúsund atkvæði, enda er fylgi við hann sem borgsrstjóra 20% á meðan það er 80% við Dag. Fylgið við fráfarandi borgarstjórn er 60% og 30% við þá sem eru að taka við.
Ég trúi ekki að þér finnist þetta í einlægni spennandi kostur. Ekki fyrir Sjálfstæðismenn. Þeirra þrá byggist á að vera með vind í seglum, stoltið eflist og sigurandinn. Ekkert af slíku er í spilunum og allt virðist bera feigðina með sér. Þrúgandi svipur sex menningana og reyndar borgarstjórakandísatana segir það sem segja þarf.
Gunnlaugur B Ólafsson, 23.1.2008 kl. 23:50
Gunnlaugur minn, þú heldur alltaf að þessir örfáu sjálfstæðismenn sem þú segist hitta séu einhver þverskurður af Sjálfstæðisflokknum. Það eru um 40.000 manns í flokknum eins og ég hef bent þér á ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 23:57
Es. Og það er bara þrúgandi svipur á vinstrimönnum þessa dagana. Sást vel í frétt Ríkissjónvarpsins af fundinum á Hallveigarstöðum í dag. Fréttamaðurinn átti greinilega ekki nógu sterk orð til að lýsa fýlunni sem þar var.
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 23:59
Hjörtur, sá ekki þennan fund vinstri manna sem þú visar til en er það ekki eðlilegt ef þeir voru að missa meirihlutann. En sex menningarnir voru alveg dæmdir og svo gjörsamlega stillt upp við vegg að Gísli Marteinn síkáti var stjarfur og með skeifu á vör. Dofri Hermannsson er með skemmtilega skýringu á því afhverju þau voru svona leið yfir þessu öllu saman.
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2008 kl. 00:09
Já, Dorfi Hermannsson veit það örugglega betur en allir aðrir, sérstaklega fólkið sjálft sem umræðir :D
Og hvað segirðu, eru þetta 10 sjálfstæðismenn af 40.000 sem þú ert alltaf að tala við? ;)
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 00:27
Hjörtur. hve mikið er að marka þín orð? ertu ekki bara einn af fjörutíu þúsundum?
Brjánn Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 00:40
Vel að orði komist nafni. Sem endranær.
Þetta eru í raun úrslit síðustu borgarstjórnarkosninga sem við erum að sjá núna.
Eyþór Eðvarðsson í Vilnius, 24.1.2008 kl. 09:18
Samfylkingin mælist nú með 43% en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn sé með helmingi minna í borginni. Eyþór, Hjörtur og Eyþór ekki láta eins og allt sé í góðum málum hjá ykkur!
Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2008 kl. 11:12
Þó það sé sárt að viðurkenna sem kjósandi og stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins er ekki annað hægt en að vera sammála Ragnari Erni um að eina lýðræðislega lausnin á stjórnarmálum borgarinnar er að efna til nýrra kosninga og láta okkur kjósendur gefa tóninn.
Það virðist vera að allir flokkarnir í borgarstjórn hafi klúðrað hver á sinn hátt - Vilhjálmur og Sjálfstæðisflokkurinn í REI málinu og síðan Dagur og kompaný varðandi stefnu eða kannski stefnuleysi. Enn virðist vera hætta á ferð varðandi nýjan meirihluta því ef eitthvað kemur fyrir Ólaf þannig að hann kemst ekki á fundi borgarstjórnar þá er voðinn vís og því vissast að pakka hann inn í bómull og ala í fundarsal við sem bestan viðurgjörning, hætturnar eru allstaðar, umferðin, flensan sem nú er að stinga sér niður etc. etc..
Ég held ég verði að taka undir með þeim sem settu upp síðuna Nú er okkur nóg boðið! á http://www.petitiononline.com/nogbodid/
Ísleifur Gíslason, 24.1.2008 kl. 16:25
Í Árborg er meirihluti. Er starfhæfur meirihluti í Reykjavík? Ég held ekki. Guð gefi að Ólafur F. komi óskaddaður út úr þessari orrahríð.
Lýður Pálsson, 24.1.2008 kl. 16:39
Vinstrimenn eru nú að hampa netkönnun Reykjavík Síðdegis þar sem Samfó fær 44%. Mjög áreiðanleg könnun um fylgi flokka í Rvík....hmmmm eða hvað?
Gunnlaugur....hvað kaustu mörgu sinnum í þessari könnun?
Guðmundur Björn, 24.1.2008 kl. 17:06
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:10
Stjórnamál eru í besta falli skrípaleikur. Skrípaleikur um völd þar sem allt er fallt bara ef völdin nást. Af verkunum skuluð þér þekkja þá segir einhversstaðar.Höfum það þannig!
Grétar Einarsson
Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 24.1.2008 kl. 17:54
Til í allt án Villa!
Afskaplega samhentur og trúverðugur hópur.
Árni Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.