Snjór á Þorra

Margir voru farnir að trúa svo fast á gróðurhúsaáhrifin að snjór virtist heyra fortíðinni til. Annað hefur komið á daginn og hafa Sunnlendingar fengið að finna rækilega fyrir því. Frægur var mokstur Selfyssinga á gervigrasinu fyrir viku síðan og minnti hann marga á þörfina fyrir fjölnota íþróttahús, en fleiri hafa lagt gjörva hönd á plóg.

Snjómokstursmenn á Selfossi, Eyrarbakka og á Stokkseyri hafa staðið sig frábærlega vel og unnið meira en myrkranna á milli við erfiðar aðstæður. Full ástæða er til að bæta tækjakost þeirra og veita þeim þann stuðning sem þörf er á. Þá hafa hjálparsveitir unnið mikið starf og nágrannar hjálpast að við að ná snjónum af þökum. Ég fékk sjálfur góða hjálp við að losa bílinn minn í Tjarnabyggð og kom sér þá vel að fleiri voru í búgarðabyggðinni þann morguninn.

Síðast en ekki síst hefur reynt á samgöngurnar við Reykjavík. Ég fer eins og svo fjölmargir aðrir á milli nær daglega og það var dapurlegt að finna hvernig Hellisheiðin lokaðist um langan tíma. Hér er enn ein ástæðan fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar þegar einn illa búinn bíll getur teppt þúsundir manna. Það er vert fyrir okkur öll að læra af reynslunni nú á Þorra og huga betur að fannfergismálum. - Snjór á Íslandi heyrir ekki sögunni til.
mbl.is Hellisheiði lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir hafa engu gleymt mokstursmennirnir þrátt fyrir að það hafi ekki verið snjór að ráði síðan veturinn 99/00.

 með bestu kveðju 

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband