Áherslur meirihlutans í Árborg

Í gær var haldinn fundur í bæjarstjórn og voru nokkrar tillögur okkar í minnihlutanum á dagskrá meðal annars um aukna styrki til íþróttamála, skólaþróunarsjóðs, tryggja framboð á atvinnulóðum og lækka fasteignaskatta. Allt var þetta fellt.

Við kölluðum eftir upplýsingum meðal annars um hvort að sveitarfélagið væri að huga að frekari kaupum á einbýlishúsum, en mikil umræða hefur verið um kaup sveitarfélagsins á Vallholti 38 sem breyta á í bráðabirgðadagvist fyrir Alzheimersjúklinga í aðeins 2 ár. Þá báðum við um skýringar á þessum kaupum sem og leigusamningi á yfir 700m2 aðstöðu í húsi við Austurveg sem ekki er byggt og deilur standa um hvort byggja megi. Leigusamningurinn er til 20 ára og er bindandi fyrir bæjarstjórn - þó húsið verði ekki byggt. Við kölluðum eftir útskýringum - en fengum engar.

Þrálátur orðrómur hefur verið um að sveitarfélagið sé að leita eftir að kaupa fleiri húseignir á næstunni, en skemmst er að minnast þess þegar sveitarstjórnin keypti "Pakkhúsið" ásamt rekstri Pizza 67 á síðasta ári. Ekki hefur verið ákveðið hvað gera á við eignina sem stendur tóm. Nú eru kaupin í Vallholti staðfest og vekja spurningar, auk þess sem frekari kaup hafa verið rædd.

Í stað þess að svara lagði meirihlutinn fram tillögu um frávísun á þessari "erfiðu" spurningu, en um þetta allt má lesa hér:

http://www.arborg.is/news.asp?id=265&news_ID=2784&type=one

Annað sem sýnu jákvæðara var að sátt náðist um skref í átt að lækkun fasteignaskatta í Árborg. Við höfðum lagt til 10% lækkun í tvígang, en meirihlutinn felldi það. Þau lögðu þá fram tillögu um 8% lækkun og við samþykktum það. Enn má lækka meira, ekki síst hjá eldri borgurum.

Vonandi verður það þó síðar verði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hef sagt það áður og segi það aftur,ég flyt ekki í þetta bæjarfélag aftur fyrr en þetta hyski er farið úr bæjarstjórn. Punktur. Frekar flyt ég til Víkur í Mýrdal, eða bara eitthvert.

Heimir Tómasson, 1.2.2008 kl. 08:06

2 Smámynd: jósep sigurðsson

sæll.Það var sorgardagur á Suðurlandi er þessi meirihluti tók hér við völdum.ég bý á Borg ,og þó mínir menn séu ekki þar við völd er ástandið betra en niðurfrá. kv jobbi

jósep sigurðsson, 8.2.2008 kl. 00:19

3 identicon

Maður hefur allavega ekki stuðninginn frá þeim, en væri þetta betra með öðrum meirihluta? það var annar meirihluti þegar það var ákveðið hvernig skyldi staðið að byggingu barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, skilað var inn undirskriftum frá um 50% kosningabærra íbúa strandarinnar um ósk um kosningu í málinu en, ekki var hlustað á raddir íbúanna. svona er þetta skrítið, minnilutinn stendur með fólkinu en meirihlutinn fer eftir sínu sjónarmiði. þetta er nefnilega allt of algengt í sveitarstjórnarmálum.

Eyþór, ég sendi þér póst vegna fundar bæjarráðs. vona að þú getir svarað mér.  Bestu kveðjur Reynir

Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband