Kennedy styður Obama - Huckabee gerir grín að Romney

Forkosningarnar í BNA taka á sig ýmsar myndir. Nú síðast hefur dóttir John F. Kennedy; Caroline Kennedy lýst yfir stuðningi við Obama. Ted Kennedy fylgdi svo í kjölfarið. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir Bill og Hillary þar sem þau hafa hingað til sótt mikinn stuðning til blökkumanna og vísað til þess að vera "arftakar" Kennedy. Hvoru tveggja er nú farið.

Fjölmargir fjölmiðlar taka upp matarumræðu Huckabees, sem er einn litríkasti frambjóðandi Rebúblíkana. Þar gerir Huck mikið grín að Romney fyrir að hafa tekið skinnið af djúpsteikta kjúklingnum og telur þetta muni kosta ófá atkvæði í Texas, Alabama og Georgíu.

Það er vandlifað í henni veröld!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Mér finnst þessi stuðningur Kennedy-klansins frábær og hann verður örugglega til þess, að Obama verður næsti forseti Bandaríkjanna.  En hvaða skoðun hefur þú, Eyþór?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.1.2008 kl. 13:39

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Reyndar er það mér til efs að Obama sé kominn með ausu - ennþá, hvað þá annað. Obama er mikilhæfur einstaklingur og hefur blásið vonum í brjóst margra. Hins vegar er ekki eins víst að Bandaríkjamenn séu alveg tibúnir að samþykkja hann sem forseta eða þá kvenmann. Yngra fólkið gerir það í meira mæli en það eldra. En, það eru margrar hindranir í formi - ekki alveg fordóma, heldur vantrúar, sem Obama á eftir að yfirstíga. Eitt er að sigra í forvali í Iowa og forkosningum í Suður Karólínu þar sem íbúar af afrískum uppruna eru fjölmennir, annað er að sigra í forvali Demokrata. Enn annað er síðan að sigra á landsvísu.

Huckabee, þótt umburðalyndur sé gagnvart skoðunum annarra, hefur of íhaldssamar skoðanir til að vera "electable." Rudy Guiliani hefur einfaldlega misst af lestinni og Mitt Romney er að tapa tempóinu líka. McCain virðist vera hófsamur Republikani sem sækir talsvert fylgi til óháðra kjósenda sækir stöðugt í sig veðrið. Hann á einfaldlega auðveldara að höfða til almennings í Bandaríkjunum, en líklegustu kandidatar Demokrata. Svo þrátt fyrir óvinsældir Bush og alla vitleysuna hans, eiga Republikanar góða möguleika á að halda völdum í Hvíta húsinu.

Jónas Egilsson, 29.1.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband