25.1.2008 | 20:52
Ítalskur tónn í sveitarstjórn
Ég var á ferð með bandarískum og ítölskum mönnum í Þorlákshöfn í gær og kveikti á útvarpinu. Þar hljómuðu öskur og óp úr Ráðhúsi Reykjavíkur. Mennirnir spurðu hvað væri í gangi. Ég velti fyrir mér hvort ég gæti sagt þeim sannleikann. Ég var nýbúinn að dásama Ísland og hér ríkti stöðugleiki, samningar væru virtir og orð héldu. Var að spá í að segja þeim að þetta væri kappleikur, en sagði þeim loks hvað væri að gerast. Þeir voru vægast sagt hissa, en Ítalirnir sögðu þetta vera eins og hjá sér, en þar hafa ríkisstjórnar oft ekki lifað árið. Táknrænt að Prodi og BIngi sögðu af sér sama dag. Ítalirnir sögðu okkar að venjast þessu því það væri erfitt að komast út úr svona lágkúru. Líklegt væri að persónupólítík muni ráða ríkjum og fjölmiðlum.
Lætin í borgastjórn Reykjavíkur hafa verið með miklum eindæmum:
Fyrst var stofnað til vinstri meirihluta um REI. Þá var haldinn eigendafundur REI og honum frestað í margar vikur. (Mér vitanlega er honum enn ekki lokið). Þá var rifist um 2 hús á Laugavegi. Ekkert var ákveðið. Þá gafst Ólafur F Magnússon upp og tók að sér að vera borgarstjóri með stuðningi Sjálfstæðismanna. Var þá smalað á pallana í Ráðhúsinu og baulað. Að mínu mati hafa allir sett niður og pólítíkin í heild. Traust á stjórnmálum hlýtur að hafa minnkað til muna.
Þeir stjórnmálamenn sem telja þetta heppilega atburðarrás eða fagna baulurunum sérstaklega ætti að hugsa sinn gang. Sveitarstjórnmönnum er sett sú skylda að sitja án kosninga í fjögur ár. Þetta vita menn og verða að sætta sig við.
Samstarf margra flokka gerir þetta alltaf erfiðara, en atburðarrásin í Reykjavík minnir á valdaskiptin í Árborg 2006 þegar þrír bæjarstjórar voru á launum og sá flokkur sem mestu tapaði í kosningunum(Samfylkingin) tók sér bæjarstjóraembættið. Var það lýðræðislegt?. Reyndar er það ansi sérstakt að Samfylkingingarfólk á borð við Dag og Ingibjörgu skuli gagnrýna borgarstjóraskiptin miðað við það að hafa sjálf stundað það í Árborg og farið beinlínis gegn vilja kjósenda og niðurstöðu kosninga.
Kannski við sjáum þetta smita yfir í landsmálin?
Svandís boðar að minnsta kosti "óvæntan ávöxt"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2008 kl. 01:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 860777
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Hvaða sannleika sagðirðu Ítölunum? Þann sannleika að flokksfélagar þínir hefðu framið valdarán í Ítölskum stíl?
Sagðirðu þeim að þeir hefðu gert mann að borgarstjóra sem hefur fylgi við pilsnermörk og laug að fyrrum samstarfsfélögum sínum?
Sagðirðu þeim að leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn hafi verið hársbreidd frá því að selja orkuauðlindir reykvíkinga í hendur á bröskurum, var margsaga um málið og er algerlega rúinn trausti?
Sagðirðu að sami maður hafi rænt völdum í borginni og gert sjálfan sig að borgarstjóra yfir borg sem hann hefur algerlega brugðist og sýnt fádæma afglöp í starfi?
Ef þú hefur sagt Ítölunum þetta þá er ég ekki hissa að þeir skyldu verða hissa.
Theódór Norðkvist, 25.1.2008 kl. 21:14
Já Thor. Útsendingin var nokkuð sem margir hlustuðu á forviða hvort sem þeir voru við tölvu, sjónvarp eða útvarp. Við vorum að keyra þrengslin og hlustuðum á útvarpið.
Eyþór Laxdal Arnalds, 26.1.2008 kl. 00:38
Þetta er laukrétt Theódór, ef hann Eyþór hefur sagt þeim hvernig þetta bull hefur gengið fyrir sig er ég viss um að þeir hafa skilið lætin. Mér finnst hinsvegar af hans lýsingu á viðbrögðunum að hann hafi ekki sagt þeim það sem á undan er gengið...?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 26.1.2008 kl. 01:26
Það sem að ég verð að segja um allt þetta, hvort heldur nú er um Árborg eða Reykjavík, er að það er knýjandi nauðsyn á að breyta þessu kosningarfyrirkomulagi.
Það er eðlileg, og lýðræðisleg, krafa að efnt skuli til kosninga þegar meirihlutar springa og mál eru þannig komin að minnihluti er farinn að ráða. Að einungis skuli kosið á fjögurra ára fresti, sama hvernig viðrar, er bara fáránleg regla.
Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.1.2008 kl. 13:31
Arnþór, það er ekki lýðræði að mínu viti ef að fólk hefur uppi hávaða á pöllum og truflar störf kosinna fulltrúa. Það eru skrílslæti. Að vera með dólgslæti er hreinlega óvirðing, óvirðing bæði við meiri og minnihluta, þeir voru jú kosnir í sömu kosningum, ekki satt? En mótmæli eiga alltaf rétt á sér. En mótmælin verða að vera á þeim nótunum að þingræði sé virt, annars er til lítils að vera með allar þessar reglur.
En það má kannski benda á það einnig að alltaf (að mig minnir - gætu verið frávik) þegar ólæti eru annaðhvort á áhorfendapöllum alþingis eða á áhorfendapöllum borgarstjórnar - þá eru það að jafnaði vinstrimenn sem að halda þeim hávaða uppi. Mig rekur ekki minni til að Heimdellingar og sjálfstæðismenn hafi rofið þinghelgi með skrílslátum.
Og Laissez, ég botna ekkert í hvað þú átt við.
Heimir Tómasson, 27.1.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.